<$BlogRSDUrl$>

28. nóvember 2018

Hér heima vinnum við með Vegagerðinni að því að koma framkvæmdum við nýjan Suðurlandsveg í réttan farveg.  Búið er að bjóða út fyrsta áfanga en Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í verkið 1.360.000.000,-.  Er þetta stærsta útboð Vegagerðarinnar á þessu ári.  Verktakinn hefur hug á að byrja strax og því þarf nú að láta hendur standa fram úr ermum.  Hliðarvegurinn fer í gegnum Sólborgarsvæðið og ný brú kemur á Varmá fyrir þann veg sem hittir síðan Sunnumörkina fyrir framan Dalsbrún.  Þetta verður gríðarlega mikil framkvæmd og gjörbylting á samgöngum hér í Ölfusinu.
Við munum funda með fulltrúum Vegagerðarinnar aftur í næstu viku til að ræða hönnun brúarinnar en þar verður að taka tillit til þess að í framtíðinni mun hún þjóna sem innanbæjarvegur milli hverfa í Hveragerði.

Hitti Sigurð Inga ráðherra á samráðsfundi fulltrúa Sambandsins og ráðuneytisins í dag.  Góður fundur þar sem farið var yfir ýmis mál svo sem almenningssamgöngur, fráveitumál, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fleira. 

Hitti formann og varaformann Skólastjórafélagsins í dag þar sem rætt var um kjaramál félagsmanna þeirra.  Við áttum góðar viðræður um stöðuna og munum halda áfram á vinna á þeim grunni í framhaldinu.  Síðdegis var FabLab opnað við Fjölbrautaskóla Suðurlands.  Mjög vel búið nýsköpunarverkstæði þar sem bæði grunnskólanemendur og nemendur FSu auk almennings hafa aðgang að góðum tæknibúnaði til að læra grunnatriði skapandi hugsunar og framkvæmda.

Vinna fram eftir kvöldi.  Það fer nú að verða daglegt brauð enda i mörg horn að líta núna.27. nóvember 2018

Nú funda ég stíft með ráðherrum þessa dagana.  Viðræðuhópur forsætisráðherra með aðilum vinnumarkaðarins hefur hittist á föstudaginn var og í kjölfarið á þeim fundi skipaði Katrín starfshóp sem leita á lausna á húsnæðisvandanum.   Brýnt verkefni enda á hópurinn að skila af sér í janúar.

Í dag hitti ég ásamt starfsmönnum Sambandsins Ásmund Einar Daðason en við stefnum á reglulega fundi.  Reyndar höfum við hist afar oft að undanförnu og ávallt haft um nóg að ræða enda er ráðuneyti hans yfir fjölmörgum málaflokkum sem snúa að sveitarfélögunum.  Með breytingum sem verða síðan fljótlega fjölgar þeim málaflokkum enn frekar þegar byggingamál flytjast til félagsmálaráðherra úr Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu. Við sveitarstjórnarmenn erum ekki of ánægð með þá breytingu enda er þá búið að aðskilja skipulags og mannvirkjamál sem ekki er mjög hagkvæmt.  Brunamál til dæmis flytjast núna yfir til Félagsmálaráðherra en þar hefur ný reglugerð um starfsemi brunaliða vakið fjölda spurninga og þá sérstaklega varðandi stóraukinn kostnað sem þar virðist vera yfirvofandi.

Á morgun stefnum við að fundi með Sigurði Inga, Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra og þar er listinn yfir umræðuefni nær því óendanlegur.

22. nóvember 2018

Dagurinn í dag fór að mestu í að skrifa greinargerð með fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar.  Það gerum við Helga, skrifstofustjóri, árlega og höfum gaman af. Við erum orðnar ansi sjóaðar í þessari vinnu allri og vanar að vinna saman að þessum verkefnum.  Það er gott að stýra Hveragerðisbæ enda erum við hér svo lánsöm að hafa frábæra starfsmenn og jákvæða íbúa, svona að mestu leyti :-)
En ef að þið mynduð spyrja Helgu þá myndi hún segja að dagurinn hefði verið ansi tættur og bæjarstjórinn í símanum, í viðtölum eða að svara tölvupóstum með reglulegu millibili.  En það er nú líka nauðsynlegt.  Við höldum áfram eftir hádegi á morgun og ætlum að vera frameftir og klára verkefnið.

