31. janúar 2015
Á föstudaginn var fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem lengsta og ýtarlegasta umræðan var um kjaramál. Árið á vafalaust eftir að verða litað þeirri staðreynd að fjöldi kjarasamninga er núna laus eða losnar á árinu. Ég sit í kjaramálanefnd Sambandsins og erum við eins konar bakland samninganefndar sem oftast hefur nóg að gera.
----
Síðdegis kvöddu Árnesingar Snorra Baldursson sem verið hefur slökkviliðsmaður í 43 ár. Hann hefur nú reyndar verið mun meira en það í lífi okkar fjölskyldunnar, því hann vann í Kjörís um árabil og var þar einn af fyrstu starfsfmönnum fyrirtækisins. Merkilegt reyndar að hann skuli vera orðinn sjötugur. Hann Snorri er einhvern veginn einn af þeim mönnum sem bara eldist ekki. Á myndinni erum við Kristín Sigþórsdóttir eiginkona Snorra ásamt honum.
-------
Bæjarfulltrúar 2010-2014 hittust ásamt mökum hjá Róberti Hlöðverssyni og konu hans Ingibjörgu Garðarsdóttur. Þessi hópur bæjarfulltrúa vann einstaklega vel saman og átti margar skemmtilegar stundir og því var sérlega gaman að rifja það upp. Verð reyndar að bæta við að núverandi bæjarfulltrúar eru einnig samheldinn og góður hópur sem kynnist alltaf betur og betur. Það er góð forsenda samstarfs - að fólk þekki hvert annað :-)
29. janúar 2015
Við vorum alveg búin að steingleyma hvernig það er að vera smábarnaforeldrar ! ! !
Haraldur Fróði vaknaði semsagt alveg útsofinn og eiturhress kl. 5:30 í morgun við afar litlar vinsældir viðstaddra. Náði að láta hann lúra aðeins lengur en um 6:30 var friðurinn endanlega úti. Hafragrautur og fjör "med det samme". Allt í lagi með það. Allir alklæddir og tilbúnir í daginn rétt fyrir 8 þegar uppgötvast að ungi maðurinn er búinn að gera stórt og það ekkert smá. Þurfti hreinlega að baða drenginn áður en farið var í leikskólann og komið alltof seint í vinnuna. Ekki dauð stund í mínu lífi þessa dagana sem sagt :-)
-------
Á skrifstofuna heimsóttu mig tveir flottir ungir menn, þeir Andri Fannberg Svansson og Ívar Örn Sveinbjörnsson og afhentu þeir undirskriftalista með tugum nafna ungmenna sem nú óska eftir að geta stundað handbolta hér í Hveragerði. Það er svo gaman að geta tekið vel í öll svona erindi eins og við getum gert eftir að Hamarshöllin reis. Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi, mun verða þeim innan handar og vonandi verður hægt að kenna ungum Hvergerðingum undirstöðuatriði handboltans á næstu vikum.
---------------
Fundur í nefnd oddvita og sveitarstjóra eftir hádegi þar sem fjallað var um breyttar samþykktir og ananð sem tilheyrir því að breyta skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings í byggðasamlag eins og þarf lögum samkvæmt að gera núna. Einnig skoðuðum við húsnæðismál þessa samstarfsverkefnis sem núna hefur fimm starfsmenn.
-------------------------------
Síðdegis hitti ég 130 þroskaþjálfa í Listasafni Árnesinga en þroskaþjálfar halda nú ársþing sitt hér í Hveragerði. Skemmtilegur hópur sem greinilega naut þess að skoða sýninguna flottu í listasafninu.
