28. apríl 2018
Þann 19. Apríl voru liðin 25 ár frá því að pabbi dó. Stundum líður mér eins og það hafi gerst í gær en svo man ég að það er í raun heil ævi síðan. Eiginlega öll ævin hans Bjarna Rúnars mín sem var 3 ára þegar afi hans dó og öll ævin hans Alberts míns sem var ekki einu sinni fæddur.
Ég get ennþá framkallað tilfinninguna þegar ég fékk fréttirnar um að hann hefði hnigið niður.
Áfallið þegar ég sá hann á spítalanum. Vantrúna þegar læknarnir sögðu að hann væri dáinn þrátt fyrir að vera enn með hjartslátt og öndun. Reiðina þegar læknirinn sagði að hann væri "spennandi". tilfelli. Gæti orðið fyrsti íslenski líffæragjafinn á Landspítalanum! Ég gleymi aldrei stjörnubjörtum himni og kuldanum sem mætti okkur í myrkrinu á Öldugötunni í Hafnarfirði þegar við komum út, eftir að hafa fengið símtalið! Þar sem við stöndum á tröppunum hjá Alberti móðurbróður sáum við flugvélina fljúga frá Reykjavíkurflugvelli um miðja nótt. Við vissum að þar með var þetta búið. Við höfðum gefið leyfi fyrir því að líffærin hans væru tekin og gefin öðrum. Teymið kom frá Svíþjóð og þau fóru til baka um nóttina. Ég gleymi aldrei tilfinningunni þegar við komum uppá spítala til að kveðja. Hvað hann var kaldur ! Við sem höfðum kvatt hann fyrr um kvöldið á lífi.
Ég var bara 29 ára.
Ég gleymi aldrei öldu samúðar, velvildar og hlýhugs sem umvafði okkur öll. Ég gleymi aldrei þegar við keyrðum inn í Hveragerði eftir að allt var afstaðið. Öll lömuð af sorg og úrvinda. Á hverri einustu fánastöng var flaggað í hálfa stöng. Við fundum svo greinilega fyrir því að bærinn okkar syrgði með okkur. Við þurftum svo á því að halda og það var svo dýrmætt að finna þennan hlýhug. Þá var yndislegt að eiga góða að. Vini sem komu óumbeðnir, tóku krakkana, hugsuðu um heimilin, héldu utan um mömmu og okkur öll. Nágrannar, vinir, starfsmenn Kjörís, jafnvel ókunnugir. Þetta var erfiður tími. En þegar ég horfi til baka sé ég samt hvað við vorum heppin.
Heppin að hafa átt yndislegan föður sem kenndi okkur svo margt og ekki síður dásamlega móður sem alltaf hefur verið til staðar fyrir okkur öll. Þau kenndu okkur að vera dugleg, vera góð við hvert annað og annað fólk. Vera umburðarlynd en umfram allt að vera þakklát, glöð, ánægð.
Við getum ekki vitað hversu löngum tíma við náum með fólkinu sem okkur þykir vænst um svo við skulum nýta hvern dag sem best. Pabbi ætlaði svo sannarlega að vera lengur með okkur en hann lést 59 ára árið 1993. Sakna hans alltaf en gleðst yfir því góða sem hann skyldi eftir.
27. apríl 2018
Vinnudagurinn hófst á Selfossi þar sem ég gekk loksins frá afsali vegna sölu nýjasta íbúðarhússins að Friðarstöðum. Undanfarin hafa Brunavarnir Árnessýslu nýtt húsakostinn á svæðinu til æfinga en einnig hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, sérsveit lögreglunnar og fleiri nýtt svæðið til æfinga. Um miðjan maí er ráðgert að brenna fyrsta húsið og verður bruninn hluti af lokaverkefni nema Brunavarnaskólans. Það er ekki oft sem viðbragðsaðilar fá aðstöðu sem þessa og kunna þeir vel að meta þetta. Síðan rakst ég á Þorstein í Görpum í gær en hann og kona hans Magnea eru nýir eigendur hússins stóra. Þau munu að öllum líkindum flytja húsið í byrjun júní. Það verður mikið sjónarspil því þau ætla að flytja plötuna með og fara yfir brúna upp í Gufudal. Eins og einhver sagði: það verður örugglega fjölmenni viðstatt til að fylgjast með !
Fór yfir útborguð laun bæjarfélagsins eins og ég geri um hver mánaðamót í samræmi við fyrirmæli endurskoðenda en eftir það átti ég ágætan fund með Maríu, forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Ræddum við húsnæðismál félagsþjónustu meðal annars en á fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir 47 mkr til kaupa á félagslegu leiguhúsnæði.
