25. mars 2015
Ekki missa af sýningu Leikfélagsins ! ! !
Við Lárus fórum að sjá leikrítið "Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan" núna nýlega.
Þetta er bráðskemmtileg sýning sem ég hvet fólk til að missa ekki af. Held að síðustu sýningar verði um næstu helgi svo það er of seint í rassinn gripið að ætla að mæta í næstu viku :-) Alltof algengt að fólk gleymi sýningum leikfélagsins og átti sig þegar sýningum er lokið ! ! !
Það er hreint frábært að sjá "eldri" reynslubolta ólmast á sviðinu allan tímann og ég var full aðdáunar á kraftinum í Hirti, Davíð og Hrafnhildi sem öll hafa áður leikið með leikfélaginu. Hjörtur reyndar mun lengur en hin tvö enda einn af ómetanlegum burðarásum leikfélagsins. Ungu stelpurnar eru síðan ótrúlega góðar og það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Sem sagt ! Panta miða og mæta um næstu helgi - það er áskrift að góðu kvöldi :-)
Comments:
Skrifa ummæli