Haraldur Fróði vaknaði semsagt alveg útsofinn og eiturhress kl. 5:30 í morgun við afar litlar vinsældir viðstaddra. Náði að láta hann lúra aðeins lengur en um 6:30 var friðurinn endanlega úti. Hafragrautur og fjör "med det samme". Allt í lagi með það. Allir alklæddir og tilbúnir í daginn rétt fyrir 8 þegar uppgötvast að ungi maðurinn er búinn að gera stórt og það ekkert smá. Þurfti hreinlega að baða drenginn áður en farið var í leikskólann og komið alltof seint í vinnuna. Ekki dauð stund í mínu lífi þessa dagana sem sagt :-)
-------
Á skrifstofuna heimsóttu mig tveir flottir ungir menn, þeir Andri Fannberg Svansson og Ívar Örn Sveinbjörnsson og afhentu þeir undirskriftalista með tugum nafna ungmenna sem nú óska eftir að geta stundað handbolta hér í Hveragerði. Það er svo gaman að geta tekið vel í öll svona erindi eins og við getum gert eftir að Hamarshöllin reis. Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi, mun verða þeim innan handar og vonandi verður hægt að kenna ungum Hvergerðingum undirstöðuatriði handboltans á næstu vikum.
---------------
Fundur í nefnd oddvita og sveitarstjóra eftir hádegi þar sem fjallað var um breyttar samþykktir og ananð sem tilheyrir því að breyta skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings í byggðasamlag eins og þarf lögum samkvæmt að gera núna. Einnig skoðuðum við húsnæðismál þessa samstarfsverkefnis sem núna hefur fimm starfsmenn.
-------------------------------
Síðdegis hitti ég 130 þroskaþjálfa í Listasafni Árnesinga en þroskaþjálfar halda nú ársþing sitt hér í Hveragerði. Skemmtilegur hópur sem greinilega naut þess að skoða sýninguna flottu í listasafninu.
28. janúar 2015
Í gær náði ég ekki að setja neitt á bloggið þrátt fyrir góðan ásetning þar sem ég fór að sofa með Haraldi Fróða kl. 20 og vaknaði ekki aftur fyrr en í morgun. Var reyndar að fá einhverja pest en náði henni alveg úr mér með þessum maraþonsvefni. Er farin að hallast að því að svefn sé allra meina bót.
Las þó í gærkvöldi nokkuð merkilegan status á facebook sem fékk heilmikla umfjöllun. Einu sinni heyrði ég svo góða setningu sem mér finnst oft eiga svo vel við: Það þarf ekki að hafa orð á öllu ! Mér dettur þetta oft til hugar þegar ég sé misgáfuleg og illa ígrunduð ummæli. Hef alveg gert mig seka um slíkt sjálf en ég þeim fækkar sem betur fer vitleysunum með reynslunni.
------------
Í dag kláruðum við Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, drög að samþykktum, erindisbréfum og starfslýsingu fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem lögð verða fyrir stjórn á fundi á morgun.
Átti góðan fund með Sesselju og Nínu, stjórnendum leikskólans Undralands í morgun, þar sem við fórum yfir starfsmannamál og fleira tengt starfsemi leikskólans. Undanfarið hafa foreldrar og forráðamenn leikskólabarna getað svarað skoðanakönnun um opnunartíma leikskólanna og fleira tengt starfi þeirra og mun niðurstaða þeirrar könnunar liggja fyrir fljótlega.
-----------------
Þessar vikurnar er ég á alveg mögnuðu námskeiði um innsæi í stjórnun og er alltaf að læra meira og meira. Hlakka til hvers miðvikudagskvölds með þeim skemmtilega hópi sem þarna er saman kominn.
Las þó í gærkvöldi nokkuð merkilegan status á facebook sem fékk heilmikla umfjöllun. Einu sinni heyrði ég svo góða setningu sem mér finnst oft eiga svo vel við: Það þarf ekki að hafa orð á öllu ! Mér dettur þetta oft til hugar þegar ég sé misgáfuleg og illa ígrunduð ummæli. Hef alveg gert mig seka um slíkt sjálf en ég þeim fækkar sem betur fer vitleysunum með reynslunni.
------------
Í dag kláruðum við Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, drög að samþykktum, erindisbréfum og starfslýsingu fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem lögð verða fyrir stjórn á fundi á morgun.
