23. janúar 2015
Þetta er bunkinn á náttborðinu. Hálfnuð með Kamp Knox en annars er ég búin með hinar. Aldís elst af systrunum sex var óneitanlega hvað athyglisverðust. Fékk hana í afmælisgjöf frá mömmu í fyrra. Titillinn hefur klárlega heillað móður mína. En í þessari bók sést ansi greinilega hvað jafnréttisbaráttan hefur gert fyrir konur. Bókin er gefin út árið 1953 og þessar sex systur féllu gjörsamlega í skuggann af einkasyninum. Skondin lesning árið 2015.
Comments:
Skrifa ummæli