19. nóvember 2018
Það er einhvern veginn endalaust verkefi að flokka og ganga frá tölvupóstum. Er bún að koma mér upp kerfi sem mér finnst svínvirka en ég vinn með tómt innbox og flókið kerfi foldera til hliðar. Það er svolítið skondið hvernig hver og einn finnur fjölina sína í hinum stafræna heimi enda nauðsynlegt því annars drukknar maður í tölvupóstum og upplýsingum.
Gekk frá ýmsum málum og varð bara nokkuð ágengt. Það er alltaf gott að eiga heila daga á skrifstofunni. Átti meðal annars gott samtal við tæknideildina um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem er nauðsynleg vegna viðbyggingarinnar við grunnskólanna sem ráðast á í á næsta ári.
Fjallaði um fjárhagsáætluna leik- og grunnskóla á fundi fræðslunefndar í dag. Þetta er vel skipuð nefnd hæfileikaríku og skynsömu fólki. Það er mikilvægt að nefndir séu þannig samansettar.
Mætti 20 mínútum of seint í sundleikfimi, synti því aukalega nokkrar ferðir og naut mín vel svo til alein í lauginn og hafði gufubaðið alveg fyrir mig og skemmtilegan selskap í heita pottinum. Skoðaði síðan framkvæmdirnar á efri hæðinni sem nú eru á lokastigi.
Kláraði síðan líka að lesa yfir stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kvöldlesning núna um helgina.
Gekk frá ýmsum málum og varð bara nokkuð ágengt. Það er alltaf gott að eiga heila daga á skrifstofunni. Átti meðal annars gott samtal við tæknideildina um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem er nauðsynleg vegna viðbyggingarinnar við grunnskólanna sem ráðast á í á næsta ári.
Fjallaði um fjárhagsáætluna leik- og grunnskóla á fundi fræðslunefndar í dag. Þetta er vel skipuð nefnd hæfileikaríku og skynsömu fólki. Það er mikilvægt að nefndir séu þannig samansettar.
Mætti 20 mínútum of seint í sundleikfimi, synti því aukalega nokkrar ferðir og naut mín vel svo til alein í lauginn og hafði gufubaðið alveg fyrir mig og skemmtilegan selskap í heita pottinum. Skoðaði síðan framkvæmdirnar á efri hæðinni sem nú eru á lokastigi.
Kláraði síðan líka að lesa yfir stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kvöldlesning núna um helgina.
Comments:
Skrifa ummæli