Síðdegis var zumba sem mér finnst alveg hreint hrikalega skemmtilegt.  Hitti síðan hóp af vinkonum í kvöldmat á Heilsustofnun áður en ég fór í saumaklúbb með öðrum hópi vinkvenna.  Lífið er dásamlegt !

21. nóvember 2018

Nú styttist í nóvember fund stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hann þarf að undirbúa.  Þar er hvað mesta vinnan mjög umfangsmikil nefndaskipan núna í upphafi kjörtímabils.  Þar er um að ræða fjölmargar nefndir og ráð en mikilvægt er að í nefndir skipist áhugasamt fólk sem endurspegar hin ýmsu sjónarmið, m.a. landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, kynja og stjórnmálaflokka svo fátt eitt sé nefnt. 

Átti fund með framkvæmdastjórum stjórnmálasamtaka þar sem rætt var um vinnu sem nú er í gangi varðandi endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka.

Fór einnig í viðtal við Stöð 2 um leikskólamál og mikilvægi þess að fæðingarorlofið verði lengt í 12 mánuði.  Það er alltaf sama sagan.  Maður mætir í nokkuð langt viðtal en síðan er birt ein setning :-)  Verst að maður skuli aldrei vita hvaða setning verður fyrir valinu - maður gæti þá reynt að hafa hana sérlega gáfulega !

Hér heima hitti ég nýjan forstöðumann félagsmiðstöðvar og frístundaskóla, Steinunn Steinþórsdóttir heitir hún og kemur frá Egilsstöðum þar sem hún stýrði áður svipaðri starfsemi. Lífleg ung kona sem ég efast ekki um að á eftir að setja skemmtilegan svip á starfsemina í Bungubrekku.

Fundur síðdegis með dr. Magga, bæjarfulltrúum, skólastjórum og starfsmönnum var afar góður.  Við ræddum þá möguleika sem eru í stöðunni varðandi viðbyggingar við grunnskólann og munum í kjölfarið ræða þær tillögur á undirbúningsfundi allra bæjarfulltrúa sem haldinn verður næstkomandi mánudag.

Í kvöld bakaði ég marenstertur eins og enginn væri morgundagurinn enda á yngsta barnabarnið hann Steingrímur Darri afmæli á laugardaginn.  Þá verður veisla hjá unga manninum !20. nóvember 2018

Sat minn fyrsta fund í stjórnstöð ferðamála í dag.  Þar var fjallað um áfangastaðaáætlanir landshluta sem kynntar voru nýverið en einnig um nokkur önnur verkefni sem öll lúta að betri rannsóknum og tölugögnum um ferðaþjónustuna.  Mér fannst þetta afskaplega fróðlegur fundur og ég hlakka til að starfa á þessum vettvangi í framtíðinni.

Hitti skólastjórnendur grunnskólans í dag og ræddum við um fyrirhugaða viðbyggingu við grunnskólann.  Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2019 og að skólastarf í nýju húsnæði geti hafist haustið 2020.  Á morgun er síðan fundur bæjarfulltrúa, skólastjórnenda, starfsmanna tæknideildar og dr. Magga Jónssonar sem hanna mun viðbygginguna eins og aðrar viðbyggingar sem byggðar hafa verið við skólan á undanförnum áratugum.
Hér í Hveragerði horfum við ekki á kennitöluna þegar við ráðum fólk til starfa og mér finnast það vera forréttindi að vinna með fólki sem auðgað getur allar umræður með áratuga reynslu sinni.

Vann í útboðsgögnum vegna nýrrar heimasíðu og vonast til að geta sent beiðni um tilboð á heimasíðufyrirtækin fljótlega.  Fyrst fara stjórnendur samt yfir gögnin til að tryggja að þau séu eins ítarleg og nauðsyn ber til .

Átti samtal við íbúa sem var orðinn ansi þreyttur á hundsgelti í nágrenni við íbúðarhús sitt.  Þetta er algeng kvörtun og enn og aftur er rétt að minna hundaeigendur á að hundahald í Hveragerði má ekki valda nágrönnum óþægindum.  Ef það gerist ítrekað getur komið til þess að leyfi til hundahalds verði afturkallað.  Það er því afar mikilvægt að reynt sé að koma í veg fyrir geltandi hunda með öllum tiltækum ráðum.

