31. maí 2016
Boðaður hefur verið aukafundur í bæjarstjórn næstkomandi fimmtudag þar sem eina málið á dagskrá er ráðning skólastjóra Grunnskólans. Það er mikilvægt að nýr stjórnandi nái að heilsa upp á starfsmannahópinn áður en allir fara í sumarfrí og því var gripið til þess ráðs að halda þennan aukafund til að ná því. Bæjarráð verður einnig á sínum stað þennan fimmtudag svo það var nóg að gera í morgun að koma út fundarboðum. Það eru reyndar ekki margir liðir á dagskrá bæjarráðs enda var fundur í ráðinu í síðustu viku.
Eftir hádegi í dag hittist stjórn þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi. Þessa stjórn skipar sú sem þetta ritar, Ásta í Árborg sem er formaður og Ásgeir, sveitarstjóri í Mýrdal. Fínn hópur sem vinnur vel saman. Í kjölfar okkar fundar hófst vorfundur Bergrisans sem fulltrúar allra sveitarfélaganna á Suðurlandi sóttu. Bergrisinn er byggðasamlag stofnað í kringum málefni fatlaðs fólks þegar sá málaflokkur fluttist yfir til sveitarfélaganna. Allur þessi sami hópur fór síðan yfir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem Herdís, forstjóri, hafði boðað fulltrúa sveitarfélaganna til fundar um alvarlegan rekstrarvanda stofnunarinnar. Fór hún skilmerkilega yfir stöðuna en ljóst er að bregðast þarf við ef ekki á að koma til afdrifaríks niðurskurðar á þjónustu.
Kíkti á skrifstofuna síðdegis þar til ég fór í rigningunni og rokinu á vorhátíð leikskólanna. Það var mikið fjör og gaman en óneitanlega setti hundleiðinlegt veður strik í reikninginn !
Var aldrei þessu vant komin heim um kl. 18 og átti því allt kvöldið í rólegheitum heima. Albert Ingi er að fara í útskriftarferð til Spánar á morgun og því var það kærkomið að geta lagt honum lífsreglurnar og aðstoðað við að pakka - er ekki alveg viss um hvort að hann var jafn ánægður :-)
Afmælisdrengur dagsins er Albert Ingi sem er tvítugur í dag. Í gær átti Lárus Ingi afmæli - hann er aðeins eldri een Albbert !
Afmælisdrengur dagsins er Albert Ingi sem er tvítugur í dag. Í gær átti Lárus Ingi afmæli - hann er aðeins eldri een Albbert !
30. maí 2016
Undanfarnir dagar hafa verið annasamir með afbrigðum og mikið gengið á.
Í síðustu vikur þurfti ég að fara til Reykjavíkur á fundi á hverjum einasta degi en það er fátt sem slítur dagana eins kröftuglega í sundur og það! Það var fundur í stjórn Sambandsins, í Ferðamálaráði, viðtöl við umsækjendur um stöðu skólastjóra og ýmislegt annað. Á föstudaginn var ég gestur þáttarins Gömlu góðu lögin á Útvarpi Sögu og var það nokkuð skondin upplifun. En samt gaman og vonandi góð auglýsing fyrir Hveragerði. Guðmundur, 85 ára gamall, föðurbróðir minn sagði mér að hann hefði heyrt í mér í upphafi þáttarins en verið snöggur að skipta um stöð, taldi næsta öruggt að ég myndi ekki tala um neitt annað en Hveragerði, blóm og sýningar og á það ætlaði hann sko ekki að hlusta :-) Reyndar var þetta hárrétt hjá honum !
Í vikunni var ég skipuð nýr formaður ráðgjafarnefnar Orkusjóðs en sá sjóður útdeilir styrkjum sem eiga að styðja við orkusparnað og það að skipt sé úr mengandi og dýrari orkugjöfum í aðra sjálfbærari. Hitti Guðna orkumálastjóra og Jakob Björnsson sem er starfsmaður sjóðsins á fundi í liðinni viku og fórum við yfir hlutverk nefndarinnar. Þetta verður án vafa spennandi verkefni.