Átti góðan fund með Sesselju og Nínu, stjórnendum leikskólans Undralands í morgun, þar sem við fórum yfir starfsmannamál og fleira tengt starfsemi leikskólans. Undanfarið hafa foreldrar og forráðamenn leikskólabarna getað svarað skoðanakönnun um opnunartíma leikskólanna og fleira tengt starfi þeirra og mun niðurstaða þeirrar könnunar liggja fyrir fljótlega.
-----------------
Þessar vikurnar er ég á alveg mögnuðu námskeiði um innsæi í stjórnun og er alltaf að læra meira og meira. Hlakka til hvers miðvikudagskvölds með þeim skemmtilega hópi sem þarna er saman kominn.
26. janúar 2015
Nú erum við aftur smábarnsforeldrar í smá tíma. Það tók heldur lengri tíma en mig minnti að skila drengnum á leikskólann í morgun en það var ekki síst því að kenna að barnastólar nú til dags eru búnir gjörsamlega óskiljanlegum festingum. Það lá við að mér liði eins og ég hefði skilið afstæðiskenninguna þegar mér tókst loksins að festa drenginn í bílinn ! !
Það er algjörlega hefðbundið eftir frí að það taki þónokkurn tíma og jafnvel einhverja daga að pæla í gegnum allan tövupóstinn, í morgun var það heldur einfaldara enda hafði ég rennt yfir svo til allt jafnóðum. Þó var dágóður slatti sem þurfti að vinnu betur úr og fór morguninn í það ásamt því að skrafa við vinnufélagana sem ég hafði ekki hitt í alltof langan tíma.
Eftir hádegi hittum við Helga, skrifstofustjóri og Heiða, gjaldker, fulltrúa frá innheimtufyrirtækinu Motus en bæjarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við þá um milliinnheimtu og lögfræðiinnheimtu fyrir bæjarfélagið. Sem betur fer verða langfæstir alvarlega varir við innheimtufyrirtæki bæjarins því Hvergerðingar eru skilvíst fólk.
Framkvæmdastjórn Almannavarna í Árnessýslu, sú sem þetta skrifar, Ásta í Árborg og Jón á Flúðum hitti þá Kristján Einarsson og Pétur Pétursson frá Brunavörnum eftir hádegi og fórum við yfir skipulag og fyrirkomulag almannavarna í sýslunni núna þegar nýr lögreglustjóri hefur tekið við störfum. Að þessum fundi loknum bættust í hópinn þeir Ari í Árborg og Ísólfur Gylfi og þar með vorum við orðin að stjórn Sorpstöðvar Suðurlands sem hitti bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar í Ölfusi til að fjalla um sorpmál og fyrirkomulag þeirra.
Kvöldmatur í boði Sigurbjargar systur í tilefni af 75 ára afmæli mömmu sem er í dag. Það var mikið fjör á unga fólkinu enda hafði Haraldur Fróði fengið að fara heim með ömmusystur sinni og litlu skvísunum hennar sem eru bestu bestu vinkonur hans :-)
Í kvöld var íbúafundur þar sem kynnt var tillaga að deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi á svæði fyrir neðan þjóðveg en þar er gert ráð fyrir athafnasvæði, iðnaði eða þjónustu hvers konar.
Hér má sjá mynd af fyrirhuguð svæði en lóðirnar eru afar fjölbreyttar að stærð eins og þarna sést. Til að átta sig á staðsetningunni þá er fráveitumannvirki bæjarins lengst til hægri á myndinni.
Það er algjörlega hefðbundið eftir frí að það taki þónokkurn tíma og jafnvel einhverja daga að pæla í gegnum allan tövupóstinn, í morgun var það heldur einfaldara enda hafði ég rennt yfir svo til allt jafnóðum. Þó var dágóður slatti sem þurfti að vinnu betur úr og fór morguninn í það ásamt því að skrafa við vinnufélagana sem ég hafði ekki hitt í alltof langan tíma.
Eftir hádegi hittum við Helga, skrifstofustjóri og Heiða, gjaldker, fulltrúa frá innheimtufyrirtækinu Motus en bæjarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við þá um milliinnheimtu og lögfræðiinnheimtu fyrir bæjarfélagið. Sem betur fer verða langfæstir alvarlega varir við innheimtufyrirtæki bæjarins því Hvergerðingar eru skilvíst fólk.
