10. nóvember 2018
Í gær föstudag kíkti ég á minn fyrsta körfuboltaleik í vetur Hamar - Þór, Akureyri. Ekki út af engu sem ég valdi þennan en Bjarni Rúnar spilar í vetur eins og fyrri ár með Þór. Það var frekar snúið að sitja á pöllunum og halda eiginlega með báðum. Þetta var hörkuleikur og virkilega spennandi. Endaði ekki nógu vel fyrir Hamar en Bjarni vann þó allavega.
Í dag nutum við samvista við Bjarna en hann hjálpaði mér að passa Harald Fróða og Steingrím Darra sem eru synir Laufeyjar minnar og Elvars (5 og 1 árs). Sannkallaður fjölskyldudagur, pönnukökur hjá mömmu í kaffinu og síðan jólamatur hér á Heiðmörkinni þar sem Bjarni verður ekki hér á aðfangadag. Notum öll tækifæri til að dekra þá sem ekki búa hér :-)
Veðrið þessa dagana er þvílíkur sumarauki. Dásamlegt alla daga. Hlýtt og sólríkt. Ekki hægt að biðja um meira á þessum árstíma.
Í dag nutum við samvista við Bjarna en hann hjálpaði mér að passa Harald Fróða og Steingrím Darra sem eru synir Laufeyjar minnar og Elvars (5 og 1 árs). Sannkallaður fjölskyldudagur, pönnukökur hjá mömmu í kaffinu og síðan jólamatur hér á Heiðmörkinni þar sem Bjarni verður ekki hér á aðfangadag. Notum öll tækifæri til að dekra þá sem ekki búa hér :-)
Veðrið þessa dagana er þvílíkur sumarauki. Dásamlegt alla daga. Hlýtt og sólríkt. Ekki hægt að biðja um meira á þessum árstíma.
Comments:
Skrifa ummæli