Helgin var yndisleg en á laugardaginn útskrifaðist Albert Ingi sem stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni. Hreint dásamleg athöfn og gaman að sjá hversu samheldinn og flottur þessi hópur útskriftarnema er. Við héldum veislu fyrir hann um kvöldið og síðan var stúdentinum skutlað á Selfoss þar sem skemmtanin hélt áfram fram eftir nóttu. Þetta er mikill áfangi fyrir ungt fólk og því sjálfsagt að fagna með eftirminnilegum hætti.
Í dag mánudag átti ég góðan fund með Jóhönnu menningar og frístundafulltrúa þar sem við fórum yfir verkefnin framundan. Hún er svo öflug að hún er þegar búin að flestu því sem við ákváðum á fundinum.
Eftir hádegi fylgdum við svo Ragnhildi Magnúsdóttir frá Gýgjarhólskoti síðasta spölinn. Það var falleg athöfn í hennar anda en óneitanlega er það sérstakt að þau skuli bæði hafa yfirgefið þetta jarðlíf, hjónin, á örskömmum tíma.
Meirihlutafundi í kvöld var ekki hægt að hagga svo ég missti af afar fjölmennum og skemmtilegum fundi Guðna Th sem haldinn var hér í Hveragerði í kvöld. Hefði gjarnan viljað heyra í Guðna en við vorum saman í nefnd fyrir nokkru, ráðgjafahópi um Evrópusambandsaðild Íslendinga.
17. maí 2016
Ætla að taka mér frí frá blogg skrifum fram yfir næstu helgi. Sjáumst hér næst þann 22. maí !
12. maí 2016
Fór yfir ýmislegt er varðar ráðningu skólastjóra en staða skólastjóra var auglýst laus til umsóknar nú nýverið og mun viðtöl fara fram í næstu viku. Átti einnig langt og gott samtal við Fanneyju skólastjóra um þau mál sem hæst ber í augnablikinu. Hún er að vinna að ýmsum málum m.a. uppsetningu á aðstöðu fyrir hjólabretti í samvinnu við Jóhönnu íþrótta og frístundafulltrúa. Að breytingum á efri hæð mjólkurbúsins þar sem skólafólk er með mjög skemmtilegar hugmyndir. Einnig er verið að ráða fólk til starfa fyrir næsta skólaár sem ávallt er krefjandi verkefni.
Undirbjó síðan fund bæjarstjórnar sem haldinn var síðdegis. Þar voru ýmis stór mál tekin til afgreiðslu en þar bar vafalaust hvað hæst að samþykkt var að hefja vinnu við innlausn Friðarstaða og spildu úr landi Vorsabæjar í samræmi við ákvæði byggingarbréfs frá árinu 1947 og þau lög sem um slíkt gilda.
Undirbjó síðan fund bæjarstjórnar sem haldinn var síðdegis. Þar voru ýmis stór mál tekin til afgreiðslu en þar bar vafalaust hvað hæst að samþykkt var að hefja vinnu við innlausn Friðarstaða og spildu úr landi Vorsabæjar í samræmi við ákvæði byggingarbréfs frá árinu 1947 og þau lög sem um slíkt gilda.
Í ljósi þessa samþykkti bæjarstjórn að það ferli sem nú er
hafið vegna innheimtu dagssekta verði stöðvað þar til niðurstaða matsmanna
liggur fyrir. Innheimta dagsekta mun aftur á móti hefjast á ný reynist ferlið við innlausn
árangurslaust.
Eftir bæjarstjórnarfund var fundur allra bæjarfulltrúa sem stóð til rétt tæplega 22:00. Þetta var stórskemmtilegt og bæði gaman og gagnlegt að fara svona ítarlega yfir fjölmörg mál sem í gangi eru. Við erum öll kosin af bæjarbúum til að gæta hagsmuna þeirra og það gerum við best með góðu samstarfi þar sem við ræðum okkur niður á niðurstöður.
11. maí 2016
Átti góðan fund með Sigurrósu og Þórunni sem sjáum frístundaskólann fyrir yngsu börninr. Þær gerðu grein fyrir starfsemi vetrarins þeim hugmyndum sem þær hafa um framhaldið. Skemmtilegt og líflegar konur sem eru að gera góða hluti.
Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur, kom hér til fundar og kynnti fyrir mér efni sem hún hafði unnið vegna starfa sinna hér í Hveragerði og kynnti á ráðstefnu nú nýlega. Afar athyglisvert efni en Þóra Sæunn hefur unnið afskaplega gott starf hér í Hveragerði.
Átti góðan fund með Helgu,skrifstofustjóra, þar sem við rifjuðum upp nokkur atriði tengd bókhaldi bæjarins en hún er á leiðinni í frí og verður í burtu í 3 vikur. Það þýðir að ég verð að samþykkja reikninga á meðan sem ég geri annars aldrei :-)
Síðdegis vorum við Halldór Halldórsson gestir stjórnarfundar umhverfis og samgöngunefndar Sjálfstæðisflokksins. Þar fórum við yfir sveitarstjórnarmál með stjórnarmönnum.
Það var óvanalega gaman að taka þátt í þessum fundi en þarna er hún Laufey mín formaður. Hún stendur sig afskaplega vel og á framtíðina fyrir sér í þessu.
Kíktum við á Barnaspitalanum en þar liggur hún Vigdís hennar Sigurbjargar systur minnar núna Hún greindist með sykursýki 1 í vikunni svo nú er hún og fjölskylda hennar að læra á lífið með þessum nýju áskorunum. Þetta er ekki alveg einfalt þegar maður er nýorðin 6 ára en hún er ósköp dugleg þessi elska. Á myndinni er hún að æfa sig að stinga í puttann á Laufeyju stóru frænku sinni :-)
10. maí 2016
Undirbjó fund bæjarstjórnar á fimmtudaginn en þar á meðal annars að taka til síðari umræðu bæði ársreikning bæjarins og jafnréttisáætlun. Einnig er þar lagt fram bréf frá lögmanni ábúenda á Friðarstöðum þar sem óskað er eftir viðræðum um að Hveragerðisbær leysi til sín erfðafestuna sem hvílir á jörðinni. Hveragerðisbær hefur aftur á móti átt jörðina frá árinu 1986.
Á fundi bæjarstjórnar eru einnig athyglisverðar fundargerðir til dæmis frá undirbúningshópi Landsmóts 50+ sem halda á hér í Hveragerði sumarið 2017.
En fundamaraþon dagsins byrjaði kl. 12:30 og stóð óslitið til kl. 18:00.
Fyrst hitti ég aðila sem hafa verið áberandi í listalífinu og hafa áhuga á að sækja sér frekara nám á því sviði. Það er afskaplega ánægulegt hversu margir íbúar Hveragerðisbæjar eru starfandi í hinum skapandi greinum og við erum sem bæjarfélag þakklát þeim einstaklingum fyrir það hversu mjög þeir auðga menningarflóru okkar hinna !
Næst hitti ég Martein Þórsson, kvikmyndagerðarmann, sem hér býr ásamt konu sinni Guðrúnu Evu Mínervudóttur og áttum við afar gott spjall um ýmislegt sem er á döfinni hjá honum bæði tengt kvikmyndum og ýmsum öðrum verkefnum.
Halldór Jensson frá Reitum kom hingað til fundar og áttum við góðan fund um málefni er lúta að starfsemi og kannski enn frekar staðsetningu bæjarskrifstofunnar. Held að við höfum náð afar góðri lendingu á okkar málum sem verður fróðlegt að sjá hvort að fái brautargengi hjá okkar fólki.
Fundur starfshóps um byggingu leikskóla varð ansi langur í lok dags en þar fór Hermann Ólafsson yfir teikningar sínar af lóð leikskólans en hann vinnur þar heilmikið með listir og skapandi leik. Mjög skemmtilegar hugmyndir. Sigurlaug frá ASK arkitektum kynnti síðan teikningar að útliti hússins bæði að innan sem utan en nú er sú vinna að komast á lokastig og við tekur vinna að hönnunar- og útboðsgögnum. Við leggjum áherslu á að útboð framkvæmdarinnar fari fram eigi síðar en í ágúst eigi markmið okkar um opnun leikskólans haustið 2017 að nást.