Framkvæmdastjórn Almannavarna í Árnessýslu, sú sem þetta skrifar, Ásta í Árborg og Jón á Flúðum hitti þá Kristján Einarsson og Pétur Pétursson frá Brunavörnum eftir hádegi og fórum við yfir skipulag og fyrirkomulag almannavarna í sýslunni núna þegar nýr lögreglustjóri hefur tekið við störfum. Að þessum fundi loknum bættust í hópinn þeir Ari í Árborg og Ísólfur Gylfi og þar með vorum við orðin að stjórn Sorpstöðvar Suðurlands sem hitti bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar í Ölfusi til að fjalla um sorpmál og fyrirkomulag þeirra.
Kvöldmatur í boði Sigurbjargar systur í tilefni af 75 ára afmæli mömmu sem er í dag. Það var mikið fjör á unga fólkinu enda hafði Haraldur Fróði fengið að fara heim með ömmusystur sinni og litlu skvísunum hennar sem eru bestu bestu vinkonur hans :-)
Í kvöld var íbúafundur þar sem kynnt var tillaga að deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi á svæði fyrir neðan þjóðveg en þar er gert ráð fyrir athafnasvæði, iðnaði eða þjónustu hvers konar.
Hér má sjá mynd af fyrirhuguð svæði en lóðirnar eru afar fjölbreyttar að stærð eins og þarna sést. Til að átta sig á staðsetningunni þá er fráveitumannvirki bæjarins lengst til hægri á myndinni.
25. janúar 2015
Á morgun ætla ég að mæta í vinnuna eftir veikindaleyfið. Það verður gott að komast aftur í rútinu, þó að ég gæti nú alveg vanist letilífinu í Lazy´boy´num :-)
Næsta vika verður ansi fjörug enda er Haraldur Fróði mættur til ömmu og afa og foreldrarnir vonandi komnir til Kambódíu þegar þetta er skrifað. Hann flutti inn og Hafdís og Bjarni Rúnar út á sama tíma en ætla þau að passa húsið fyrir ferðalangana á meðan þau verða í burtu.
Í dag áttum við fjölskyldan góða stund hjá mömmu þar sem við fögnuðum 75 ára afmælinu hennar sem reyndar er ekki fyrr en á morgun. Hún er alltaf jafn hress og yndisleg. Kletturinn okkar allra.
Í gær fór ég á opnun sýningarinnar Ákalls í Listasafni Árnesinga. Mjög skemmtileg sýning sem óhætt er að hvetja alla til að sjá. Þarna eru verk sem höfða til allra en áhersla er á sjálfbærni og umgengi okkar um náttúruna. Ég ætla allavega að vakta næsta sýningarspjall því það held ég að geti orðið mjög skemmtilegt.
Styrkjahátíð Hljómlistarfélags Hveragerðis var haldin á fyrsta degi þorra samkvæmt venju. Þar styrkti þetta flotta félag hljómsveitina Auðn og hljómsveitina Lucy in blue og söngkonuna Sædísi Lind Másdóttur en öll hyggja þau á útgáfu "hljómplötu" á næstunni. Einnig fékk Hörður Friðþjófsson tónlistarsnillingur styrk sem og kór félags eldri borgara Hverafuglarnir. Þau sungu líka á hátíðinni og gerðu það afskaplega vel að venju.
------
Gleymdi að minnast á albestu bókina sem ég las nýlega en það var bókin Náðarstund eftir Hannah Kent. Með betri bókum sem ég hef lengi lesið. Mæli með henni og finnst slæmt að hún skyldi ekki vera með á grobb bóka myndinni minni :-)
Næsta vika verður ansi fjörug enda er Haraldur Fróði mættur til ömmu og afa og foreldrarnir vonandi komnir til Kambódíu þegar þetta er skrifað. Hann flutti inn og Hafdís og Bjarni Rúnar út á sama tíma en ætla þau að passa húsið fyrir ferðalangana á meðan þau verða í burtu.
