20. janúar 2015
Doktorinn minn góði fjarlægði saumana úr hnénu í dag og við skoðuðum síðan innvols þessa auma hnés á hreint ágætum myndum sem hann náði í aðgerðinni. Var að vona að hann segði að ég yrði algóð á eftir en þannig verður það víst ekki. Brjóskið farið og metnaðurinn settur í að geta gengið, synt og dansað - takk ! ! ! Það er reyndar alveg stórgott ef þetta þrennt tekst. Hugsið ykkur ef ég hefði nú til dæmis þurft að fara að hlaupa og ganga á fjöll - það hefði nú verið eitthvað :-)
En úr því að við skruppum í bæinn þá urðum við að líta á hann Óliver Þór og foreldra hans. Hann dafnar og er svo rólegur og yndislegur strákur. Það er svo gaman að litlu drengjunum okkar, gullmolar báðir tveir :-)
En úr því að við skruppum í bæinn þá urðum við að líta á hann Óliver Þór og foreldra hans. Hann dafnar og er svo rólegur og yndislegur strákur. Það er svo gaman að litlu drengjunum okkar, gullmolar báðir tveir :-)
Comments:
Skrifa ummæli