Eurovision hittingur stórfjölskyldunnar á Iðjumörkinni - spurning hvort við hittumst aftur á laugardaginn ?
Á fundi bæjarstjórnar eru einnig athyglisverðar fundargerðir til dæmis frá undirbúningshópi Landsmóts 50+ sem halda á hér í Hveragerði sumarið 2017.
En fundamaraþon dagsins byrjaði kl. 12:30 og stóð óslitið til kl. 18:00.
Fyrst hitti ég aðila sem hafa verið áberandi í listalífinu og hafa áhuga á að sækja sér frekara nám á því sviði. Það er afskaplega ánægulegt hversu margir íbúar Hveragerðisbæjar eru starfandi í hinum skapandi greinum og við erum sem bæjarfélag þakklát þeim einstaklingum fyrir það hversu mjög þeir auðga menningarflóru okkar hinna !
Næst hitti ég Martein Þórsson, kvikmyndagerðarmann, sem hér býr ásamt konu sinni Guðrúnu Evu Mínervudóttur og áttum við afar gott spjall um ýmislegt sem er á döfinni hjá honum bæði tengt kvikmyndum og ýmsum öðrum verkefnum.
Halldór Jensson frá Reitum kom hingað til fundar og áttum við góðan fund um málefni er lúta að starfsemi og kannski enn frekar staðsetningu bæjarskrifstofunnar. Held að við höfum náð afar góðri lendingu á okkar málum sem verður fróðlegt að sjá hvort að fái brautargengi hjá okkar fólki.
Eurovision hittingur stórfjölskyldunnar á Iðjumörkinni - spurning hvort við hittumst aftur á laugardaginn ?
9. maí 2016
Nóg um að vera um helgina. Steinar fagnaði 50 árunum með glæsilegri veislu þar sem setið var úti í sól og sumaryl. Berglind Hofland bauð til fjörugrar kvöldveislu í tilefni af 45 ára afmælinu sínu. Listamaðurinn Mýrmann opnaði glæsilega sýningu í Gallerí Fold. Mæðradagsgangan var fjölmenn og skemmtileg. Nýja handverksbakaríið að Kambahrauni 3, Litla brauðstofan, er afskaplega vel lukkað og kvöldhittingur hjá MA systum klikkar aldrei.
Allt jafn skemmtilegt og gaman að hitta allt þetta yndislega fólk.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók um helgina...
Allt jafn skemmtilegt og gaman að hitta allt þetta yndislega fólk.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók um helgina...
Dörthe og Jens í Litlu brauðstofunni að Kambahrauni 3.
Víðir kallar sig Mýrmann og sýnir nú glæsilegar myndir í Galleí Fold við Rauðarárstíg.
Félagi Steinar hélt frábæra veislu í yndislegu veðri.
Afmælisbarnið hún Linda náðist ekki á mynd en við hér fyrir ofan vorum hressar í tjaldinu...
6. maí 2016
Vaknaði á undan klukkunni kl. 5:30 í morgun, greinilega svona spennt að mæta í zumba kl. 6:00. Þetta er auðvitað ekki alveg heilbrigt :-)
Átti fund í morgun með aðila sem er að þróa hugmynd sem líkist Eden. Það gæti verið spennandi fyrir Hveragerði svo að ég ákvað að bjóða henni að kynna hugmyndina fyrir bæjarfulltrúum á undan næsta bæjarstjórnarfundi. Maður veit aldrei hvaða hugmynd slær í gegn.
Hitti Gísla Pál, forstjóra í Mörkinni í Reykjavík, en hann er ný tekinn við sem formaður í Listvinafélagi Hveragerðis. Það verður gaman að vinna með honum aftur en við byrjuðum hér saman í sveitarstjórn og aldrei hefur borið skugga á okkar vináttu síðan. Hann mun án vafa verða öflugur sem formaður félagsins og nú er ljóst að útisýning um skáldin okkar sem planað er að verði sett upp í listigarðinum verður að veruleika. Gísli Páll klárar nefnilega alltaf allt sem hann tekur að sér. Það er ómetanlegur kostur.
