25. janúar 2015
Á morgun ætla ég að mæta í vinnuna eftir veikindaleyfið. Það verður gott að komast aftur í rútinu, þó að ég gæti nú alveg vanist letilífinu í Lazy´boy´num :-)
Næsta vika verður ansi fjörug enda er Haraldur Fróði mættur til ömmu og afa og foreldrarnir vonandi komnir til Kambódíu þegar þetta er skrifað. Hann flutti inn og Hafdís og Bjarni Rúnar út á sama tíma en ætla þau að passa húsið fyrir ferðalangana á meðan þau verða í burtu.
Í dag áttum við fjölskyldan góða stund hjá mömmu þar sem við fögnuðum 75 ára afmælinu hennar sem reyndar er ekki fyrr en á morgun. Hún er alltaf jafn hress og yndisleg. Kletturinn okkar allra.
Í gær fór ég á opnun sýningarinnar Ákalls í Listasafni Árnesinga. Mjög skemmtileg sýning sem óhætt er að hvetja alla til að sjá. Þarna eru verk sem höfða til allra en áhersla er á sjálfbærni og umgengi okkar um náttúruna. Ég ætla allavega að vakta næsta sýningarspjall því það held ég að geti orðið mjög skemmtilegt.
Styrkjahátíð Hljómlistarfélags Hveragerðis var haldin á fyrsta degi þorra samkvæmt venju. Þar styrkti þetta flotta félag hljómsveitina Auðn og hljómsveitina Lucy in blue og söngkonuna Sædísi Lind Másdóttur en öll hyggja þau á útgáfu "hljómplötu" á næstunni. Einnig fékk Hörður Friðþjófsson tónlistarsnillingur styrk sem og kór félags eldri borgara Hverafuglarnir. Þau sungu líka á hátíðinni og gerðu það afskaplega vel að venju.
------
Gleymdi að minnast á albestu bókina sem ég las nýlega en það var bókin Náðarstund eftir Hannah Kent. Með betri bókum sem ég hef lengi lesið. Mæli með henni og finnst slæmt að hún skyldi ekki vera með á grobb bóka myndinni minni :-)
Næsta vika verður ansi fjörug enda er Haraldur Fróði mættur til ömmu og afa og foreldrarnir vonandi komnir til Kambódíu þegar þetta er skrifað. Hann flutti inn og Hafdís og Bjarni Rúnar út á sama tíma en ætla þau að passa húsið fyrir ferðalangana á meðan þau verða í burtu.
Í dag áttum við fjölskyldan góða stund hjá mömmu þar sem við fögnuðum 75 ára afmælinu hennar sem reyndar er ekki fyrr en á morgun. Hún er alltaf jafn hress og yndisleg. Kletturinn okkar allra.
Í gær fór ég á opnun sýningarinnar Ákalls í Listasafni Árnesinga. Mjög skemmtileg sýning sem óhætt er að hvetja alla til að sjá. Þarna eru verk sem höfða til allra en áhersla er á sjálfbærni og umgengi okkar um náttúruna. Ég ætla allavega að vakta næsta sýningarspjall því það held ég að geti orðið mjög skemmtilegt.
Styrkjahátíð Hljómlistarfélags Hveragerðis var haldin á fyrsta degi þorra samkvæmt venju. Þar styrkti þetta flotta félag hljómsveitina Auðn og hljómsveitina Lucy in blue og söngkonuna Sædísi Lind Másdóttur en öll hyggja þau á útgáfu "hljómplötu" á næstunni. Einnig fékk Hörður Friðþjófsson tónlistarsnillingur styrk sem og kór félags eldri borgara Hverafuglarnir. Þau sungu líka á hátíðinni og gerðu það afskaplega vel að venju.
------
Gleymdi að minnast á albestu bókina sem ég las nýlega en það var bókin Náðarstund eftir Hannah Kent. Með betri bókum sem ég hef lengi lesið. Mæli með henni og finnst slæmt að hún skyldi ekki vera með á grobb bóka myndinni minni :-)
---------
Myndirnar eru af sýningunni Ákall. Þetta er einungis brot af sýningunni sem þið skuluð ekki missa af. Er líka mjög barnvæn svo nú er tækifærið að heimsækja safnið með börn nú eða barnabörn. Heiðin hvort sem er alltaf lokuð svo það er um að gera að vera ekki að þvælast neitt út fyrir bæjarmörkin :-)
Comments:
Skrifa ummæli