31. mars 2015
Fundur skipulags- og mannvirkjanefndar í dag þar sem farið var yfir skipulag Grímsstaðareitsins. Þarna mun verða til skemmtilegt hverfi tveggja hæða húsa í fallegu umhverfi og vonumst við til að það falli í kramið hjá þeim sem hér vilja byggja. Um er að ræða bæði einbýlishús og parhús en ekkert er hærra en tvær hæðir sem er í takt við stefnumörkun í aðalskipulagi um yfirbragði byggðar. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti að vera mögulegt að úthluta þarna lóðum síðsumar.
Fór með Ara, umhverfisfulltrúa, að skoða lóð frístundaskólans. Þar hefur verið ákveðið að ráðast í úrbætur fyrir 5 mkr ef að konurnar í kvenfélaginu samþykkja það. Taka á niður girðingar og setja nýjar, bæta aðkomu og tengingar á milli húsanna. Loka lóðunum betur og bæta við leiktækjum og grasbala fyrir boltaleiki. Um leið og vorar verður hugað að þessum framkvæmdur. Þá verður líka farið í viðgerðir á götum bæjarins en 15 mkr eru settar í það verkefni. Því miður sýnist okkur það einungis duga fyrir allra nauðsynlegustu úrbótum enda eru göturnar að koma afar illa undan vetri.
Comments:
Skrifa ummæli