11. nóvember 2018
Langur göngutúr meðfram Reykjafjalli í morgun. Þetta er svo klárlega uppáhalds gönguleiðin mín og ekki spillir fyrir að ég er yfirleitt alveg alein á stígnum sem er reyndar mjög merkilegt miðað við það hvað þetta er falleg og fjölbreytt leið. Fór semsagt löngu leiðina í vinnuna í dag, sunnudag.
Myndina hér til hliðar tók ég af Reykjafossi á þessum fallega degi.
Yfirleitt reyni ég að vinna annað hvort á laugardegi eða sunnudegi því mér finnst alveg hreint hrikalega gott að vinna þegar ég er ein í húsinu. Þá næ ég að moka frá mér verkefnum sem krefjast meiri yfirlegu en annars er möguleg í amstri daganna.
Í dag svaraði ég tölvupóstum, skipulagði fundi komandi viku, vann fyrstu drög að verkáætlun fyrir sýninguna “Blóm í bæ” sem hér verður næsta sumar. Væntanlega mun hún taka breytingum, kannski fá nýtt nafn og snúast meira um sjálfbærni og umhverfismál í víðasta skilningi. Mjög spennandi verkefni. Er einnig að reyna að fóta mig í hugmyndum sem komnar eru fram um “listaverk” sem bæjarstjórn ætlaði að koma upp í tilefni af 70 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Þar held ég að bæjarstjórn sé á góðri vegferð ef allt gengur upp, Setti síðan tvær fréttir á heimsíðuna áður en ég rölti heim á leið í góða veðrinu.
Fórum síðan að sjá Bohemian Rhapsody í dag. Mikið ofboðslega er þetta góð mynd. Mæli eindregið með því að allir sem elska Queen (sem eru held ég allir) fari að sjá þessa mynd. Ég er að hugsa um að fara aftur ... :-)
Svona af því að maður verður heltekinn af þessari tónlist við að fara á myndina, þá er hér snilldar myndband með brotum af því allra besta :-)
Myndina hér til hliðar tók ég af Reykjafossi á þessum fallega degi.
Yfirleitt reyni ég að vinna annað hvort á laugardegi eða sunnudegi því mér finnst alveg hreint hrikalega gott að vinna þegar ég er ein í húsinu. Þá næ ég að moka frá mér verkefnum sem krefjast meiri yfirlegu en annars er möguleg í amstri daganna.
Í dag svaraði ég tölvupóstum, skipulagði fundi komandi viku, vann fyrstu drög að verkáætlun fyrir sýninguna “Blóm í bæ” sem hér verður næsta sumar. Væntanlega mun hún taka breytingum, kannski fá nýtt nafn og snúast meira um sjálfbærni og umhverfismál í víðasta skilningi. Mjög spennandi verkefni. Er einnig að reyna að fóta mig í hugmyndum sem komnar eru fram um “listaverk” sem bæjarstjórn ætlaði að koma upp í tilefni af 70 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Þar held ég að bæjarstjórn sé á góðri vegferð ef allt gengur upp, Setti síðan tvær fréttir á heimsíðuna áður en ég rölti heim á leið í góða veðrinu.
Queen |
Svona af því að maður verður heltekinn af þessari tónlist við að fara á myndina, þá er hér snilldar myndband með brotum af því allra besta :-)
Comments:
Skrifa ummæli