9. nóvember 2018
Er alltaf öðru hvoru að velta fyrir mér tilgangi bloggsins. Væntanlega er það næstum því alveg dautt en ef að einn eða jafnvel tveir nenna að lesa svona lagað þá er tilganginum væntanlega náð.
Í ljósi þess hversu langt er um liðið síðan ég skrifaði síðan mætti færa fyrir því sannfærandi rök að www.aldis.is væri alveg dáið. Ekki síst vegna þess að ég gafst eiginlega alveg upp í kringum kosningarnar enda var þá alveg hreint ótrúlega mikið að gera. Það hefur svo sem ekki minnkað annríkið enda ekki við því að búast þegar maður leggur sig í líma við að auka það !
Sveitarstjórnarkosningarnar fóru eins vel og hægt var og erum við D-lista fólk afskaplega ánægð með þann stuðning sem við fengum. Ég var endurráðin bæjarstjóri og í sumar fór að bera á áskorunum víða að um að ég myndi bjóða mig fram til formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þegar ég hafði hugsað málið með mínu fólki ákvað ég að slá til og þá tók við önnur kosningabarátta. Ekki hér í Hveragerði heldur vítt og breitt um landið. Aftur fylltist ég þakklæti fyrir stuðninginn þegar það lá ljóst fyrir að ég hefði verið kosin formaður.
Ég mun ekki hætta sem bæjarstjóri enda er það að vera formaður Sambandsins, embætti en ekki starf. Sama og að vera forseti bæjarstjórnar til dæmis. Hver sem hefði verið kosinn hefði áfram gengt sínu starfi enda er eðli embættisins slíkt. Það er aftur á móti nóg að gera og ég þarf svo sem ekki að hafa áhyggjur af dauða tímanum. Hann er ekki til staðar í mínu lífi nú frekar en fyrri daginn :-)
En mig langar til að skrifa hérna svona það helsta sem á dagana drífur ekki síst fyrir mig sjálfa til að eiga í framtíðinni. Mér finnst pínulítið merkiðlegt að eiga þetta blogg þar sem ég hef skrifað reglulega síðan 2004. Það er rosalega langur tími og þetta eru því alveg hreint ómetanlegar heimildir í framtíðinni. Ætla því að halda áfram enn um sinn - óskið mér velfarnaðar með það !
Í ljósi þess hversu langt er um liðið síðan ég skrifaði síðan mætti færa fyrir því sannfærandi rök að www.aldis.is væri alveg dáið. Ekki síst vegna þess að ég gafst eiginlega alveg upp í kringum kosningarnar enda var þá alveg hreint ótrúlega mikið að gera. Það hefur svo sem ekki minnkað annríkið enda ekki við því að búast þegar maður leggur sig í líma við að auka það !
Sveitarstjórnarkosningarnar fóru eins vel og hægt var og erum við D-lista fólk afskaplega ánægð með þann stuðning sem við fengum. Ég var endurráðin bæjarstjóri og í sumar fór að bera á áskorunum víða að um að ég myndi bjóða mig fram til formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þegar ég hafði hugsað málið með mínu fólki ákvað ég að slá til og þá tók við önnur kosningabarátta. Ekki hér í Hveragerði heldur vítt og breitt um landið. Aftur fylltist ég þakklæti fyrir stuðninginn þegar það lá ljóst fyrir að ég hefði verið kosin formaður.
Ég mun ekki hætta sem bæjarstjóri enda er það að vera formaður Sambandsins, embætti en ekki starf. Sama og að vera forseti bæjarstjórnar til dæmis. Hver sem hefði verið kosinn hefði áfram gengt sínu starfi enda er eðli embættisins slíkt. Það er aftur á móti nóg að gera og ég þarf svo sem ekki að hafa áhyggjur af dauða tímanum. Hann er ekki til staðar í mínu lífi nú frekar en fyrri daginn :-)
En mig langar til að skrifa hérna svona það helsta sem á dagana drífur ekki síst fyrir mig sjálfa til að eiga í framtíðinni. Mér finnst pínulítið merkiðlegt að eiga þetta blogg þar sem ég hef skrifað reglulega síðan 2004. Það er rosalega langur tími og þetta eru því alveg hreint ómetanlegar heimildir í framtíðinni. Ætla því að halda áfram enn um sinn - óskið mér velfarnaðar með það !
Comments:
Skrifa ummæli