13. nóvember 2018
Það verður seint kvartað yfir verkefnaleysi á þessum bænum.
Í dag átti ég fundi með fulltrúum leigufélagsins Heimavalla sem eiga þó nokkrar íbúðir hér í Hveragerði. Félagið hefur nú ákveðið að selja húsnæðið og því er mikið óvissuástand hjá þeim íbúum sem hjá þeim hafa leigt. Ræddi ég þessi mál á fundinum og fékk ágætis svör um ástæður þessara breytinga. Mér finnst ekki gott að eina stóra leigufélagið sem hér hefur verið skuli nú vilja selja íbúðirnar enda er nú þegar ófremdarástand á leigumarkaðnum hér eins og víðast annars staðar.
Hitti fulltrúa Tálkna ehf á góðum fundi þar sem við ræddum lóðamál en fyrirtækið er eigandi að stóru landi fyrir neðan Suðurlandsveg og teygir spildan sig líka inná hið svokallaða Kambaland sem liggur hér fyrir neðan Kamba. Ræddum við um áform fyrirtækisins varðandi uppbyggingu á svæðinu bæði í nánustu framtíð og til framtíðar litið. Tengdist þessi fundur einnig fundi sem ég sat síðar í dag varðandi Kambalandið sjálft með þónokkrum tæknimönnum. en þar er allt útlit fyrir að mál séu að leysast og að þar geti framkvæmdir hafist á næsta ári. Fórum við nokkuð ýtarlega yfir ýmis tæknileg atriði og kostnað. Með Kambalandinu getur bæjarfélagið boðið fjölda lóða af ýmsu tagi og hvet ég bæjarbúa til að kynna sér skipulagið.
Átti þrátt fyrir annríkið góðar stundir með vinkonum í hádeginu í dag og með öðrum tveimur í kvöldmat á Heilsustofnun. Held ég hætti bara að elda (eins og ég hafi nú gert mikið af því uppá síðkastið) og borði bara með betri helmingnum á Heilsustofnun. Mjög góður matur og kostar lítið,sérstaklega þar sem ég er í matarklúbbnum þeirra.
Vann síðan frameftir í kvöld og er afar stolt af því að vera farin að sjá til botns í tölvupóstinum - það er afrek út af fyrir sig :-)
Í dag átti ég fundi með fulltrúum leigufélagsins Heimavalla sem eiga þó nokkrar íbúðir hér í Hveragerði. Félagið hefur nú ákveðið að selja húsnæðið og því er mikið óvissuástand hjá þeim íbúum sem hjá þeim hafa leigt. Ræddi ég þessi mál á fundinum og fékk ágætis svör um ástæður þessara breytinga. Mér finnst ekki gott að eina stóra leigufélagið sem hér hefur verið skuli nú vilja selja íbúðirnar enda er nú þegar ófremdarástand á leigumarkaðnum hér eins og víðast annars staðar.
Hitti fulltrúa Tálkna ehf á góðum fundi þar sem við ræddum lóðamál en fyrirtækið er eigandi að stóru landi fyrir neðan Suðurlandsveg og teygir spildan sig líka inná hið svokallaða Kambaland sem liggur hér fyrir neðan Kamba. Ræddum við um áform fyrirtækisins varðandi uppbyggingu á svæðinu bæði í nánustu framtíð og til framtíðar litið. Tengdist þessi fundur einnig fundi sem ég sat síðar í dag varðandi Kambalandið sjálft með þónokkrum tæknimönnum. en þar er allt útlit fyrir að mál séu að leysast og að þar geti framkvæmdir hafist á næsta ári. Fórum við nokkuð ýtarlega yfir ýmis tæknileg atriði og kostnað. Með Kambalandinu getur bæjarfélagið boðið fjölda lóða af ýmsu tagi og hvet ég bæjarbúa til að kynna sér skipulagið.
Átti þrátt fyrir annríkið góðar stundir með vinkonum í hádeginu í dag og með öðrum tveimur í kvöldmat á Heilsustofnun. Held ég hætti bara að elda (eins og ég hafi nú gert mikið af því uppá síðkastið) og borði bara með betri helmingnum á Heilsustofnun. Mjög góður matur og kostar lítið,sérstaklega þar sem ég er í matarklúbbnum þeirra.
Vann síðan frameftir í kvöld og er afar stolt af því að vera farin að sjá til botns í tölvupóstinum - það er afrek út af fyrir sig :-)
Comments:
Skrifa ummæli