Í dag áttum við fjölskyldan góða stund hjá mömmu þar sem við fögnuðum 75 ára afmælinu hennar sem reyndar er ekki fyrr en á morgun. Hún er alltaf jafn hress og yndisleg. Kletturinn okkar allra.
Í gær fór ég á opnun sýningarinnar Ákalls í Listasafni Árnesinga. Mjög skemmtileg sýning sem óhætt er að hvetja alla til að sjá. Þarna eru verk sem höfða til allra en áhersla er á sjálfbærni og umgengi okkar um náttúruna. Ég ætla allavega að vakta næsta sýningarspjall því það held ég að geti orðið mjög skemmtilegt.
Styrkjahátíð Hljómlistarfélags Hveragerðis var haldin á fyrsta degi þorra samkvæmt venju. Þar styrkti þetta flotta félag hljómsveitina Auðn og hljómsveitina Lucy in blue og söngkonuna Sædísi Lind Másdóttur en öll hyggja þau á útgáfu "hljómplötu" á næstunni. Einnig fékk Hörður Friðþjófsson tónlistarsnillingur styrk sem og kór félags eldri borgara Hverafuglarnir. Þau sungu líka á hátíðinni og gerðu það afskaplega vel að venju.
------
Gleymdi að minnast á albestu bókina sem ég las nýlega en það var bókin Náðarstund eftir Hannah Kent. Með betri bókum sem ég hef lengi lesið. Mæli með henni og finnst slæmt að hún skyldi ekki vera með á grobb bóka myndinni minni :-)
---------
Myndirnar eru af sýningunni Ákall. Þetta er einungis brot af sýningunni sem þið skuluð ekki missa af. Er líka mjög barnvæn svo nú er tækifærið að heimsækja safnið með börn nú eða barnabörn. Heiðin hvort sem er alltaf lokuð svo það er um að gera að vera ekki að þvælast neitt út fyrir bæjarmörkin :-)
23. janúar 2015
Þurfti að skreppa á Selfoss í dag og kom þá við hjá Guðmundi föðurbróður mínum og Ásdís konu hans. Það eru alltaf líflegar heimsóknir enda hjónin afskaplega hress bæði tvö. Nú bar reyndar svo vel í veiði að hinn föðurbróðir minn hann Sigfús var í heimsókn þannig að við áttum þarna alveg frábærlega skemmtilegt spjall sem endaði á skrifstofunni hjá "frænda". Hún er auðvitað eins og besta safni bæði skjala og mynda. Þarna smellti ég mynd af ættarveggnum. þar sem sjá má Aldísi ömmu og Kristinn afa sem voru með fyrstu íbúum Selfoss. Fyrir ofan þau langömmur mína og langafa, þau Guðmund Þorvarðarson frá Litlu Sandvík og Sigríði Lýðsdóttur frá Hlíð í Gnúpverjahreppi en þau bjuggu í Litlu Sandvík. Hægra megin eru svo Vigfús Hafliðason, frá Ósabakka á Skeiðum og Sigurbjörg Hafliðadóttir frá Brúnavallakoti á Skeiðum en þau bjuggu fyrst á Álfsstöðum á Skeiðum en síðan á Eyrarbakka. Enn ofar er eru Langalangafar og ömmur og á blöðunum nöfn langalangalanga ... Allur hópurinn eins og hann leggur sig úr Árnessýslu. Gaman að þessu :-)
Ef þið smellið á myndina af skiltinu þá er vonandi hægt að lesa skýringuna sem stendur á blaðinu. Þetta skilti hékk alltaf uppi hjá Kristni afa og Aldísi ömmu á Selfossi.
Frændi safnar bókum, skjölum, myndum og minningum en Sigfús safnar alls konar hlutum tengdum Kristni afa og ævistarfi hans, það hefur síðan fléttast skemmtilega saman við ævistarf Sigfúsar sjálfs sem einnig er afkastamikill húsasmíðameistari.
