16. nóvember 2018
Svo gaman hjá okkur í vinnunni í morgun. Vorum með leyniafmælisboð fyrir hana Heiðu okkar sem á stórafmæli á næstu dögum sem hún fagnar á sólríkari stað en hér á Fróni. Þetta var svo skemmtilega vel lukkað fannst mér og afmælis stúlkan bara nokkuð ánægð með okkur. Það var nú ekki verra að Halla Dröfn mætti með litla Jón Ragnar og því varð afmælissöngurinn hreint stórkostlegur, raddaður kórsöngur.
Fundur um væntanlega sýningu garðyrkju og umhverfis sem til stendur að halda hér í Hveragerði næsta sumar. Þetta verður sýning þar sem umhverfismálum verður gert hátt undir höfði og heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi. Skemmtilegt verkefni sem nú er að fæðast.
Fundur í Bergrisanum um málefni fatlaðs fólks á Selfossi í hádeginu. Þar var að mestu rætt um samninga við sjálfstæða þjónustuaðila, Skaftholt, Sólheima, Kerlingardal og Breiðabólstað.
Eftir hádegi unnum við Helga skrifstofustjóri í fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun sem mun taka nokkrum breytingum á milli umræðna.
Fundur um væntanlega sýningu garðyrkju og umhverfis sem til stendur að halda hér í Hveragerði næsta sumar. Þetta verður sýning þar sem umhverfismálum verður gert hátt undir höfði og heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi. Skemmtilegt verkefni sem nú er að fæðast.
Fundur í Bergrisanum um málefni fatlaðs fólks á Selfossi í hádeginu. Þar var að mestu rætt um samninga við sjálfstæða þjónustuaðila, Skaftholt, Sólheima, Kerlingardal og Breiðabólstað.
Eftir hádegi unnum við Helga skrifstofustjóri í fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun sem mun taka nokkrum breytingum á milli umræðna.
Comments:
Skrifa ummæli