Eftir hádegi átti ég fund með Sigurði og Halldóri Hróar í Feng þar sem þeir sýndu mér fyrirtækið en nú er verið að setja upp vélbúnað til að vinna úr baggaplasti sem þeir feðgar safna hjá bændum. Þeir hafa náð góður árangri með úrvinnslu plastsins sem þeir selja á erlendan markað. Þarna framleiða þeir einnig undirburð undir húsdýr úr vörubrettum og öðru timbri. Sífellt er síðan að bætast í flóruna hjá þessu framsækna fyrirtæki.
Hér sjáið þið sýnishorn af framleiðslunni ...
Fór síðan með mörgum öðrum í Hveragarðinn til að skoða aðstæður vegna goshversins sem við viljum gjarnan koma upp í maí, Hann verður skemmtileg viðbót við Hveragarðinn og mun vonandi vekja athygli.
Var ein heima svo ég notaði tækifærið og vann frameftir. Sendi tvær umsóknir um styrki í verkefni tengd afmæli Hveragerðisbæjar, skrifaði greinar í blað, svaraði tölvupóstum og skipulagði fundi í næstu viku.
Á morgun verður nóg um að vera ! Afmæli i hádeginu og einnig annað kvöld og um miðjan daginn er opnun myndlistarsýningar Mýrmanns í Gallery Fold sem við ætlum ekki að missa af.
5. maí 2016
Notuðum þennan yndislega frídag í að skoða Stokkseyri, já, það er nefnilega alveg hægt og meira að segja mjög gaman ! Byrjuðum í fjörunni þar sem við leituðum ásamt Haraldi árangurslaust að kröbbum. Fórum svo í sund þar sem við vorum alein í lauginni. Veiðisafnið vakti svo ómælda aðdáun hjá yngsta manninum í hópnum. Spurning reyndar hvort hann muni ná sér á áfallinu yfir því að sjá öll þessi hálfu dýr ! ! ! En hann elskað langmest lítinn selkóp enda var hann aleinn og móðurlaus á gólfinu. Haraldur lagðist við hliðina á honum og ætlaði bara að vera hjá aumingja yfirgefna selnum :-) Það er komið nýtt kaffihús á Stokkseyri og þar er hægt að fá frábærar heimabakaðar brauðbollur, snilld ! Enduðum síðan strandferðina á heimsókn til Magnúsar Karels þar sem við keyptum gos og lakkrís rör meðal annars. Við mæðgur vildum endilega fá mynd af okkur með goðsögninni :-)
---------------
Var að lesa DV og þar birtist enn eitt viðtalið við flóttamann sem á að senda úr landi eftir að hafa verið hér á landi í níu mánuði. Hann verður sendur til Frakklands þar sem þúsundir flóttamanna hírast við ömurleg kjör í tjaldbúðum í Calais. Ég held að við þurfum að skoða betur aðstæður fólks og ástæður þess að það sækir hér um hæli áður en við vísum þeim úr landi sérstaklega þar sem við vitum að það sem bíður þeirra er ömurleg tilvera og skýlaus brot á mannréttindum. Við eigum síðan að gera allt sem hægt er til að hraða málsmeðferð til að fólk sé ekki búið að skjóta hér rótum og eygja von um betra líf þegar við rífum það upp og rekum úr landi.
Afar fróðlegur fundur í Innanríkisráðuneytinu í morgun þar sem nefnd um stefnumörkun og úrbætur á sveitarstjórnarstiginu hittist. Fengum afar fróðlegan fyrirlestur þar sem farið var yfir tekjumöguleika og útgjöld sveitarfélaganna og þar áskoranir sem sveitarfélög og ríki standa frammi fyrir. Það er alveg ljóst að þessir þættir eru misjafnir á milli sveitarfélaga.