Þetta er bunkinn á náttborðinu. Hálfnuð með Kamp Knox en annars er ég búin með hinar. Aldís elst af systrunum sex var óneitanlega hvað athyglisverðust. Fékk hana í afmælisgjöf frá mömmu í fyrra. Titillinn hefur klárlega heillað móður mína. En í þessari bók sést ansi greinilega hvað jafnréttisbaráttan hefur gert fyrir konur. Bókin er gefin út árið 1953 og þessar sex systur féllu gjörsamlega í skuggann af einkasyninum. Skondin lesning árið 2015.
22. janúar 2015
Þegar maður er svona heimavið þá gefst loksins tækifæri til að lúslesa öll blöðin sem hingað detta inn. Þetta tekur reyndar marga tíma enda les ég ALLAR greinarnar í blöðunum. Hef einhvern veginn aldrei náð að lesa bara fyrirsagnir og skoða myndirnar. Hef haft heilmikla ánægju meira að segja af sumum minningargreinunum en get auðvitað ekki sagt frá því hér hverjar það eru því það er nú varla við hæfi. En þegar skrifað er af kímni og næmni um fólk sem fellur frá sátt við Guð og menn í hárri elli þá er hægt að hafa af greinunum bæði gagn og gaman.
Annars fannst mér pínu sérstakt að á mánudaginn þegar allt ætlaði nú um koll að keyra vegna Ásahrepps mála þá datt hér inn um lúguna blað sem heitir Sleggjan og fjallar um iðnað. Ágætis blað. Í því voru tvær nokkuð stórar greinar - önnur um fjárdrátt og hin um krísu stjórnun. Ég varð hreinlega að gá tvisvar hvort að blaðið hefði verið prentað samdægurs.
Augljóst var af þróun frétta dagsins að einhver gaf góð ráð varðandi almannatengsl síðla á mánudaginn.
Annars get ég heilshugar tekið undir með Brynjari Níelssyni sem orðaði þetta vel: maður sparkar ekki í liggjandi mann! Það ættu allir sem um samfélagsmál fjalla hvort sem það er í atvinnuskyni eða sér sjálfum til skemmtunar að hafa það í huga og ekki síður það að "aðgát skal höfð í nærveru sálar."
Þetta á við hvar í flokki sem við stöndum og hefði betur verið haft oftar í heiðri á liðnum misserum.
Annars fannst mér pínu sérstakt að á mánudaginn þegar allt ætlaði nú um koll að keyra vegna Ásahrepps mála þá datt hér inn um lúguna blað sem heitir Sleggjan og fjallar um iðnað. Ágætis blað. Í því voru tvær nokkuð stórar greinar - önnur um fjárdrátt og hin um krísu stjórnun. Ég varð hreinlega að gá tvisvar hvort að blaðið hefði verið prentað samdægurs.
Augljóst var af þróun frétta dagsins að einhver gaf góð ráð varðandi almannatengsl síðla á mánudaginn.
Annars get ég heilshugar tekið undir með Brynjari Níelssyni sem orðaði þetta vel: maður sparkar ekki í liggjandi mann! Það ættu allir sem um samfélagsmál fjalla hvort sem það er í atvinnuskyni eða sér sjálfum til skemmtunar að hafa það í huga og ekki síður það að "aðgát skal höfð í nærveru sálar."
Þetta á við hvar í flokki sem við stöndum og hefði betur verið haft oftar í heiðri á liðnum misserum.
--------------
Það er gaman að segja frá því að Albert Ingi bauð sig fram í kosningum til stjórnar Nemendafélagsins í ML og var kosinn annar af tveimur íþróttaformönnum. Það er heilmikil reynsla fólgin í framboði hvort sem maður vinnur eða ekki - sigur er reyndar alltaf ánægjulegri :-)
21. janúar 2015
Jólasiðir í Hveragerði
Ég hef verið að æfa mig að gera skoðanakannanir á netinu en með því móti má með ódýrum og góðum hætti kanna hug hinna ýmsu hópa til alls sem manni dettur til hugar. Mér finnst þetta góð aðferð og skemmtileg. Fyrsta könnunin sem ég gerði var um jólahefðir Hvergerðinga en hún var nú meira gerð svona til gamans og sem æfing. En það sem kom mér þar á óvart var að yngra fólk vill gjarnan fleiri viðburði á meðan eldra fólkið er bara sátt. Þeir yngri eru ánægðastir með tendrun ljósa á jólatrénu á meðan eldri íbúar eru ánægðastir með tónleikana. Fáir fara í kirkju og afar fáir oftar en einu sinni og þar er eldra fólk í miklum meirihluta. Þegar ég mæti aftur í vinnuna erður kíkt betur yfir þetta en hægt verður að hafa niðurstöðurnar til hliðsjónar við skipulagið um næstu jól.
