22. janúar 2015
Þegar maður er svona heimavið þá gefst loksins tækifæri til að lúslesa öll blöðin sem hingað detta inn. Þetta tekur reyndar marga tíma enda les ég ALLAR greinarnar í blöðunum. Hef einhvern veginn aldrei náð að lesa bara fyrirsagnir og skoða myndirnar. Hef haft heilmikla ánægju meira að segja af sumum minningargreinunum en get auðvitað ekki sagt frá því hér hverjar það eru því það er nú varla við hæfi. En þegar skrifað er af kímni og næmni um fólk sem fellur frá sátt við Guð og menn í hárri elli þá er hægt að hafa af greinunum bæði gagn og gaman.
Annars fannst mér pínu sérstakt að á mánudaginn þegar allt ætlaði nú um koll að keyra vegna Ásahrepps mála þá datt hér inn um lúguna blað sem heitir Sleggjan og fjallar um iðnað. Ágætis blað. Í því voru tvær nokkuð stórar greinar - önnur um fjárdrátt og hin um krísu stjórnun. Ég varð hreinlega að gá tvisvar hvort að blaðið hefði verið prentað samdægurs.
Augljóst var af þróun frétta dagsins að einhver gaf góð ráð varðandi almannatengsl síðla á mánudaginn.
Annars get ég heilshugar tekið undir með Brynjari Níelssyni sem orðaði þetta vel: maður sparkar ekki í liggjandi mann! Það ættu allir sem um samfélagsmál fjalla hvort sem það er í atvinnuskyni eða sér sjálfum til skemmtunar að hafa það í huga og ekki síður það að "aðgát skal höfð í nærveru sálar."
Þetta á við hvar í flokki sem við stöndum og hefði betur verið haft oftar í heiðri á liðnum misserum.
Annars fannst mér pínu sérstakt að á mánudaginn þegar allt ætlaði nú um koll að keyra vegna Ásahrepps mála þá datt hér inn um lúguna blað sem heitir Sleggjan og fjallar um iðnað. Ágætis blað. Í því voru tvær nokkuð stórar greinar - önnur um fjárdrátt og hin um krísu stjórnun. Ég varð hreinlega að gá tvisvar hvort að blaðið hefði verið prentað samdægurs.
Augljóst var af þróun frétta dagsins að einhver gaf góð ráð varðandi almannatengsl síðla á mánudaginn.
Annars get ég heilshugar tekið undir með Brynjari Níelssyni sem orðaði þetta vel: maður sparkar ekki í liggjandi mann! Það ættu allir sem um samfélagsmál fjalla hvort sem það er í atvinnuskyni eða sér sjálfum til skemmtunar að hafa það í huga og ekki síður það að "aðgát skal höfð í nærveru sálar."
Þetta á við hvar í flokki sem við stöndum og hefði betur verið haft oftar í heiðri á liðnum misserum.
--------------
Það er gaman að segja frá því að Albert Ingi bauð sig fram í kosningum til stjórnar Nemendafélagsins í ML og var kosinn annar af tveimur íþróttaformönnum. Það er heilmikil reynsla fólgin í framboði hvort sem maður vinnur eða ekki - sigur er reyndar alltaf ánægjulegri :-)
Comments:
Skrifa ummæli