<$BlogRSDUrl$>

31. mars 2015

Fundur skipulags- og mannvirkjanefndar í dag þar sem farið var yfir skipulag Grímsstaðareitsins.  Þarna mun verða til skemmtilegt hverfi tveggja hæða húsa í fallegu umhverfi og vonumst við til að það falli í kramið hjá þeim sem hér vilja byggja.  Um er að ræða bæði einbýlishús og parhús en ekkert er hærra en tvær hæðir sem er í takt við stefnumörkun í aðalskipulagi um yfirbragði byggðar. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti að vera mögulegt að úthluta þarna lóðum síðsumar.  

Fór með Ara, umhverfisfulltrúa,  að skoða lóð frístundaskólans. Þar hefur verið ákveðið að ráðast í úrbætur fyrir 5 mkr ef að konurnar í kvenfélaginu samþykkja það.  Taka á niður girðingar og setja nýjar, bæta aðkomu og tengingar á milli húsanna. Loka lóðunum betur og bæta við leiktækjum og grasbala fyrir boltaleiki.  Um leið og vorar verður hugað að þessum framkvæmdur.  Þá verður líka farið í viðgerðir á götum bæjarins en 15 mkr eru settar í það verkefni.  Því miður sýnist okkur það einungis duga fyrir allra nauðsynlegustu úrbótum enda eru göturnar að koma afar illa undan vetri. 30. mars 2015

Undibjó fundarboð bæjarráðs sem fór út í dag.  Á fundinum verða meðal annars teknar á dagskrá fundargerðir af opnun tilboða í viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun eldhús mötuneytisins og utanhússviðgerðir á sundlaugarhúsinu. Fengum mörg góð tilboð en fram að bæjarráðsfundinum á miðvikudag munu skipulags- og byggingafulltrúi ásamt ráðgjafa yfirfara tilboðin.

Svolítið gaman að segja frá því að ég setti umsókn inn til Húsafriðunarsjóðs vegna viðgerðanna á Laugaskarði.  Úthlutun er nú lokið og fengum við hálfa milljón í styrk Auðvitað ekki mikið en þó táknrænt um það gildi sem sundlaugarhúsið hefur og þá stöðu sem það nýtur í húsasögu þjóðarinnar. 

Sótti starfsmanna fundi á báðum leikskólunum í dag.  Mjög skemmtilegir og líflegir þó að ég hafi kannski talað meira en góðu hófi gengdi.  Hafði heldur ekki langan tíma á hvorum stað og ég hafði frá miklu að segja.  Skoðanakönnuninni sem kom svo vel út, tilboði bæjarstjórnar til þeirra sem vilja læra til leikskólakennara og umbun í launum til uppeldismenntaðra starfsmanna bæjarins. 

Meirihlutafundur í kvöld með endurskoðanda bæjarins vegna ársreiknings og fundarboðanna sem framundan eru. 

Í gærkvöldi skemmti ég mér konunglega á körfuboltaleik upp á Akranesi.  Mjög flottur og góður hópur fylgdi Hamarsstrákunum og ekki skemmdi nú fyrir að þeir unnu glæsilegan sigur.  Ég var síðan alveg miður mín þegar ég uppgötvaði að heimaleikurinn í úrslitunum er þann 9. apríl.  Þá verð ég á Héraðsnefndarfundi á Flúðum.  Það er ansi fúlt að missa af honum :-(

27. mars 2015

Var mætt kl 9 ásamt Ara og Elínborgu á fund í Bændahöllinni þar sem fundarefnið var Blóm í bæ.   Sýningin verður haldin helgina 26. - 28. júní svo nú er um að gera að taka helgina frá.  Elínborg er á fullu að undirbúa og fær látlaust góðar og frumlegar hugmyndir og ef að þú vilt leggja þitt af mörkum þá hafðu endilega samband við hana.  

Eftir blómafundinn fórum við Ari og heimsóttum Málmsteypuna Hellu, Hafnarfirði.  Þetta fyrirtæki kom mér svo sannarlega á óvart og sannaði enn og aftur að víða leynast perlur.   Fyrirtækið hefur verið rekið í 69 ár og alltaf á sömu kennitölu og í eigu sömu fjölskyldunnar.  Við vorum að skoða götuskilti og vegvísa en umhverfisnefnd fól okkur að skoða möguleika á þeim sviðum.  

Eftir hádegi var langur fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Þar bar hæst enn og aftur málefni fatlaðs fólks og húsnæðismál. 26. mars 2015

Fundur í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga hér í Hveragerði í morgun.
Nú er verið að undirbúa vorfund Héraðsnefndar sem haldinn verður á Flúðum 9. og 10. apríl. Þetta verður stór fundur þar sem fjöldi mikilvægra mála er til umræðu. Þar mun væntanlega bera hvað hæst umræðu um fjölgun hjúkrunarrýma í Árnessýslu en hér er brýn þörf fyrir framtíðarsýn og skjótar úrbætur í ljósi biðlista og annarra atriða sem þarna hafa áhrif.

Hitti Sigríði Elísabetu (Lísu) sem bæjarstjórn ákvað að semja við um rekstur tjaldsvæðis. Fórum við yfir drög að samningi og ræddum ýmis mál er lúta að rekstri tjaldsvæðanna, en þau verða tvö hér í bæ næsta sumar. Þetta sem við þekkjum öll við Reykjamörk og síðan verður útbúið nýtt svæði uppí Dal, á svokölluðum Árhólmum sem án vafa á eftir að verða hið skemmtilegasta svæði. Margir rótgrónir Hvergerðingar hafa lýst yfir ánægju með þessi áform enda muna þeir vel hversu skemmtilegt var að tjalda á þessum slóðum áður fyrr.

