12. maí 2016
Fór yfir ýmislegt er varðar ráðningu skólastjóra en staða skólastjóra var auglýst laus til umsóknar nú nýverið og mun viðtöl fara fram í næstu viku. Átti einnig langt og gott samtal við Fanneyju skólastjóra um þau mál sem hæst ber í augnablikinu. Hún er að vinna að ýmsum málum m.a. uppsetningu á aðstöðu fyrir hjólabretti í samvinnu við Jóhönnu íþrótta og frístundafulltrúa. Að breytingum á efri hæð mjólkurbúsins þar sem skólafólk er með mjög skemmtilegar hugmyndir. Einnig er verið að ráða fólk til starfa fyrir næsta skólaár sem ávallt er krefjandi verkefni.
Undirbjó síðan fund bæjarstjórnar sem haldinn var síðdegis. Þar voru ýmis stór mál tekin til afgreiðslu en þar bar vafalaust hvað hæst að samþykkt var að hefja vinnu við innlausn Friðarstaða og spildu úr landi Vorsabæjar í samræmi við ákvæði byggingarbréfs frá árinu 1947 og þau lög sem um slíkt gilda.
Undirbjó síðan fund bæjarstjórnar sem haldinn var síðdegis. Þar voru ýmis stór mál tekin til afgreiðslu en þar bar vafalaust hvað hæst að samþykkt var að hefja vinnu við innlausn Friðarstaða og spildu úr landi Vorsabæjar í samræmi við ákvæði byggingarbréfs frá árinu 1947 og þau lög sem um slíkt gilda.
Í ljósi þessa samþykkti bæjarstjórn að það ferli sem nú er
hafið vegna innheimtu dagssekta verði stöðvað þar til niðurstaða matsmanna
liggur fyrir. Innheimta dagsekta mun aftur á móti hefjast á ný reynist ferlið við innlausn
árangurslaust.
Eftir bæjarstjórnarfund var fundur allra bæjarfulltrúa sem stóð til rétt tæplega 22:00. Þetta var stórskemmtilegt og bæði gaman og gagnlegt að fara svona ítarlega yfir fjölmörg mál sem í gangi eru. Við erum öll kosin af bæjarbúum til að gæta hagsmuna þeirra og það gerum við best með góðu samstarfi þar sem við ræðum okkur niður á niðurstöður.
Comments:
Skrifa ummæli