Í hádeginu hófst svo fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík. Þar var fjöldi mála á dagskrá en hvað hæst bar umræðu um nýsamþykkt lög um málefni fatlaðs fólks. Nú er búið að samþykkja NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, ný ákvæði varðandi akstur fatlaðs fólks og fleira. Allt til mikilla bóta fyrir notendur og stórt skref í réttindabaráttu þeirra. Aftur á móti er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur að fjárhagslegum áhrifum þessara laga sérstaklega í hinum dreifðari byggðum og full ástæða til að hefja nú þegar viðræðum við ríkið um fjármögnun þessara verkefni.
Beint austur aftur en hér var ég búin að mæla mér mót við Eydísi Indriðadóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og starfsmenn hennar sem voru ríflega 40. Fór ég með þeim hring um bæjarfélagið, sýndi þeim leikskólann okkar nýja og Hamarshöllina og kynnti fyrir þeim bæinn okkar fallega.
Skilaði hópnum síðan á Ölverk þar sem þau höfðu keypt hlaðborð og bjórkynningu. Þetta var skemmtilegur og líflegur hópur sem gaman var að hitta.
Í kvöld fannst mér tilvalið að sýna Putter myndina Mama Mia í tilefni frétta um að Abba sé mögulega að gefa út ný lög. Skil ekki af hverju þessi hljómsveit kemur ekki fram aftur. Mikið lifandis býsn yrði það nú skemmtilegt :-)
Fór yfir útborguð laun bæjarfélagsins eins og ég geri um hver mánaðamót í samræmi við fyrirmæli endurskoðenda en eftir það átti ég ágætan fund með Maríu, forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Ræddum við húsnæðismál félagsþjónustu meðal annars en á fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir 47 mkr til kaupa á félagslegu leiguhúsnæði.
Í hádeginu hófst svo fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík. Þar var fjöldi mála á dagskrá en hvað hæst bar umræðu um nýsamþykkt lög um málefni fatlaðs fólks. Nú er búið að samþykkja NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, ný ákvæði varðandi akstur fatlaðs fólks og fleira. Allt til mikilla bóta fyrir notendur og stórt skref í réttindabaráttu þeirra. Aftur á móti er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur að fjárhagslegum áhrifum þessara laga sérstaklega í hinum dreifðari byggðum og full ástæða til að hefja nú þegar viðræðum við ríkið um fjármögnun þessara verkefni.
Beint austur aftur en hér var ég búin að mæla mér mót við Eydísi Indriðadóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og starfsmenn hennar sem voru ríflega 40. Fór ég með þeim hring um bæjarfélagið, sýndi þeim leikskólann okkar nýja og Hamarshöllina og kynnti fyrir þeim bæinn okkar fallega.
Skilaði hópnum síðan á Ölverk þar sem þau höfðu keypt hlaðborð og bjórkynningu. Þetta var skemmtilegur og líflegur hópur sem gaman var að hitta.
Í kvöld fannst mér tilvalið að sýna Putter myndina Mama Mia í tilefni frétta um að Abba sé mögulega að gefa út ný lög. Skil ekki af hverju þessi hljómsveit kemur ekki fram aftur. Mikið lifandis býsn yrði það nú skemmtilegt :-)
25. apríl 2018
Undirbjó bæjarráðsfund sem haldinn verður í fyrramálið. Helga, mín hægri hönd, er flogin á vit ævintýra á Tene, svo fundurinn er alfarið á mínum herðum. Það er nú bara gaman að því :-)
Í hádeginu bauð félag eldri borgara í súpu í hádeginu vegna þess að klukkan 13:00 hófst spurningakeppni milli stjórnar eldri borgara og bæjarstjórnar. Lið bæjarstjórnar skipuðu Njörður, Garðar og sú sem þetta ritar. Þetta var virkilega skemmtilegt en við höfðum óvænta sigur!. Það munaði nú um nördalega vitneskju mína um The Flintstones, hver var Greystoke lávarður og Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Mér fannst við nokkuð góð og Njörður sýndi leynda takta í leiknum góða.
Í hádeginu bauð félag eldri borgara í súpu í hádeginu vegna þess að klukkan 13:00 hófst spurningakeppni milli stjórnar eldri borgara og bæjarstjórnar. Lið bæjarstjórnar skipuðu Njörður, Garðar og sú sem þetta ritar. Þetta var virkilega skemmtilegt en við höfðum óvænta sigur!. Það munaði nú um nördalega vitneskju mína um The Flintstones, hver var Greystoke lávarður og Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Mér fannst við nokkuð góð og Njörður sýndi leynda takta í leiknum góða.