Átti góðan fund með Hrafnhildi Karlsdóttur sem er teymisstjóri skólaþjónustusviðs Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings Fórum við yfir ný samþykktar tillögur um stuðning við þá sem vilja læra til leikskólakennara og eins breytingu á launasetningu uppeldismenntaðra starfsmanna leikskólanna. Einnig fórum við yfir húsnæðismál og aðstöðu starfsmanna en í dag eru starfsstöðvar þeirra hér í Hveragerði, á Borg í Grímsnesi og í Ölfusi.

Við Tolli (formaður fræðslunefndar) hittumst síðan og fórum saman á fund Fanneyjar skólastjóra Grunnskólans til að ræða ýmis mál er varða skólastarfið. Það var skemmtilegt að koma í skólann í dag enda var undirbúningur fyrir árshátíð skólans í fullum gangi Afskaplega glæsilegt hjá krökkunum.

Meirihlutafundur hófst kl. 17 og stóð hann til kl. 19. Þá þurfti að ganga frá nokkrum málum áður en ég mætti á fyrsta leik strákanna í meistaraflokki karla í körfu í undanúrslitum 1. deildar. Gríðarlega spennandi leikur og mikil spenna áður en okkar menn lönduðu verðskulduðum sigri. Mér fannst auðvitað sonurinn áberandi góður. Ég var afskaplega stolt af honum og reyndar liðinu öllu. Það er gríðarlega góð skemmtun að mæta á leiki og fín útrás...

Ég yrði sett á lokaða deild ef ég öskraði hérna heima eins og ég geri á leikjum...
Maður verður að hvetja sitt fólk, skiljiði :-)
25. mars 2015

Ekki missa af sýningu Leikfélagsins ! ! ! 

Við Lárus fórum að sjá leikrítið "Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan"  núna nýlega.   
Þetta er bráðskemmtileg sýning sem ég hvet fólk til að missa ekki af.  Held að síðustu sýningar verði um næstu helgi svo það er of seint í rassinn gripið að ætla að mæta í næstu viku :-)  Alltof algengt að fólk gleymi sýningum leikfélagsins og átti sig þegar sýningum er lokið ! ! !

Það er hreint frábært að sjá "eldri" reynslubolta ólmast á sviðinu allan tímann og ég var full aðdáunar á kraftinum í Hirti, Davíð og Hrafnhildi sem öll hafa áður leikið með leikfélaginu.  Hjörtur reyndar mun lengur en hin tvö enda einn af ómetanlegum burðarásum leikfélagsins.  Ungu stelpurnar eru síðan ótrúlega góðar og það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Sem sagt !  Panta miða og mæta um næstu helgi - það er áskrift að góðu kvöldi :-)

24. mars 2015

Langur dagur á Hellu í dag.  Sótti þar virkilega góða ráðstefnu um skipulagsmál þar sem fyrirlesarar voru hver öðrum betri og góðar umræður á borðunum í lokin.   Þarna var rætt um gildi svæðisskipulags og mikilvægi samvinnu á þessu sviði.  Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu en allir lýstu yfir vilja til að hefja viðræður um möguleika á samstarfi.  Hvort að það síðan skilar ákvörðun um að ráðast út í sameiginlegt svæðisskipulag á einhverju sviði á eftir að koma í ljós.  Svæðið er óneitanlega ansi víðfeðmt og verkefnin ólíkt eftir því hvort búið er á Höfn eða á Flúðum! 

Strax á eftir ráðstefnunni hittumst við sveitarstjórar í öllum sveitarfélögum Suðurlands með nýja lögreglustjóranum okkar honum Kjartani Þorkelssyni.  Hann tók við embætti nú um áramót og byrjar vel.  Það er vel til fundið að boða til fundar sem þessa þar sem farið er yfir ýmislegt er snýr að sveitarfélögunum en samstarf þeirra við lögregluna er mikilvægt.  Elís Kjartansson fór til dæmis yfir verklag varðandi heimilisofbeldi en þar hefur sérstakt átak verið sett í gang til að stemma stigu við þeim ólíðandi ófögnuði.  Það vakti mikla athygli þegar Kjartan fór yfir tölur um fjölda lögreglumanna hér á svæðinu og það misræmi sem er milli svæða.   

Hér á Suðurlandi eru 22.244 íbúar og  37 lögregumenn eða um 601 íbúi á bakvið hvern lögreglumann.  Hér í Árnessýslu er aftur á móti 652 íbúar á bakvið hvern lögreglumann.  

Á Suðurnesjum eru  22.016  íbúar og  83  lögreglumenn eða 265 íbúar á bakvið hvern lögreglumann.   Ekki þýðir að skýla sér þar á bakvið flugvöllinn því hér á Suðurlandi hafa flestir fermenn viðdvöl um lengri eða skemmri tíma auk þess sem hér er gríðarlegur fjöldi sumarhúsa  eða ca. 10.000 hús á Suðurlandi !   

Ásta Stefáns í Árborg rifjaði upp að árið 1999 var haldin ráðstefna á Hótel Örk þar sem við vorum að berjast fyrir fjölgun í lögreglunni hér í Árnessýslu.  Þar hélt hún ræðu sem fulltrúi sýslumanns og hélt fram nákvæmlega sömu rökum og þeim sem eru hér að ofan.  Ekkert hefur áunnist og skilningurinn virðist ekki vera neinn á þessari stöðu.  Er nema von að spurt sé, hvað valdi ?

Leikur hjá stelpunum í meistaraflokki í körfunni í kvöld.  Úrslitin ekki alveg nógu hagstæð en þær stóðu sig samt vel !


13. mars 2015

Þetta er alveg óþolandi
andsk..... ömurlegt veður
sjaldan hundi út sigandi
og sælubrosið kveður !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet