<$BlogRSDUrl$>

26. mars 2014

Er í sumarleyfi í dag - eiginlega eingöngu til að fara í klippingu. Kvef og leiðindi gera að verkum að dagurinn nýtist ekki eins vel og ég ætlaði.

Í gær var fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem ég tók þátt í í gegnum  fjarfundabúnað.  Nú er verið að undirbúa flokksráðsfund sem haldinn verður þann 5. apríl og munu sveitarstjórnarmál verða þar í brennidepli.

25. mars 2014

Oft höldum við að verkefni okkar samfélags séu einstök og enginn annar glími við það sama.  En það er nú oftast alls ekki reyndin.  Danir glíma til dæmis við mikla fólksfækkun í smærri samfélögum og reyndar fjölgar ekki nema í stærstu bæjum.  Samkeppnin er mikil um bæði fólk og fyrirtæki.  Það var athyglisvert að sjá í þessu áhugaverða myndbandi að andlegu mörkin fyrir akstri til og frá heimili og vinnustað eru við 30 mínútur hvora leið.  Það gefur okkur hér í Hveragerði ákveðnar væntingar um framtíðina verandi í nákvæmlega 30 mínútna fjarlægð frá miðju höfuðborgarsvæðisins.  En áhugasamir geta séð þetta myndband dönsku sveitarfélagasamtakanna hér. http://www.youtube.com/watch?v=lDamGRp0fGE#t=10

24. mars 2014

Mánudagur og nú rignir sem aldrei fyrr. Ekki dettur manni nú til hugar að kvarta yfir því enda laus undan snjómokstri og hálkuvörnum sem er nú með því hvimleiðasta sem bæjarfélög þurfa að sinna. Afar mikilvægt að það sé vel gert en forgengileiki verkanna er algjör :-)

Robert Dell kom og kvaddi en hann er mjög öflugur og á tveimur dögum er hann búinn að koma víða við, heimsækja marga og hingað kom hann með margar góðar hugmyndir varðandi Hveragarðinn í miðbænum. Hann kemur aftur í júní og þá með stúdentana sína, frá Coopers Union, með sér.

Nú hafa öll áform um sameiningu Landbúnaðarháskólans og Háskóla Íslands verið slegin af. Í staðinn berast fregnir af stífri kröfu um aðhald og niðurskurð í rekstri stofnana. Nú er brýnt að Sunnlendingar fylki sér um Landbúnaðarháskólann á Reykum og standi vörð um framtíð náms í garðyrkju. Það verður verkefni næstu vikna.


23. mars 2014

Föstudagurinn hófst á fundi í Reykjavík þar sem við austan fólkið hittum arkitekta Arkibúllunnar og Margréti Leifsdóttur til að setja í gang vinnu við hönnun á breytingum og endurbótum á sundlauginni Laugaskarði. Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu verkefni. Þær nálgast það með svo mikilli virðingu fyrir húsinu og þeirri frábæru aðstöðu sem er í Laugaskarði að ég efast ekki um að eitthvað gott á eftir að koma út úr þessu.

Gekk síðan frá afsali vegna sölu á íbúð bæjarins í blokkinni við Reykjamörk. Nú á Hveragerðisbær engar íbúðir þar lengur. Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur hafa komið í stað íbúða í eigu bæjarfélagsins. Er það skynsamleg breyting að mínu mati. Það er aftur á móti heldur verra hversu erfitt er að fá leiguhúsnæði hér í bæ. Ef að Íbúðalánasjóður myndi leigja út íbúðir sem hér eru í þeirra eigu væri staðan öll önnur.

Eftir hádegi á föstudaginn var fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var umræða um kjaramál fyrirferðarmest en kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna hefur nú verið vísað til sáttasemjara. Kennarar framhaldsskólanna eru enn i verkfalli og hér er ungur maður heimavið þess vegna. Hann hefur reyndar haft í nógu að snúast, mokar stéttar og passar frænda sinn á milli þess sem hann undirbjó sig fyrir bóklega bílprófið sem er í höfn eftir fimmtudaginn. Við erum afar stolt af þessum flotta unga manni :-)

Annar flottur ungur maður, hann Haraldur Fróði, varð eins árs á föstudaginn. Boðið var til glæsilegrar veislu á laugardag þar sem ungi maðurinn átti sviðið enda farinn að taka fyrstu skrefin.
Hann og mamma hans fóru síðan með okkur í fermingarveislu upp á Akranes í dag sunnudag þar sem Bjartur Finnbogason bauð til glæsiegrar veislu í tilefni af fermingunni sinni. Við áttum þar saman afar góða stund, Hreiðursættin, enda alltaf gaman þegar þessi skemmtilegi hópur hittist. Á myndinni eru systkinin frá Hreiðri í Holtum, glæsileg eins og alltaf.

Nú hefur verið boðað til fundar þar sem D-listinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag kl. 20. Hvet alla félagsmenn til að mæta !

20. mars 2014

Engum finnst skemmtilegt þegar honum eru eignaðir eðliskostir sem ekki eru hans. Hér í Hveragerði munu bæjarbúar fá að segja sína skoðun og bæjarstjórn næsta kjörtímabils mun vinna í samræmi við vilja bæjarbúa í þessu máli. Að sjálfsögðu - annað væri í hæsta máta óeðlilegt ! Svo er rétt að geta þess að ég er ekki þingmaður ég er sveitarstjórnarmaður og vinn að hagsmunum íbúanna - til þess er ég kosin :-)

Á bæjarráðsfundi í morgun fengu Byggbræður ehf úthlutað tveimur lóðum fyrir raðhús. Þar með er búið að úthluta fjórum raðhúsalóðum og einni lóð fyrir einbýlishús á tveimur vikum. Það eru miklu betri viðbrögð en við þorðum að vonast eftir þegar ákveðið var að lækka gatnagerðargjöldin um 50%.

Það var ekki síður ánægjulegt að vera viðstödd opnun tilboða í gatnagerð sumarsins. Lægsta tilboð í gatnagerðina í Þverhlíð og Bröttuhlíð átti heimamaðurinn Guðmundur Arnar Sigfússon eða Arnon efh. Tilboðið nam 97,4% af kostnaðaráætlun. Þegar þessari framkvæmd verður lokið þá munu einungis nokkrir litlir stubbar verða eftir ómalbikaðir í bænum. Það klárum við á næsta ári !

Kíkti á nýtt húsnæði skólaselsins en nú er framkvæmdum þar lokið. Þetta er bjart og skemmtilegt húsnæði sem vafalaust mun verða vel nýtt af yngstu kynslóðinni.

Robert Dell prófessor frá Coopers Union háskólanum í New York heimsótti mig í dag og áttum við gott spjall um framtíðina, ferðamennsku og þá möguleika sem Hveragerði býður uppá. Hann ætlar að kíkja á okkur í opið hús á laugardaginn og hitta fleiri.

Í vikunni hitti ég Þóru Sæunni Úlfsdóttur, talmeinafræðing, sem er að gera hér afar góða hluti. Hún er með mjög skýra sýn og góða á málefni barna með málþroskaröskun. Mér finnst ég alltaf læra svo mikið þegar ég hitt fólk með svona mikla þekkingu á málum. Það er gagnlegt !

Erum að leggja lokahönd á bækling um sorpflokkun sem verður sendur út um mánaðarmótin. Það er einhvern veginn heilmikil fjölmiðla umfjöllun í gangi núna og í það mikill tími.17. mars 2014

Var að hugsa um að deila þessu á facebook en hætti við og set þetta frekar hér þar sem færri eru viðstaddir.

Yfirleitt deili ég nú ekki svona fréttum en hér stendur mér málið örlítið nærri eftir að ég lenti í margra mánaða veikindum af völdum streptókokka sem enduðu með því að ég varð gjörsamlega ósjálfbjarga og í hjólastól um tíma. Er því svo yfir mig ánægð með heilsuna í dag þó að liðirnir hafi kannski ekki alveg orðið eins aftur. En það er svo óendanlega smávægilegt miðað við það sem hefði getað gerst! Streptókokkar eru svo miklu, miklu hættulegri en við höldum...

13. mars 2014

Nú sér fyrir endann á framkvæmdum við Þórsmörk 1A en þar mun "Skólaselið" væntanlega flytja inn í lok næstu viku. Þetta lýtur orðið afskaplega vel út og eftir því sem ég heyri eru starfsmenn ánægðir með framkvæmdirnar enda hafa þeir verið með í ráðum allan tímann fyrir nú utan að kaupin og þessi aðgerð öll er hugmynd frá þeim komin. Þannig fæðast oft albestu hugmyndirnar og verkefnin - svo endilega komið hugmyndunum ykkar á framfæri mín kæru :-)

Tveir góðir einstaklingar kíktu við í gott spjall annars vegar Guðmundur Arnar sem hér er öflugur jarðvinnuverktaki og hins vegar Soffía fasteignasali í Byr fasteignir. Ofarlega á baugi hjá þeim báðum voru möguleikar á ýmsum sviðum sem hér eru. Fasteignaverð og deiliskipulag nýrra svæða eru atriði sem við nú þreytumst ekki á að ræða. Ég hef þá trú að verð fasteigna geti ekki annað en hækkað hér og tók Soffía undir þá skoðun.

Annars fór dagurinn að mestu í undirbúning fyrir bæjarstjórnarfund síðdegis. Þar voru teknar ýmsar góðar ákvarðanir sem allar verða vonandi til góðs fyrir bæjarbúa. Við samþykktum til dæmis samninga sem munu verða til þess að virðisaukaskattur verður ekki lengur greiddur af húsaleigunni í Sunnumörk, það mun lækka greiðslurnar um rúmar 8 mkr á ári. Það munar um minna. Róbert spurði um húsaleigu per fermetra og fékk svör á fundinum. (Tölur verða settar inn á morgun). Þær fréttir bárust síðan inn á fundinn að búið væri að ganga frá húsaleigu samningi um flutning Vínbúðarinnar yfir í Sunnumörk. Er óhætt að segja að bæjarfulltrúar hafi tekið fréttunum fagnandi.