Í Kastljósi kvöldsins var fjallað um fjölónæmar bakteríur og mikilvægi þess að hefta með öllum tiltækum ráðum innflutning á kjöti og grænmeti.  Ég er svo hjartanlega sammála sérfræðingnum í sýklalækningum sem þarna fjallaði um málið.  Það er að mínu mati fullkomlega ábyrgðarlaust og í raun glæpur við framtíðina að ætla að heimila þennan innflutning.  Þjóðin verður að fá að njóta vafans.  Til þess kjósum við þingmenn að þeir gæti hagsmuna alls almennings en ekki þröngs hóps sérhagsmunaafla.


19. nóvember 2018

Það er einhvern veginn endalaust verkefi að flokka og ganga frá tölvupóstum.  Er bún að koma mér upp kerfi sem mér finnst svínvirka en ég vinn með tómt innbox og flókið kerfi foldera til hliðar.  Það er svolítið skondið hvernig hver og einn finnur fjölina sína í hinum stafræna heimi enda nauðsynlegt því annars drukknar maður í tölvupóstum og upplýsingum.

Gekk frá ýmsum málum og varð bara nokkuð ágengt.  Það er alltaf gott að eiga heila daga á skrifstofunni.  Átti meðal annars gott samtal við tæknideildina um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem er nauðsynleg vegna viðbyggingarinnar við grunnskólanna sem ráðast á í á næsta ári.

Fjallaði um fjárhagsáætluna leik- og grunnskóla á fundi fræðslunefndar í dag.  Þetta er vel skipuð nefnd hæfileikaríku og skynsömu fólki.  Það er mikilvægt að nefndir séu þannig samansettar.

Mætti 20 mínútum of seint í sundleikfimi, synti því aukalega nokkrar ferðir og naut mín vel svo til alein í lauginn og hafði gufubaðið alveg fyrir mig og skemmtilegan selskap í heita pottinum.  Skoðaði síðan framkvæmdirnar á efri hæðinni sem nú eru á lokastigi.

Kláraði síðan líka að lesa yfir stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kvöldlesning núna um helgina. 16. nóvember 2018

Svo gaman hjá okkur í vinnunni í morgun.  Vorum með leyniafmælisboð fyrir hana Heiðu okkar sem á stórafmæli á næstu dögum sem hún fagnar á sólríkari stað en hér á Fróni.  Þetta var svo skemmtilega vel lukkað fannst mér og afmælis stúlkan bara nokkuð ánægð með okkur.  Það var nú ekki verra að Halla Dröfn mætti með litla Jón Ragnar og því varð afmælissöngurinn hreint stórkostlegur, raddaður kórsöngur.

Fundur um væntanlega sýningu garðyrkju og umhverfis sem til stendur að halda hér í Hveragerði næsta sumar.  Þetta verður sýning þar sem umhverfismálum verður gert hátt undir höfði og heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi.  Skemmtilegt verkefni sem nú er að fæðast.

 Fundur í Bergrisanum um málefni fatlaðs fólks á Selfossi í hádeginu.  Þar var að mestu rætt um samninga við sjálfstæða þjónustuaðila, Skaftholt, Sólheima, Kerlingardal og Breiðabólstað. 

Eftir hádegi unnum við Helga skrifstofustjóri í fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun sem mun taka nokkrum breytingum á milli umræðna.

15. nóvember 2018

Bæjarráðsfundur í morgun þar sem meðal annars var rætt um uppsetningu nýrra eftirlitsmyndavéla við innkeyrslurnar inn í bæjarfélagið.  Nú vaktar lögreglan myndavélarnar og nýjar vélar hafa verið settar upp sem lesa bílnúmer skýrt og greinilega.  Miklu betra fyrirkomulag og við ættum núna að fá tilkynningar um leið og sést að vélarnar eru ekki að virka.  Þetta er brýnt öryggisatriði fyrir íbúa sem verður að vera í lagi.   Síðdegis sótti ég fund um áfangastaðaáætlanir landsfjórðungnna.  Mjög athyglisvert en jafnframt mjög mikilvægt að haldið verði áfram með þessi verkefni og þeim fundinn viðeigandi farvegur.  Þarna  flutti ég lokaorð ráðstefnunnar esm formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Áhugasamir geta hlustað og horft hér. Um kvöldið fór um við Lárus ásamt góðum vinkonum á 70 ára afmælistónleika Magnúsar Þórs Sigmundssonar.  Stórkostlegir algjörlega og sýndu glöggt hversu mikill snillingur hann Magnús Þór er.  Mér fannst ég raunverulega vera að upplifa eitthvað algjörlega einstakt þarna undir lokin þegar Jónas Sig og Fjallabræður sungu með meistaranum sjálfum.   Svona viðburðir eru svo sannarlega mannbætandi.   Mér finnst þessi mynd sem tók af Magnúsi svo flott að ég bara verð að deila henni með fleirum.