Sem dæmi má nefna að útsvarsstofninn er afar ójafn eftir sveitarfélögum og getur verið frá 2 mkr á íbúa og að 4 mkr á mann. Ennþá meiri er munurinn þegar fjallað er um stofn fasteigna í flokki A en þar getur stofn fasteigna í A flokki (íbúðarhús og frístundabyggð) numið allt frá 4 mkr pr. íbúa og allt að 100 mkr pr. íbúa. Það er augljóst að þarna er viða pottur brotinn
Fékk í dag afar gagnlegar upplýsingar sem lúta að uppruna tekna íbúa. Þá kom í ljós að 41,8% launþega sem eiga lögheimili í Hveragerði vinna hjá lögaðilum sem skráðir eru í bæjarfélaginu. Það eru semsagt mun fleiri en ég hafði gert ráð fyrir sem vinna utan Hveragerðis.
Síðdegis fór sundleiikfimin í sína árlegu vorferð. Ég fékk að fara með þrátt fyrir að þátttakan mín vetur einskorðaðist við eina ferð í heita pottinn. Hef verið upptekin annars staðar :)
En mikið var þetta skemmtileg ferð, svamlað lengi í dýrlegu Gömlu lauginni á Flúðum áður en haldið var í grillveislu hjá Sigurveigu og Gísla í Bláskógabyggð og endað í eftirrétti í unaðsreitnum þeirra Stennu og Garðars á Spóastöðum. Frábær hópur og góður dagur.
3. maí 2016
Fundur í morgun með stjórnendum bæjarins. Þar fórum við yfir niðurstöðu ársreiknings 2015, framkvæmdir sem framundan eru, hátíðir sumarsins og það sem hæst ber á hverri stofnun fyrir sig.
Fór á rúntinn til að skoða staðsetningu á nýju upplýsingaskilti sem setja á upp við Breiðumörkina. Væntanlega þarf örlítið að færa til götukort Lions til að hitt komist fyrir. Á nýja skiltinu verða upplýsingar um alla ferðatengda þjónustu í bæjarfélaginu. Allir með eins skilti sem gera grein fyrir þeirri þjónustu sem veitt er og vegalengd að viðkomandi stað. Með þessu móti vonumst við til að laus skilti á víð og dreif við innkeyrsluna í bæinn heyri sögunni til. Kíktum einnig við í Hveragarðinum þar sem við fundum stað fyrir goshverinn góða sem á að koma þar upp í þessum mánuði. Verður spennandi að fylgjast með þeirri vinnu. Í inngangshúsinu stefnir í flotta uppskeru á næstunni en vínberjaklasar hanga þar út um allt, bananar eru í þroskaferli og tómatarnir dafna vel. Ólífutréð er einstaklega fallegt svo kannski fáum við ólífur líka...
Fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins í hádeginu í dag. Tíminn í bílnum var nýttur vel til vinnu en síminn er mikið þarfaþing...
Síðdegis var nóg að gera við að fara yfir reikninga, lesa tölvupósta og svara erindum áður en ég hitti einn góðan íbúa en við höfðum ákveðið að spjalla yfir kökusneið hjá Almari bakara. Þaðan fórum við yfir á bókasafnið þar sem Laddi skemmti viðstöddum af sinni alkunnu snilld. Grímur Gíslason formaður kjördæmisráðs mætti síðan á fund með stjórn Sjálfstæðisfélagsins og bæjarfulltrúum til að ræða kosningarnar framundan. Það er nokkuð ljóst að það verður þéttskipuð dagskrá næstu mánuði...
Var gestur á lokafundi Lionessu klúbbsins hér í Hveragerði í kvöld. Sagði ég þar frá því hvernig hefði verið að alast upp hér í Hveragerði. Mér fannst gaman að fá að segja frá mínum minningum en óneitanlega hefur bæjarfélagið tekið risa breytingum á þessum árum sem liðin eru. Skemmtilegt kvöld sem endaði með glæsilegu kökuborði...
Verð síðan að mæta í zumba í fyrramálið til að dansa af mér allar þessar kökur ...... Verst að tíminn er kl. 6:00 ! ! !
2. maí 2016
Það eru nú meiri ósköpin hvað tíminn er fljótur að líða. Maður missir sjónar á þessu bloggi eitt einasta augnablik og skyndilega er kominn nýr mánuður og haugur af dögum floginn framhjá...
Kom heim lasin frá Kýpur fyrir rúmri viku. Það er nú að verða regla frekar en undantekning að ég lendi í því. Ótrúlega ergilegt ! Er rétt að skríða saman og mætti í fyrsta tímann í ræktinni í dag. Fann vel fyrir því að hafa ekki mætt í næstum hálfan mánuð !
