27. mars 2015
Var mætt kl 9 ásamt Ara og Elínborgu á fund í Bændahöllinni þar sem fundarefnið var Blóm í bæ. Sýningin verður haldin helgina 26. - 28. júní svo nú er um að gera að taka helgina frá. Elínborg er á fullu að undirbúa og fær látlaust góðar og frumlegar hugmyndir og ef að þú vilt leggja þitt af mörkum þá hafðu endilega samband við hana.
Eftir blómafundinn fórum við Ari og heimsóttum Málmsteypuna Hellu, Hafnarfirði. Þetta fyrirtæki kom mér svo sannarlega á óvart og sannaði enn og aftur að víða leynast perlur. Fyrirtækið hefur verið rekið í 69 ár og alltaf á sömu kennitölu og í eigu sömu fjölskyldunnar. Við vorum að skoða götuskilti og vegvísa en umhverfisnefnd fól okkur að skoða möguleika á þeim sviðum.
Eftir hádegi var langur fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar bar hæst enn og aftur málefni fatlaðs fólks og húsnæðismál.
Comments:
Skrifa ummæli