Ef þið smellið á myndir sem ég birti hér á síðunni þá stækka þær ;-)


14. nóvember 2018

Margir hafa haft á orði að það hljóti að vera ansi mikil vinna að vera bæði bæjarstjóri í jafn öflugu og framsæknu bæjarfélagi og Hveragerði er og einnig að gegna embætti formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Ég væri að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að það krefðist ansi mikillar vinnu og útsjónarsemi.  En með þessu skrefi held ég að endanlega hafi horfið skilin milli einkalífs og vinnu í mínu lífi !   Ég er svo sem fyrir lifandis löngu hætt að skilja störf mín sem bæjarstjóra frá mínu einkalífi.  Ræði bæjarmálefnin hvar sem ég fer og finnst það yfirleitt í góðu lagi.  Fer út í göngutúra um helgar og týni rusl í leiðinni. Skoða húsgrunna og verkefni sem þarf að ráðast út í, tek myndir og sendi út um allt og fæ fullt af góðum hugmundum.  Hef ekki hugmynd um það hvort ég er í vinnunni og er líka alveg sama.    Mér líkar þessi tilvera vel enda hef ég alltaf haft nóg að gera - á því er engin breyting núna, verkefnunum hefur bara fjölgað.

Í dag átti ég mjög upplýsandi og góðan fund með ákveðnum aðilum hér í bæ sem hyggja á framkvæmdir í framtíðinni. Ég hlakka til þegar ég og/eða þeir geta upplýst um það sem þar er á ferð.  Allavega er óhætt að segja að það sé jákvætt.  Ég skipulagði fund með dr. Magga Jónssyni sem við ætlum að halda í næstu viku en hann er núna að hefja hönnun á viðbyggingu við grunnskólann, maður á níræðisaldri.  Mér finnst svo ánægjulegt að vinna með fólki sem hefur jafn mikla reynslu og hann og er svona hress og skemmtilegur.  Finnst hann hreinlega ekkert svo mikið eldri en ég sem segir nú sitt um mig :-)  Það er alveg hreint einstakt þegar hann talar um þróun byggðar, arkitektúrs og skipulags og vitnar í verkefni sem hann vann fyrir 1960 - þá var ég nú ekki einu sinni hugmynd í kolli foreldra minna !

Á morgun á að kynna áfangastaðaáætlanir landshlutanna meðal annars okkar hér á Suðurlandi á Hótel Sögu.  Afskaplega metnaðarfull verkefni og þar mun ég flytja lokaorð ráðstefnunnar.   Samdi þau í dag og kynnti mér rækilega um leið þessar áfangastaðaáætlanir og hvernig þær geta nýst sveitarfélögunum í daglegu starfi.

Undirbjó síðan bæjarráðsfund sem verður í fyrramálið og skellti mér svo í sundleikfimi, það var nú ekki leiðinlegt í þessum frábæra vinkvennahópi og í blíðunni sem nú er ....13. nóvember 2018

Það verður seint kvartað yfir verkefnaleysi á þessum bænum.
Í dag átti ég fundi með fulltrúum leigufélagsins Heimavalla sem eiga þó nokkrar íbúðir hér í Hveragerði.  Félagið hefur nú ákveðið að selja húsnæðið og því er mikið óvissuástand hjá þeim íbúum sem hjá þeim hafa leigt.   Ræddi ég þessi mál á fundinum og fékk ágætis svör um ástæður þessara breytinga.  Mér finnst ekki gott að eina stóra leigufélagið sem hér hefur verið skuli nú vilja selja íbúðirnar enda er nú þegar ófremdarástand á leigumarkaðnum hér eins og víðast annars staðar.
Hitti fulltrúa Tálkna ehf á góðum fundi þar sem við ræddum lóðamál en fyrirtækið er eigandi að stóru landi fyrir neðan Suðurlandsveg og teygir spildan sig líka inná hið svokallaða Kambaland sem liggur hér fyrir neðan Kamba.  Ræddum við um áform fyrirtækisins varðandi uppbyggingu á svæðinu bæði í nánustu framtíð og til framtíðar litið.  Tengdist þessi fundur einnig fundi sem ég sat síðar í dag varðandi Kambalandið sjálft með þónokkrum tæknimönnum. en þar er allt útlit fyrir að mál séu að leysast og að þar geti framkvæmdir hafist á næsta ári.  Fórum við nokkuð ýtarlega yfir ýmis tæknileg atriði og kostnað.  Með Kambalandinu getur bæjarfélagið boðið fjölda lóða af ýmsu tagi og hvet ég bæjarbúa til að kynna sér skipulagið.
Átti þrátt fyrir annríkið góðar stundir með vinkonum í hádeginu í dag og með öðrum tveimur í kvöldmat á Heilsustofnun.  Held ég hætti bara að elda (eins og ég hafi nú gert mikið af því uppá síðkastið) og borði bara með betri helmingnum á Heilsustofnun.  Mjög góður matur og kostar lítið,sérstaklega þar sem ég er í matarklúbbnum þeirra.
Vann síðan frameftir í kvöld og er afar stolt af því að vera farin að sjá til botns í tölvupóstinum - það er afrek út af fyrir sig :-)
12. nóvember 2018

Við Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi, fórum yfir fjölmarga samninga við félög hér í Hveragerði sem eru að renna út um áramótin.  Hún mun í kjölfarið hafa samband við forsvarsmenn félaganna og fara yfir breytingar og vilja til áframhaldandi samstarfs.  Hveragerðisbær er með mjög marga þjónustusamninga enda viljum við gjarnan að hér sé öflugt og lifandi íþrótta og menningarstarf. 

Eftir hádegi átti ég fund með starfsmönnum Markaðsstofu Suðurlands þar sem við fórum yfir áfangastaðaáætlun Suðurlands (DMP). Þessi áætlun hefur verið í vinnslu undanfarin misseri en á fimmtudaginn verður haldinn fundur í Reykjavík þar sem áætlanir landshlutanna verða kynntar.  Þar mun ég fjalla um sýn sveitarfélaganna á þessar áætlanir allar.  Eftir að hafa farið yfir þetta í dag finnst mér einboðið að bæjarfulltrúar hér fái kynningu á verkefninu.  Stefnum á það í desember.

Fundur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á Selfossi í dag með sunnlenskum sveitarstjórnarmönnum þar sem farið var yfir stöðu íslensks vinnumarkaðar og horfurnar framundan.
Góður og upplýsandi fundur.

Zumba síðdegis í Fitnessbilinu  - skipti ræktinni bróðurlega á milli Zumba og sundleikfimi.  Gaman á báðum stöðum. 

Fundur meirihlutamanna í kvöld þar sem bæjarráðsfundur næstkomandi fimmtudag var undirbúinn auk þess sem við fórum yfir fjölda annarra mála.  Góður hópur og skemmtilegur sem er alltaf mikill kostur :-)

11. nóvember 2018

Langur göngutúr meðfram Reykjafjalli í morgun.  Þetta er svo klárlega uppáhalds gönguleiðin mín og ekki spillir fyrir að ég er yfirleitt alveg alein á stígnum sem er reyndar mjög merkilegt miðað við það hvað þetta er falleg og fjölbreytt leið.  Fór semsagt löngu leiðina í vinnuna í dag, sunnudag.

Myndina hér til hliðar tók ég af Reykjafossi á þessum fallega degi.

Yfirleitt reyni ég að vinna annað hvort á laugardegi eða sunnudegi því mér finnst alveg hreint hrikalega gott að vinna þegar ég er ein í húsinu.  Þá næ ég að moka frá mér verkefnum sem krefjast meiri yfirlegu en annars er möguleg í amstri daganna.

Í dag svaraði ég tölvupóstum, skipulagði fundi komandi viku, vann fyrstu drög að verkáætlun fyrir sýninguna  “Blóm í bæ” sem hér verður næsta sumar.  Væntanlega mun hún taka breytingum, kannski fá nýtt nafn og snúast meira um sjálfbærni og umhverfismál í víðasta skilningi.  Mjög spennandi verkefni.  Er einnig að reyna að fóta mig í hugmyndum sem komnar eru fram um “listaverk” sem bæjarstjórn ætlaði að koma upp í tilefni af 70 ára afmæli Hveragerðisbæjar.   Þar held ég að bæjarstjórn sé á góðri vegferð ef allt gengur upp,  Setti síðan tvær fréttir á heimsíðuna áður en ég rölti heim á leið í góða veðrinu.

