9. maí 2016
Nóg um að vera um helgina. Steinar fagnaði 50 árunum með glæsilegri veislu þar sem setið var úti í sól og sumaryl. Berglind Hofland bauð til fjörugrar kvöldveislu í tilefni af 45 ára afmælinu sínu. Listamaðurinn Mýrmann opnaði glæsilega sýningu í Gallerí Fold. Mæðradagsgangan var fjölmenn og skemmtileg. Nýja handverksbakaríið að Kambahrauni 3, Litla brauðstofan, er afskaplega vel lukkað og kvöldhittingur hjá MA systum klikkar aldrei.
Allt jafn skemmtilegt og gaman að hitta allt þetta yndislega fólk.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók um helgina...
Allt jafn skemmtilegt og gaman að hitta allt þetta yndislega fólk.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók um helgina...
Dörthe og Jens í Litlu brauðstofunni að Kambahrauni 3.
Víðir kallar sig Mýrmann og sýnir nú glæsilegar myndir í Galleí Fold við Rauðarárstíg.
Félagi Steinar hélt frábæra veislu í yndislegu veðri.
Afmælisbarnið hún Linda náðist ekki á mynd en við hér fyrir ofan vorum hressar í tjaldinu...
Comments:
Skrifa ummæli