Það er gaman að sjá að jólagluggarnir mælast vel fyrir enda setja þeir skemmtilegan svip á bæinn á að aðventu og jólum.
Hér fyrir neðan má sjá glugga sem hún Lísa (Sigríður Elísabet Sigmundsdóttir) skreytti í Hallgrímsgarðinum svokallaða. Hún er mikil listakona hún Lísa.
Hún lenti í þessu alveg óvart en ég fékk þá flugu í höfuðið að það gæti verið gaman að íbúar í götunni skreyttu einn svona glugga af því að þetta horn er svo áberandi, síðan myndum við drekka saman kakó, borða piparkökur og syngja jólalög! Voða danskt og huggulegt allt saman ! ! ! Auðvitað var þetta mjög góð hugmynd :-) En ég hafði engan tíma til að spá og spekulera í framkvæmdinni og gleymdi að ræða við nágrannana ! !
Þegar dagurinn nálgaðist þegar átti að afhjúpa gluggann, endaði ég á að biðja Lísu, nágrannakonu, um að hjálpa mér við að skreyta gluggann sem síðan endaði með að hún gerði þetta ein og sjálf því ég lenti á fundi.... Sem betur fer - þess vegna er þetta svona fallegt. En ég skammaðist mín fyrir vitleysuna í sjálfri mér í hvert sinn sem ég keyrði framhjá ! ! !
Spurning um að skipuleggja svona danskan hygge hitting með betri fyrirvara næst og tala kannski við íbúa Heiðmerkur um málið :-)
Það er gaman að sjá að jólagluggarnir mælast vel fyrir enda setja þeir skemmtilegan svip á bæinn á að aðventu og jólum.
Hér fyrir neðan má sjá glugga sem hún Lísa (Sigríður Elísabet Sigmundsdóttir) skreytti í Hallgrímsgarðinum svokallaða. Hún er mikil listakona hún Lísa.
Hún lenti í þessu alveg óvart en ég fékk þá flugu í höfuðið að það gæti verið gaman að íbúar í götunni skreyttu einn svona glugga af því að þetta horn er svo áberandi, síðan myndum við drekka saman kakó, borða piparkökur og syngja jólalög! Voða danskt og huggulegt allt saman ! ! ! Auðvitað var þetta mjög góð hugmynd :-) En ég hafði engan tíma til að spá og spekulera í framkvæmdinni og gleymdi að ræða við nágrannana ! !
Þegar dagurinn nálgaðist þegar átti að afhjúpa gluggann, endaði ég á að biðja Lísu, nágrannakonu, um að hjálpa mér við að skreyta gluggann sem síðan endaði með að hún gerði þetta ein og sjálf því ég lenti á fundi.... Sem betur fer - þess vegna er þetta svona fallegt. En ég skammaðist mín fyrir vitleysuna í sjálfri mér í hvert sinn sem ég keyrði framhjá ! ! !