24. apríl 2018
Nú er kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að hefjast enda ekki seinna vænna þar sem rétt tæpar 5 vikur eru núna í kosningar. Tíminn sem notaður er til hinnar hefðbundnu kosningabaráttu er sífellt að styttast eins og sjá má best á því að listar margra framboða eru fyrst núna að koma fram.
Þetta verða víða mjög sérstakar kosningar þar sem framboð eru fjölmörg og mörg eins og óskrifað blað. Mér sýnist að staðan verði ekki þannig hér í Hveragerði. Þrjú hefðbundin framboð komin fram, Framsókn, vinstri flokkarnir saman og Sjálfstæðismenn. Allt ágætis fólk en auðvitað vona ég að bæjarbúar muni horfa yfir bæinn sinn þann 26. Maí og spyrja sig að því hvort að bænum sé vel eða illa stjórnað og hvort nokkuð sé ástæða til að skipta út mannskapnum þegar vel gengur !
En annars átti ég í dag fund með yfirmönnum heimaþjónustu en mér var falið af bæjarstjórn að gera bækling um þjónustu við eldri borgara í bæjarfélaginu og nú er ég byrjuð á því. Það er án vafa mjög gott að eiga á einum stað allar upplýsingar og geta rétt öllum sem þurfa.
Þessa dagana erum við að ræða við umsækjendur um stöðu forstöðumanns bókasafnsins en hún Hlíf ætlar að láta af störfum fljótlega. Það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn með þessum hætti og vont að geta ekki ráðið alla þegar hópurinn er jafn góður og hér um ræðir.
Náði aldrei þessu vant tveimur tímum í ræktinni í dag, fyrst zumba og síðan toppforminu. Er líka frekar lúin eftir þetta. Það var nú heldur ekki til að bæta úr að fara á meirihlutafund svo til strax á eftir!
Þetta verða víða mjög sérstakar kosningar þar sem framboð eru fjölmörg og mörg eins og óskrifað blað. Mér sýnist að staðan verði ekki þannig hér í Hveragerði. Þrjú hefðbundin framboð komin fram, Framsókn, vinstri flokkarnir saman og Sjálfstæðismenn. Allt ágætis fólk en auðvitað vona ég að bæjarbúar muni horfa yfir bæinn sinn þann 26. Maí og spyrja sig að því hvort að bænum sé vel eða illa stjórnað og hvort nokkuð sé ástæða til að skipta út mannskapnum þegar vel gengur !
En annars átti ég í dag fund með yfirmönnum heimaþjónustu en mér var falið af bæjarstjórn að gera bækling um þjónustu við eldri borgara í bæjarfélaginu og nú er ég byrjuð á því. Það er án vafa mjög gott að eiga á einum stað allar upplýsingar og geta rétt öllum sem þurfa.
Þessa dagana erum við að ræða við umsækjendur um stöðu forstöðumanns bókasafnsins en hún Hlíf ætlar að láta af störfum fljótlega. Það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn með þessum hætti og vont að geta ekki ráðið alla þegar hópurinn er jafn góður og hér um ræðir.
Náði aldrei þessu vant tveimur tímum í ræktinni í dag, fyrst zumba og síðan toppforminu. Er líka frekar lúin eftir þetta. Það var nú heldur ekki til að bæta úr að fara á meirihlutafund svo til strax á eftir!
18. apríl 2018
Hér fyrir neðan geta áhugasamir séð myndband sem ég gerði fyrir árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar.
17. apríl 2018
Árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar 2018 - Aldís Hafsteinsdóttir
11. apríl 2018
Skrifborðsdagur í rigningunni. Kláraði ýmisleg og kom öðru í ferli. Núna er til dæmis farin út auglýsing um ævintýranámskeið sumarsins sem Elín Ester og Jóhanna sáu um að gera. Um að gera að foreldrar skrái börn sín á námskeiðin sem allra fyrst en þetta hafa verið lífleg og skemmtileg námskeið þar sem krakkarnir kljást við fjölbreytt verkefni.
Við Helga hittum aðila vegna heimasíðu sveitarfélagsins sem þarfnast orðið uppfærslu. Við munum skoða það betur á næsta fundi bæjarráðs.
Opnuð voru tilboð í götuna Vorsabæ í dag en þar var fyrirtækið Aðalleið lægstbjóðandi. Nú þarf sú framkvæmd að komast í gang hið allra fyrsta.
Við Helga hittum aðila vegna heimasíðu sveitarfélagsins sem þarfnast orðið uppfærslu. Við munum skoða það betur á næsta fundi bæjarráðs.
Opnuð voru tilboð í götuna Vorsabæ í dag en þar var fyrirtækið Aðalleið lægstbjóðandi. Nú þarf sú framkvæmd að komast í gang hið allra fyrsta.
10. apríl 2018
Vinna við drög að nýjum reglum vegna úthlutunar lóða tóku ansi langan tíma í dag. Það virðist vera óumflýjanlegt þegar maður er að vinna að svona löguðu að það er einhvern veginn endalaust hægt að bæta við, breyta og lagfæra en samt nær maður ekki utan um allt það sem mögulega getur komið upp þegar vinna á eftir reglunum. En núna erum við að reyna að gera þetta eins skothelt og nokkur er kostur. Allavega til mikilla bóta frá því sem nú er. Kláraði einnig önnur gögn vegna fundar bæjarstjórnar í vikunni en fundarboðið fór út í dag.
Átti fundi í dag vegna tryggingamála en einnig viðtöl við tvo aðila sem báðir höfðu hug á að fá lóðir hér í Hveragerði. Endaði svo vinnudaginn á fundi í stjórn Listasafns Árnesinga en þar samþykkti stjórn ársreikninginn.
Á leiðinni í vinnuna fór ekki fram hjá mér að nú er byrjað að grafa fyrir tveimur einbýlishúsum hér rétt ofar í götunni. Þar eru nú að hefjast eða hafnar framkvæmdir við 9 einbýlishús/parhús og í auglýsingu eru fjórar lóðir til viðbótar. Gárungarnir eru farnir að kalla hverfið 101 Hveragerði enda ekki skrýtið þar sem það er á besta stað í bænum og örstutt í alla þjónustu.
Í kvöld þreif ég örugglega vel á annað hundrað blómapotta og bakka enda fer að koma að því að ég þurfi að prikkla öllu sem ég er búin að sá. Þarf bara nauðsynlega nýjan rafmagnsofn í gróðurhúsið því sá gamli gaf upp öndina. Um leið og því er reddað verður prikklað.
9. apríl 2018
Afbragðs dagur á skrifstofunni. Lagði lokahönd á nýjar úthlutunarreglur vegna lóða hér í Hveragerði og fékk fínar ábendingar frá bæði Jóni Friðriki og Guðmundi við þá vinnu. Þær verða lagðar fyrir bæjarstjórn á fundi á fimmtudaginn. Kláraði einnig reglur um notkun byggðamerkis Hveragerðisbæjar sem líka fara fyrir bæjarstjórnarfundinn. Á þeim sama fundi verður ársreikningur lagður fram og þónokkur fjöldi annarra stórra mála. Það er nóg að gera enda vor í lofti og allt að fara í gang.
Tveir tímar í ræktinni síðdegis og labbað fram og til baka í vinnuna. Þetta eru 440 metrar og ég er um 5 mínútur að rölta þetta. Merkilegt að ég skuli yfirleitt hreyfa bílinn :-)
Tveir tímar í ræktinni síðdegis og labbað fram og til baka í vinnuna. Þetta eru 440 metrar og ég er um 5 mínútur að rölta þetta. Merkilegt að ég skuli yfirleitt hreyfa bílinn :-)
7. apríl 2018
Átti fund með Gunnlaugi, formanni NLFÍ, um málefni Heilsustofnunar í morgun. Hann er öflugur og fylginn sér þegar kemur að málefnum stofnunarinnar en það veitir ekki af. Alveg merkilegt að þeir sem ráða yfir fjárveitingum til endurhæfingar og forvarna skuli ekki fyrir löngu vera búnir að uppgötva mikilvægi Heilsustofnunar á þessu sviði.
Í dag setti ég upp nýjar reglur vegna úthlutunar lóða hér í Hveragerði og vonast til að geta sett þær fyrir bæjarstjórn í næstu viku. Það er mikilvægt að reglur um svona lagað séu skýrar og gagnsæjar.
Lóðir fyrir 4 einbýlishús eru núna lausar til umsóknar en þau hús standa við Þórsmörk.
Síðdegis safnaði ég meðmælendum með framboði D-listans hér í Hveragerði. Það gekk glimrandi vel og allir sem ég talaði við voru tilbúnir til að mæla með framboðinu. Nú er kosningabaráttan svona smám saman að fara á fullt, það er skemmtilegur tími framundan.
Í dag setti ég upp nýjar reglur vegna úthlutunar lóða hér í Hveragerði og vonast til að geta sett þær fyrir bæjarstjórn í næstu viku. Það er mikilvægt að reglur um svona lagað séu skýrar og gagnsæjar.
Lóðir fyrir 4 einbýlishús eru núna lausar til umsóknar en þau hús standa við Þórsmörk.
Síðdegis safnaði ég meðmælendum með framboði D-listans hér í Hveragerði. Það gekk glimrandi vel og allir sem ég talaði við voru tilbúnir til að mæla með framboðinu. Nú er kosningabaráttan svona smám saman að fara á fullt, það er skemmtilegur tími framundan.
5. apríl 2018
Bæjarráðsfundurinn í morgun var stuttur og snaggaralegur. Helst bar þar til tíðinda að ársreikningur bæjarins var lagður fram en hann sýnir 82 milljóna hagnað af samstæðu A og B hluta. Það er gríðarlega góð niðurstaða sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að þá er búið að gjaldfæra rúmlega 70 milljónir vegna greiðslu í Lífeyrissjóðinn Brú sem öll sveitarfélög á landinu þurftu að standa skil á. Ef sú greiðsla hefði ekki komið til hefði niðurstaðan orðið um 150 milljónir í plús. Einhvern tíma hefði það nú þótt stórtíðindi hér í Hveragerði.
Átti afar góðan fund í starfshópi um úrbætur í Reykjadal. Í þeim hópi sitja auk mín Sigurður, bygginga- og skipulagsfulltrúi í Ölfusi, Anna Björg, formaður skipulags og bygginganefndar í Ölfusi og Guðríður, staðarhaldari á Reykjum. Allt einstaklega vandað og gott fólk, auk þess sem það er svo skemmtilegt. Nú þegar hyllir undir lok kjörtímabilsins fyllist maður söknuði svona fyrirfram yfir öllum þeim sem ætla að hætta. Anna Björg verður ekki í framboði í efstu sætum og Sigurður er að hætta í núverandi stöðu. Það er afar slæmt fyrir þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni ef þau tvö hverfa úr starfshópnum. Má ekki til þess hugsa !
En við ræddum næstu skref í dalnum í kjölfar lokunar Umhverfisstofnunar en það er mikilvægt að brugðist verði hratt og vel við þeim aðstæðum sem þarna geta skapast.
Eftir hádegi var fundur með Dattaca en starfsmenn þeirra vinna nú að greiningu á persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa safnað. Ný lög um persónuvernd taka gildi í lok maí og þá er ljóst að við verðum að vera komin með þessi atriði á hreint. Hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því sem snýr að mínu vafstri, fjármálum og rekstri en það er ljóst að bæði fræðslusvið og félagsþjónustan þarf að kafa djúpt og vel yfir sín mál.
Síðdegis fórum við Höskuldur á rúntinn eins og ég hef ávallt gert með reglulegu millibili með umhverfisfulltrúum bæjarins. Þá keyrum við um bæinn og skrifum niður allt sem betur má fara. Það geta verið skakkir ljósastaurar og ryðgaðir, brotnir kantsteinar, rusl, vöntun á merkingum og skiltum og margt fleira sem við rekum augun í. Höskuldur yfirgaf allavega bílinn með þéttskrifað A4 blað með verkefnum. Það er alltaf af nógu að taka þegar vetur konungur slakar á klónni.
Í kvöld var æsispennandi leikur í körfunni þegar Hamar tók á móti Breiðablik í úrslitarimmu fyrstu deildar. Við töpuðum með 4 stigum eftir framlengdan leik, það var ferlega fúlt. Bætti skapið aðeins að betri helmingurinn var sæmdur gullmerki KKÍ fyrir störf sín í þágu körfunnar hér í Hveragerði í 26 ár en líka á landsvísu. Hann á þennan heiður svo sannarlega skilinn. Birgir S. Birgisson fékk einnig silfurmerki KKÍ en saman hafa þeir Lárus arkað þennan veg í afskaplega mörg ár. Þeir eru einstaklega gott teymi félagarnir og gaman að þeir skuli heiðraðir með þessum hætti á sama tíma.
Ég var afskaplega stolt af mínum manni í kvöld.
Átti afar góðan fund í starfshópi um úrbætur í Reykjadal. Í þeim hópi sitja auk mín Sigurður, bygginga- og skipulagsfulltrúi í Ölfusi, Anna Björg, formaður skipulags og bygginganefndar í Ölfusi og Guðríður, staðarhaldari á Reykjum. Allt einstaklega vandað og gott fólk, auk þess sem það er svo skemmtilegt. Nú þegar hyllir undir lok kjörtímabilsins fyllist maður söknuði svona fyrirfram yfir öllum þeim sem ætla að hætta. Anna Björg verður ekki í framboði í efstu sætum og Sigurður er að hætta í núverandi stöðu. Það er afar slæmt fyrir þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni ef þau tvö hverfa úr starfshópnum. Má ekki til þess hugsa !
En við ræddum næstu skref í dalnum í kjölfar lokunar Umhverfisstofnunar en það er mikilvægt að brugðist verði hratt og vel við þeim aðstæðum sem þarna geta skapast.
Eftir hádegi var fundur með Dattaca en starfsmenn þeirra vinna nú að greiningu á persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa safnað. Ný lög um persónuvernd taka gildi í lok maí og þá er ljóst að við verðum að vera komin með þessi atriði á hreint. Hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því sem snýr að mínu vafstri, fjármálum og rekstri en það er ljóst að bæði fræðslusvið og félagsþjónustan þarf að kafa djúpt og vel yfir sín mál.
Síðdegis fórum við Höskuldur á rúntinn eins og ég hef ávallt gert með reglulegu millibili með umhverfisfulltrúum bæjarins. Þá keyrum við um bæinn og skrifum niður allt sem betur má fara. Það geta verið skakkir ljósastaurar og ryðgaðir, brotnir kantsteinar, rusl, vöntun á merkingum og skiltum og margt fleira sem við rekum augun í. Höskuldur yfirgaf allavega bílinn með þéttskrifað A4 blað með verkefnum. Það er alltaf af nógu að taka þegar vetur konungur slakar á klónni.
Í kvöld var æsispennandi leikur í körfunni þegar Hamar tók á móti Breiðablik í úrslitarimmu fyrstu deildar. Við töpuðum með 4 stigum eftir framlengdan leik, það var ferlega fúlt. Bætti skapið aðeins að betri helmingurinn var sæmdur gullmerki KKÍ fyrir störf sín í þágu körfunnar hér í Hveragerði í 26 ár en líka á landsvísu. Hann á þennan heiður svo sannarlega skilinn. Birgir S. Birgisson fékk einnig silfurmerki KKÍ en saman hafa þeir Lárus arkað þennan veg í afskaplega mörg ár. Þeir eru einstaklega gott teymi félagarnir og gaman að þeir skuli heiðraðir með þessum hætti á sama tíma.
Ég var afskaplega stolt af mínum manni í kvöld.
4. apríl 2018
Nýverið samþykkt bæjarráð að selja Þórsmörk 1A fyrir 48,7 m.kr. Einhverjum kann að finnast kaupverðið ansi hátt. En húsið er afar stórt og á góðum stað þannig að það skýrir að mestu hátt verð. En vonandi munu nýir eigendur verða ánægðir með kaupin. Hveragerðisbær eignaðist húsið Mel nýlega. Er það litla gula húsið við Hveramörk sem stendur stakstætt á stótrri lóð. Það var skýr vilji bæjarfulltrúa að bærinn myndi eignast þetta hús með tilheyrandi lóð enda er hún aðliggjandi að Hveragarðinum og það er aldrei að vita hvenær sú starfsemi þarf aukið rými.
Í dag var ég gestur á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll. Þetta var sérlega góður fundur og sköpuðust þarna afar góðar umræður. Fundargestir voru forvitnir um Hveragerði og greinilegt að bæjarfélagið okkar er orðið þekkt fyrir góða þjónustu og frábært umhverfi. Það var gaman að því að ég fékk fjölmargar spurningar um Hamarshöllina sem fundargestir voru afar forvitnir um og hrifnir af.
Síðdegis hittist framboðslistinn til myndatöku. Enduðum á pizzu á Ölverk þar sem við áttum saman skemmtilegt kvöld. Ég er afar ánægð með það hvernig skipast hefur á framboðslistann. Gott fólk og skemmtilegt í hverju sæti.
3. apríl 2018
Þessi flotti hópur heimsótti mig í dag. Þau eru öll sjúkraþjálfarar og hafa nýverið keypt húsnæðið sem áður hýsti apótekið við Breiðumörk. Þar hafa þau þegar hafið framkvæmdir og munu opna glæsilega sjúkraþjálfurnarstöð í júní. Þetta er ungt, framtakssamt fólk sem verður gaman að fá að fylgjast með í framtíðinni.
2. apríl 2018
Nokkrir aðilar hafa að undanförnu gagnrýnt það að atvinnustefna væri ekki til fyrir Hveragerðisbæ. Í ljósi þessarar umræðu skellti ég eftirfarandi inn á facebook áðan:
Atvinnustefna Hveragerðisbæjar 2015-2022 var samþykkt í tveimur umræðum í bæjarstjórn í september og október 2015. Áður hafði hún verið til umfjöllunar í öllum nefndum bæjarins og í bæjarráði auk þess sem haldinn var opinn íbúafundur þar sem kallað var eftir sjónarmiðum og skoðunum almennings. Atvinnuráðgjafi frá SASS, Þórarinn Sveinsson, hafði yfirumsjón með gerð stefnunnar og skilaði þessi vinna ágætum afrakstri og heilmikilli umræðu. Ákveðið var að fram færi stöðumat á árangri árið 2018. Það hefur hins vegar farist fyrir að setja stefnuna á netið þar sem Þórarinn hætti fljótlega eftir þetta hjá SASS og við vorum ekki með fylgiskjölin á tölvutæku formi, eins undarlegt og það nú er og því gleymdist þetta hreinlega. Í dag er ég að láta SASS leita að þessum gögnum en annars verður hreinlega að skrifa þetta upp aftur svo hægt sé að birta þetta á netinu. Allir bæjarfulltrúar eiga aftur á móti að eiga þetta skjal í sínum gögnum enda engin leynd yfir þessari atvinnustefnu.
Mér finnst reyndar líka rétt að benda á í þessari umræðu að það er ekki bæjarstjórnar að stofna til atvinnurekstrar.
Bæjarstjórn skapar skilyrði og aðstöðu til að einstaklingar og fyrirtæki geti skapað hér störf. Það hefur verið gert.
Búið er að vinna nýtt aðalskipulag og þar er víða gert ráð fyrir uppbyggingu á atvinnusvæðum. Búið er að deiliskipuleggja iðnaðarlóðir hér fyrir neðan þjóðveg og þar er þegar búið að úthluta þremur lóðum og væntanlega hefjast þar framkvæmdir á vormánuðum.
Flutningur bæjarskrifstofunnar skapaði grundvöll til atvinnusköpunar í verslunarmiðstöðinni þar sem Almar bakari gat stækkað umtalsvert og þar með skapað fleiri störf. Einnig urðu þá til tvö rými sem hver sem er getur nú fengið leigt undir fjölbreytta starfsemi.
Sú staðreynd að Hveragerðisbær ákvað að skipta um endurskoðunarfyrirtæki skapaði 3 störf fagmanna á sviði fjármála hér í Hveragerði.
Hveragerðisbær vann í því að hér yrði staðsett skrifstofa Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings en þar eru nú að mig minnir 9 störf fagmanna á sviði fræðslu- og velferðar. Nú erum við hefja viðræður um að þar bætist við 3 störf sérfræðinga á sviði uppeldismála. Vonumst við til að það geti gengið eftir.
Bara eitt lítið dæmi er vöxtur Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands en þar eru nú nokkrir starfsmenn á ársgrunni sem sinna bæði Upplýsingamiðstöðinni og Hveragarðinum þar sem áður var einn starfsmaður.
Hér er ég ekki að telja þau störf sem orðið hafa til á vegum einkaaðila í Hveragerði. Þar held ég að Almar fari hvað fremstur í flokki í sínu glæsilega bakaríi en einnig hefur Hótel Örk vaxið umtalsvert en mér skilst að með nýrri viðbyggingu verði þar til um 15 ný störf. Nýjasta dæmið er síðan starfsemi sjúkraþjálfaranna þriggja sem hér eru að hefja störf í vor. Allt er þetta atvinnuskapandi og hefur margfeldi áhrif út í þjóðfélagið.
Við skulum síðan ekki gleyma því að fólk er hugmyndaríkt og skapar sér hin fjölbreyttustu störf. Hellingur af einstaklingum hefur orðið lifibaruð af alls konar þjónustu sem áður var ekki til og mér finnst það frábært. Velflest fyrirtæki byrja smátt og ef þau eru heppin dafna þau og stækka. Önnur gera það ekki og það er ekkert óeðlilegt við það.
Vonandi eru hér í Hveragerði fjölmargir dugnaðarforkar sem eru til í að skapa sér og sínum atvinnu með fjölbreyttum hætti. Bæjarstjórn hefur ávallt staðið við bakið á slíkum aðilum og mun gera það áfram.
Atvinnustefna Hveragerðisbæjar 2015-2022 var samþykkt í tveimur umræðum í bæjarstjórn í september og október 2015. Áður hafði hún verið til umfjöllunar í öllum nefndum bæjarins og í bæjarráði auk þess sem haldinn var opinn íbúafundur þar sem kallað var eftir sjónarmiðum og skoðunum almennings. Atvinnuráðgjafi frá SASS, Þórarinn Sveinsson, hafði yfirumsjón með gerð stefnunnar og skilaði þessi vinna ágætum afrakstri og heilmikilli umræðu. Ákveðið var að fram færi stöðumat á árangri árið 2018. Það hefur hins vegar farist fyrir að setja stefnuna á netið þar sem Þórarinn hætti fljótlega eftir þetta hjá SASS og við vorum ekki með fylgiskjölin á tölvutæku formi, eins undarlegt og það nú er og því gleymdist þetta hreinlega. Í dag er ég að láta SASS leita að þessum gögnum en annars verður hreinlega að skrifa þetta upp aftur svo hægt sé að birta þetta á netinu. Allir bæjarfulltrúar eiga aftur á móti að eiga þetta skjal í sínum gögnum enda engin leynd yfir þessari atvinnustefnu.
Mér finnst reyndar líka rétt að benda á í þessari umræðu að það er ekki bæjarstjórnar að stofna til atvinnurekstrar.
Bæjarstjórn skapar skilyrði og aðstöðu til að einstaklingar og fyrirtæki geti skapað hér störf. Það hefur verið gert.
Búið er að vinna nýtt aðalskipulag og þar er víða gert ráð fyrir uppbyggingu á atvinnusvæðum. Búið er að deiliskipuleggja iðnaðarlóðir hér fyrir neðan þjóðveg og þar er þegar búið að úthluta þremur lóðum og væntanlega hefjast þar framkvæmdir á vormánuðum.
Flutningur bæjarskrifstofunnar skapaði grundvöll til atvinnusköpunar í verslunarmiðstöðinni þar sem Almar bakari gat stækkað umtalsvert og þar með skapað fleiri störf. Einnig urðu þá til tvö rými sem hver sem er getur nú fengið leigt undir fjölbreytta starfsemi.
Sú staðreynd að Hveragerðisbær ákvað að skipta um endurskoðunarfyrirtæki skapaði 3 störf fagmanna á sviði fjármála hér í Hveragerði.
Hveragerðisbær vann í því að hér yrði staðsett skrifstofa Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings en þar eru nú að mig minnir 9 störf fagmanna á sviði fræðslu- og velferðar. Nú erum við hefja viðræður um að þar bætist við 3 störf sérfræðinga á sviði uppeldismála. Vonumst við til að það geti gengið eftir.
Bara eitt lítið dæmi er vöxtur Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands en þar eru nú nokkrir starfsmenn á ársgrunni sem sinna bæði Upplýsingamiðstöðinni og Hveragarðinum þar sem áður var einn starfsmaður.
Hér er ég ekki að telja þau störf sem orðið hafa til á vegum einkaaðila í Hveragerði. Þar held ég að Almar fari hvað fremstur í flokki í sínu glæsilega bakaríi en einnig hefur Hótel Örk vaxið umtalsvert en mér skilst að með nýrri viðbyggingu verði þar til um 15 ný störf. Nýjasta dæmið er síðan starfsemi sjúkraþjálfaranna þriggja sem hér eru að hefja störf í vor. Allt er þetta atvinnuskapandi og hefur margfeldi áhrif út í þjóðfélagið.
Við skulum síðan ekki gleyma því að fólk er hugmyndaríkt og skapar sér hin fjölbreyttustu störf. Hellingur af einstaklingum hefur orðið lifibaruð af alls konar þjónustu sem áður var ekki til og mér finnst það frábært. Velflest fyrirtæki byrja smátt og ef þau eru heppin dafna þau og stækka. Önnur gera það ekki og það er ekkert óeðlilegt við það.
Vonandi eru hér í Hveragerði fjölmargir dugnaðarforkar sem eru til í að skapa sér og sínum atvinnu með fjölbreyttum hætti. Bæjarstjórn hefur ávallt staðið við bakið á slíkum aðilum og mun gera það áfram.