30. mars 2015
Undibjó fundarboð bæjarráðs sem fór út í dag. Á fundinum verða meðal annars teknar á dagskrá fundargerðir af opnun tilboða í viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun eldhús mötuneytisins og utanhússviðgerðir á sundlaugarhúsinu. Fengum mörg góð tilboð en fram að bæjarráðsfundinum á miðvikudag munu skipulags- og byggingafulltrúi ásamt ráðgjafa yfirfara tilboðin.
Svolítið gaman að segja frá því að ég setti umsókn inn til Húsafriðunarsjóðs vegna viðgerðanna á Laugaskarði. Úthlutun er nú lokið og fengum við hálfa milljón í styrk Auðvitað ekki mikið en þó táknrænt um það gildi sem sundlaugarhúsið hefur og þá stöðu sem það nýtur í húsasögu þjóðarinnar.
Sótti starfsmanna fundi á báðum leikskólunum í dag. Mjög skemmtilegir og líflegir þó að ég hafi kannski talað meira en góðu hófi gengdi. Hafði heldur ekki langan tíma á hvorum stað og ég hafði frá miklu að segja. Skoðanakönnuninni sem kom svo vel út, tilboði bæjarstjórnar til þeirra sem vilja læra til leikskólakennara og umbun í launum til uppeldismenntaðra starfsmanna bæjarins.
Meirihlutafundur í kvöld með endurskoðanda bæjarins vegna ársreiknings og fundarboðanna sem framundan eru.
Í gærkvöldi skemmti ég mér konunglega á körfuboltaleik upp á Akranesi. Mjög flottur og góður hópur fylgdi Hamarsstrákunum og ekki skemmdi nú fyrir að þeir unnu glæsilegan sigur. Ég var síðan alveg miður mín þegar ég uppgötvaði að heimaleikurinn í úrslitunum er þann 9. apríl. Þá verð ég á Héraðsnefndarfundi á Flúðum. Það er ansi fúlt að missa af honum :-(
Comments:
Skrifa ummæli