Spurning um að skipuleggja svona danskan hygge hitting með betri fyrirvara næst og tala kannski við íbúa Heiðmerkur um málið :-)
20. janúar 2015
Doktorinn minn góði fjarlægði saumana úr hnénu í dag og við skoðuðum síðan innvols þessa auma hnés á hreint ágætum myndum sem hann náði í aðgerðinni. Var að vona að hann segði að ég yrði algóð á eftir en þannig verður það víst ekki. Brjóskið farið og metnaðurinn settur í að geta gengið, synt og dansað - takk ! ! ! Það er reyndar alveg stórgott ef þetta þrennt tekst. Hugsið ykkur ef ég hefði nú til dæmis þurft að fara að hlaupa og ganga á fjöll - það hefði nú verið eitthvað :-)
En úr því að við skruppum í bæinn þá urðum við að líta á hann Óliver Þór og foreldra hans. Hann dafnar og er svo rólegur og yndislegur strákur. Það er svo gaman að litlu drengjunum okkar, gullmolar báðir tveir :-)
En úr því að við skruppum í bæinn þá urðum við að líta á hann Óliver Þór og foreldra hans. Hann dafnar og er svo rólegur og yndislegur strákur. Það er svo gaman að litlu drengjunum okkar, gullmolar báðir tveir :-)
19. janúar 2015
Jebb ég er á lífi - merkilegt nokk ... Nokkrum brjóskbitum og beinflísum í hnjáliðnum fátækari en annars bara nokkuð góð :-) Er ennþá heimavið en aðallega í gönguæfingum því ekki get ég mætt í vinnuna öll skökk og skæld ?
Mesta furða hvað dagarnir líða samt hratt í lazy boy´num ... Eyddi til dæmis svo til öllu kvöldinu í það að bóka flug fyrir ferðalag sumarsins. Enda svo sem engin smá ferð. Þegar ég var búin að þessu þá fékk ég þvílíka bakþanka. Þetta verður eitthvað!
Er semsagt búin að panta flug til Vilnius í Litháen og þar ætlum við að vera í rétt tæpa viku og ferðast út um allt. Fljúgum síðan þaðan til Moskvu og áfram til Yerevan í Armeníu þar sem við stoppum í nokkra daga áður en við keyrum síðan til Nagorno Karabach sem er hérað inní Azerbaijan eins og flestir vita. Eftir viku á þessum slóðum fljúgum við svo heim í gegnum Moskvu og Helsinki. Við Lárus ætlum semsagt með henni Elitu vinkonu okkar að heimsækja heimaslóðir hans Grantas eiginmanns hennar og vinar okkar en hann lést fyrir tæpu ári. Við ætluðum alltaf með þeim hjónum í svona ferð og við lofuðum honum undir lokin að láta verða af því og það ætlum við semsagt að gera næsta sumar. Elita er frá Litháen og við skoðum hennar land fyrst og svo er það landið og fólkið hans Grantas. Þetta á eftir að verða mikið ævintýri. Það er eins gott að hnéð verði orðið gott þegar lagt verður upp í þessa langferð ! ! !
Mesta furða hvað dagarnir líða samt hratt í lazy boy´num ... Eyddi til dæmis svo til öllu kvöldinu í það að bóka flug fyrir ferðalag sumarsins. Enda svo sem engin smá ferð. Þegar ég var búin að þessu þá fékk ég þvílíka bakþanka. Þetta verður eitthvað!
Er semsagt búin að panta flug til Vilnius í Litháen og þar ætlum við að vera í rétt tæpa viku og ferðast út um allt. Fljúgum síðan þaðan til Moskvu og áfram til Yerevan í Armeníu þar sem við stoppum í nokkra daga áður en við keyrum síðan til Nagorno Karabach sem er hérað inní Azerbaijan eins og flestir vita. Eftir viku á þessum slóðum fljúgum við svo heim í gegnum Moskvu og Helsinki. Við Lárus ætlum semsagt með henni Elitu vinkonu okkar að heimsækja heimaslóðir hans Grantas eiginmanns hennar og vinar okkar en hann lést fyrir tæpu ári. Við ætluðum alltaf með þeim hjónum í svona ferð og við lofuðum honum undir lokin að láta verða af því og það ætlum við semsagt að gera næsta sumar. Elita er frá Litháen og við skoðum hennar land fyrst og svo er það landið og fólkið hans Grantas. Þetta á eftir að verða mikið ævintýri. Það er eins gott að hnéð verði orðið gott þegar lagt verður upp í þessa langferð ! ! !