9. apríl 2018
Afbragðs dagur á skrifstofunni. Lagði lokahönd á nýjar úthlutunarreglur vegna lóða hér í Hveragerði og fékk fínar ábendingar frá bæði Jóni Friðriki og Guðmundi við þá vinnu. Þær verða lagðar fyrir bæjarstjórn á fundi á fimmtudaginn. Kláraði einnig reglur um notkun byggðamerkis Hveragerðisbæjar sem líka fara fyrir bæjarstjórnarfundinn. Á þeim sama fundi verður ársreikningur lagður fram og þónokkur fjöldi annarra stórra mála. Það er nóg að gera enda vor í lofti og allt að fara í gang.
Tveir tímar í ræktinni síðdegis og labbað fram og til baka í vinnuna. Þetta eru 440 metrar og ég er um 5 mínútur að rölta þetta. Merkilegt að ég skuli yfirleitt hreyfa bílinn :-)
Tveir tímar í ræktinni síðdegis og labbað fram og til baka í vinnuna. Þetta eru 440 metrar og ég er um 5 mínútur að rölta þetta. Merkilegt að ég skuli yfirleitt hreyfa bílinn :-)
Comments:
Skrifa ummæli