28. nóvember 2018
Hér heima vinnum við með Vegagerðinni að því að koma framkvæmdum við nýjan Suðurlandsveg í réttan farveg. Búið er að bjóða út fyrsta áfanga en Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í verkið 1.360.000.000,-. Er þetta stærsta útboð Vegagerðarinnar á þessu ári. Verktakinn hefur hug á að byrja strax og því þarf nú að láta hendur standa fram úr ermum. Hliðarvegurinn fer í gegnum Sólborgarsvæðið og ný brú kemur á Varmá fyrir þann veg sem hittir síðan Sunnumörkina fyrir framan Dalsbrún. Þetta verður gríðarlega mikil framkvæmd og gjörbylting á samgöngum hér í Ölfusinu.
Við munum funda með fulltrúum Vegagerðarinnar aftur í næstu viku til að ræða hönnun brúarinnar en þar verður að taka tillit til þess að í framtíðinni mun hún þjóna sem innanbæjarvegur milli hverfa í Hveragerði.
Hitti Sigurð Inga ráðherra á samráðsfundi fulltrúa Sambandsins og ráðuneytisins í dag. Góður fundur þar sem farið var yfir ýmis mál svo sem almenningssamgöngur, fráveitumál, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fleira.
Hitti formann og varaformann Skólastjórafélagsins í dag þar sem rætt var um kjaramál félagsmanna þeirra. Við áttum góðar viðræður um stöðuna og munum halda áfram á vinna á þeim grunni í framhaldinu. Síðdegis var FabLab opnað við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Mjög vel búið nýsköpunarverkstæði þar sem bæði grunnskólanemendur og nemendur FSu auk almennings hafa aðgang að góðum tæknibúnaði til að læra grunnatriði skapandi hugsunar og framkvæmda.
Vinna fram eftir kvöldi. Það fer nú að verða daglegt brauð enda i mörg horn að líta núna.
Við munum funda með fulltrúum Vegagerðarinnar aftur í næstu viku til að ræða hönnun brúarinnar en þar verður að taka tillit til þess að í framtíðinni mun hún þjóna sem innanbæjarvegur milli hverfa í Hveragerði.
Hitti Sigurð Inga ráðherra á samráðsfundi fulltrúa Sambandsins og ráðuneytisins í dag. Góður fundur þar sem farið var yfir ýmis mál svo sem almenningssamgöngur, fráveitumál, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fleira.
Hitti formann og varaformann Skólastjórafélagsins í dag þar sem rætt var um kjaramál félagsmanna þeirra. Við áttum góðar viðræður um stöðuna og munum halda áfram á vinna á þeim grunni í framhaldinu. Síðdegis var FabLab opnað við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Mjög vel búið nýsköpunarverkstæði þar sem bæði grunnskólanemendur og nemendur FSu auk almennings hafa aðgang að góðum tæknibúnaði til að læra grunnatriði skapandi hugsunar og framkvæmda.
Vinna fram eftir kvöldi. Það fer nú að verða daglegt brauð enda i mörg horn að líta núna.
Comments:
Skrifa ummæli