Queen 
Fórum síðan að sjá Bohemian Rhapsody í dag.  Mikið ofboðslega er þetta góð mynd.  Mæli eindregið með því að allir sem elska Queen  (sem eru held ég allir) fari að sjá þessa mynd.  Ég er að hugsa um að fara aftur ...   :-)

Svona af því að maður verður heltekinn af þessari tónlist við að fara á myndina, þá er hér snilldar myndband með brotum af því allra besta :-)

10. nóvember 2018

Í gær föstudag kíkti ég á minn fyrsta körfuboltaleik í vetur Hamar - Þór, Akureyri.  Ekki út af engu sem ég valdi þennan en Bjarni Rúnar spilar í vetur eins og fyrri ár með Þór.  Það var frekar snúið að sitja á pöllunum og halda eiginlega með báðum.   Þetta var hörkuleikur og virkilega spennandi.  Endaði ekki nógu vel fyrir Hamar en Bjarni vann þó allavega.

Í dag nutum við samvista við Bjarna en hann hjálpaði mér að passa Harald Fróða og Steingrím Darra sem eru synir Laufeyjar minnar og Elvars (5 og 1 árs).  Sannkallaður fjölskyldudagur, pönnukökur hjá mömmu í kaffinu og síðan jólamatur hér á Heiðmörkinni þar sem Bjarni verður ekki hér á aðfangadag.  Notum öll tækifæri til að dekra þá sem ekki búa hér :-)

Veðrið þessa dagana er þvílíkur sumarauki.  Dásamlegt alla daga. Hlýtt og sólríkt.  Ekki hægt að biðja um meira á þessum árstíma.

9. nóvember 2018

Er alltaf öðru hvoru að velta fyrir mér tilgangi bloggsins.  Væntanlega er það næstum því alveg dautt en ef að einn eða jafnvel tveir nenna að lesa svona lagað þá er tilganginum væntanlega náð.

Í ljósi þess hversu langt er um liðið síðan ég skrifaði síðan mætti færa fyrir því sannfærandi rök að www.aldis.is væri alveg dáið.  Ekki síst vegna þess að ég gafst eiginlega alveg upp í kringum kosningarnar enda var þá alveg hreint ótrúlega mikið að gera.  Það hefur svo sem ekki minnkað annríkið enda ekki við því að búast þegar maður leggur sig í líma við að auka það !

Sveitarstjórnarkosningarnar fóru eins vel og hægt var og erum við D-lista fólk afskaplega ánægð með þann stuðning sem við fengum.  Ég var endurráðin bæjarstjóri og í sumar fór að bera á áskorunum víða að um að ég myndi bjóða mig fram  til formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Þegar ég hafði hugsað málið með mínu fólki ákvað ég að slá til og þá tók við önnur kosningabarátta.   Ekki hér í Hveragerði heldur vítt og breitt um landið.  Aftur fylltist ég þakklæti fyrir stuðninginn þegar það lá ljóst fyrir að ég hefði verið kosin formaður.

Ég mun ekki hætta sem bæjarstjóri enda er það að vera formaður Sambandsins, embætti en ekki starf.  Sama og að vera forseti bæjarstjórnar til dæmis.  Hver sem hefði verið kosinn hefði áfram gengt sínu starfi enda er eðli embættisins slíkt.   Það er aftur á móti nóg að gera og ég þarf svo sem ekki að hafa áhyggjur af dauða tímanum.  Hann er ekki til staðar í mínu lífi nú frekar en fyrri daginn :-)

En mig langar til að skrifa hérna svona það helsta sem á dagana drífur ekki síst fyrir mig sjálfa til að eiga í framtíðinni.  Mér finnst pínulítið merkiðlegt að eiga þetta blogg þar sem ég hef skrifað reglulega síðan 2004.  Það er rosalega langur tími og þetta eru því alveg hreint ómetanlegar heimildir í framtíðinni.  Ætla því að halda áfram enn um sinn - óskið mér velfarnaðar með það !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet