11. apríl 2018
Skrifborðsdagur í rigningunni. Kláraði ýmisleg og kom öðru í ferli. Núna er til dæmis farin út auglýsing um ævintýranámskeið sumarsins sem Elín Ester og Jóhanna sáu um að gera. Um að gera að foreldrar skrái börn sín á námskeiðin sem allra fyrst en þetta hafa verið lífleg og skemmtileg námskeið þar sem krakkarnir kljást við fjölbreytt verkefni.
Við Helga hittum aðila vegna heimasíðu sveitarfélagsins sem þarfnast orðið uppfærslu. Við munum skoða það betur á næsta fundi bæjarráðs.
Opnuð voru tilboð í götuna Vorsabæ í dag en þar var fyrirtækið Aðalleið lægstbjóðandi. Nú þarf sú framkvæmd að komast í gang hið allra fyrsta.
Við Helga hittum aðila vegna heimasíðu sveitarfélagsins sem þarfnast orðið uppfærslu. Við munum skoða það betur á næsta fundi bæjarráðs.
Opnuð voru tilboð í götuna Vorsabæ í dag en þar var fyrirtækið Aðalleið lægstbjóðandi. Nú þarf sú framkvæmd að komast í gang hið allra fyrsta.
Comments:
Skrifa ummæli