5. maí 2016
Afar fróðlegur fundur í Innanríkisráðuneytinu í morgun þar sem nefnd um stefnumörkun og úrbætur á sveitarstjórnarstiginu hittist. Fengum afar fróðlegan fyrirlestur þar sem farið var yfir tekjumöguleika og útgjöld sveitarfélaganna og þar áskoranir sem sveitarfélög og ríki standa frammi fyrir. Það er alveg ljóst að þessir þættir eru misjafnir á milli sveitarfélaga.
Sem dæmi má nefna að útsvarsstofninn er afar ójafn eftir sveitarfélögum og getur verið frá 2 mkr á íbúa og að 4 mkr á mann. Ennþá meiri er munurinn þegar fjallað er um stofn fasteigna í flokki A en þar getur stofn fasteigna í A flokki (íbúðarhús og frístundabyggð) numið allt frá 4 mkr pr. íbúa og allt að 100 mkr pr. íbúa. Það er augljóst að þarna er viða pottur brotinn
Fékk í dag afar gagnlegar upplýsingar sem lúta að uppruna tekna íbúa. Þá kom í ljós að 41,8% launþega sem eiga lögheimili í Hveragerði vinna hjá lögaðilum sem skráðir eru í bæjarfélaginu. Það eru semsagt mun fleiri en ég hafði gert ráð fyrir sem vinna utan Hveragerðis.
Síðdegis fór sundleiikfimin í sína árlegu vorferð. Ég fékk að fara með þrátt fyrir að þátttakan mín vetur einskorðaðist við eina ferð í heita pottinn. Hef verið upptekin annars staðar :)
En mikið var þetta skemmtileg ferð, svamlað lengi í dýrlegu Gömlu lauginni á Flúðum áður en haldið var í grillveislu hjá Sigurveigu og Gísla í Bláskógabyggð og endað í eftirrétti í unaðsreitnum þeirra Stennu og Garðars á Spóastöðum. Frábær hópur og góður dagur.
Comments:
Skrifa ummæli