En dagurinn í dag var nokkuð drjúgur á skrifstofunni. Fundur í morgun varðandi Blóm í bæ en þar erum við að skipuleggja sérstaka sýningu sem gera mun blómum í híbýlum okkar síðastliðin 70 ár skil. Þetta er frekar flókið í framkvæmd en vonandi komumst við á réttu brautina í morgun. Hittum nefnilega hana Auði Ottesen, ritstjóra Sumarhússins og garðsins og Hvergerðing með meiru og að loknum þeim fundi er ljóst að hún er tilbúin til að vera okkur innan handar hvað þetta verkefni varðar. Er því í góðum höndum núna að því að ég tel og nokkuð ljóst að þessi sýning verður ekki bara að veruleika heldur verður hún stórglæsileg sýnist mér.
Eftir hádegi átti ég góðan fund með leikskólastjórum varðandi biðlistann. Öll börn sem verða 18 mánaða í haust og þegar eru komin á biðlistann munu fá boð um leikskólavistun. Hvenær það nákvæmlega verður fer eftir þvi hvenær elstu börnin hætta. Í sumar mun verða í boði fyrir þann hóp ævintýranámskeið sem er gjaldfrjálst og á ég von á því að skólahópur leikskólans muni vilja taka þátt í því skemmtilega starfi.
Átti einnig góðan fund með Maríu, yfirmanni skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Fórum við yfir málefni daggæslunnar og dagforeldra en hér eru nú starfandi þrír dagforeldrar. Margt mun breytast við tilkomu nýs leikskóla sem hýsa mun 130 börn. Augljóst er að ekki mun af veita.
Hvergerðingar eru nú 2.463, hefur fækkað um 3 frá því fyrir mánuði en um 83 á síðustu 12 mánðum eða um 3,49%. Það verður að teljast dágóð fjölgun...
Kom heim lasin frá Kýpur fyrir rúmri viku. Það er nú að verða regla frekar en undantekning að ég lendi í því. Ótrúlega ergilegt ! Er rétt að skríða saman og mætti í fyrsta tímann í ræktinni í dag. Fann vel fyrir því að hafa ekki mætt í næstum hálfan mánuð !
En dagurinn í dag var nokkuð drjúgur á skrifstofunni. Fundur í morgun varðandi Blóm í bæ en þar erum við að skipuleggja sérstaka sýningu sem gera mun blómum í híbýlum okkar síðastliðin 70 ár skil. Þetta er frekar flókið í framkvæmd en vonandi komumst við á réttu brautina í morgun. Hittum nefnilega hana Auði Ottesen, ritstjóra Sumarhússins og garðsins og Hvergerðing með meiru og að loknum þeim fundi er ljóst að hún er tilbúin til að vera okkur innan handar hvað þetta verkefni varðar. Er því í góðum höndum núna að því að ég tel og nokkuð ljóst að þessi sýning verður ekki bara að veruleika heldur verður hún stórglæsileg sýnist mér.
Eftir hádegi átti ég góðan fund með leikskólastjórum varðandi biðlistann. Öll börn sem verða 18 mánaða í haust og þegar eru komin á biðlistann munu fá boð um leikskólavistun. Hvenær það nákvæmlega verður fer eftir þvi hvenær elstu börnin hætta. Í sumar mun verða í boði fyrir þann hóp ævintýranámskeið sem er gjaldfrjálst og á ég von á því að skólahópur leikskólans muni vilja taka þátt í því skemmtilega starfi.
Átti einnig góðan fund með Maríu, yfirmanni skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Fórum við yfir málefni daggæslunnar og dagforeldra en hér eru nú starfandi þrír dagforeldrar. Margt mun breytast við tilkomu nýs leikskóla sem hýsa mun 130 börn. Augljóst er að ekki mun af veita.
Hvergerðingar eru nú 2.463, hefur fækkað um 3 frá því fyrir mánuði en um 83 á síðustu 12 mánðum eða um 3,49%. Það verður að teljast dágóð fjölgun...