Bæjarstjórn samþykkti líka að hefja nú þegar vinnu við þarfagreiningu og hönnun endurbóta við Sundlaugina í Laugaskarði. Þar á helst að horfa til aðgengismála, búningsklefanna, mögulegra útiklefa, endurbætts pottasvæðis með fjölbreyttari pottum og fleira skemmtilegt. Ætlunin er síðan að áfangaskipta framkvæmdum svo hægt sé að hefjast handa fljótlega. Mjög spennandi verkefni!

En síðast en ekki síst samþykkti bæjarstjórn breytingatillögu meirihlutans við tillögu minnihlutans þar sem lagt var til að samhliða sveitarstjórnarkosningunum verði farið í ráðgefandi skoðanakönnun meðal íbúa um vilja þeirra til sameiningar. Spurt verður um hvort að viðkomandi vilji sameinast öðru/öðrum sveitarfélögum og ef svo er verði gefnir 3-4 valkostir um sameiningarmöguleikana. Bæjarstjórn næsta kjörtímabils mun síðan vinna í samræmi við niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Það er alveg ljóst að ákvörðun um undirbúning mögulegra sameininga er eðlilegast að íbúar taki og byggi ákvörðun sína á því hvort að þeir telji betra að Hveragerði sé sjálfstætt sveitarfélag eða hluti af öðru stærra. Sjálf er ég sannfærð um að bæjarbúar munu taka ákvörðun út frá því sem er réttast fyrir Hvergerðinga. Ég get allavega sagt að ég mun vinna að framgangi þeirrar tillögu sem íbúar samþykkja - til þess erum við kosin.

En lesið endilega fundargerð bæjarstjórnarfundarina, þar er að finna ýtarlegar greinargerðir með tillögunum.

12. mars 2014

Það er alltaf fróðlegt að vita hverjir eru elstu íbúar Hveragerðisbæjar á hverjum tíma.
Hér í Hveragerði búa nú 22 einstaklingar sem verða 90 ára eða eldri á árinu 2014.

Elsti Hvergerðingurinn er Guðbjörg Runólfsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Auðsholti, sem verður 98 ára í júlí nk. Næst elst er Regína Guðmundsdóttir, sem lengi bjó á Selfossi, en hún heldur uppá 96 ára afmælið sitt í dag og sendi ég mínar bestu afmæliskveðjur til hennar.

Elsti karlmaður Hveragerðisbæjar er Eiður Hermundsson sem lengi bjó í Laufskógunum en hann er tveimur árum yngri en Regína.

Það er ánægjulegt að sjá að elstu íbúar bæjarins hafa margir hverjir búsetu á hjúkrunarheimilinu en það eru forréttindi að hér skuli vera búið jafn vel að þessum hópi íbúa og þar er gert. Einnig er hér fjölbreytt flóra húsnæðis sem hentar vel eldra fólki en Búmanna íbúðirnar og húsnæðið sem ÍAV hefur byggt í tengslum við Heilsustofnun NLFÍ hafa verið afar vinsæll kostur þeirra sem vill minnka við sig og njóta jafnframt góðrar þjónustu.

Það er gaman að geta sagt frá því að það virðist sem að nú fjölgi nokkuð í yngstu árgöngum bæjarbúa en börn fædd 2011 eru 37 talsins, en það er fjórum börnum fleira en í árganginum sem fæddur er 2008 sem þykir nú líka nokkuð stór. Börn fædd árið 2013 eru 30 og þegar eru fædd hér í Hveragerði 5 börn á árinu 2014. Fjölmennustu árgangar bæjarbúa eru aftur á móti fæddir árið 1960 og 1996 eða 42 einstaklingar. Næstfjölmennastur er 1997 árgangurinn með 41 einstakling innanborðs og þriðji fjölmennasti eru ungmennin sem fædd eru 1989 og 1994 en hér búa 40 frá hvoru ári. Íbúar alls eru 2.324.

Skemmtilegar vangaveltur, en rétt er að geta þess að hinn stórgóði árgangur sem fæddur er 1964 telur 37 einstaklinga og er hann því í topp tíu ;-)


11. mars 2014

Tók eftir því þegar ég renndi yfir eldri færslur að nú verði ég að fara að aðgreina Arana sem ég vinn með. Annars vegar er það Ari Thorarensen sem er formaður stjórnar Sorpstöðvar og hins vegar Ari Eggertsson umhverfisfulltrúi.
------------------------
Í dag sinntum við Ari Thor Héraðsnefnd Árnesinga, fyrst fórum við á fund stjórnar Árnesingafélagsins til að ræða Áshildarmýri á Skeiðum. Þar á Árnesingafélagið nokkuð stóra landspildu þar sem ræktaður hefur verið skógur og þar stendur einnig minnismerki um atburði sem þarna hafa átt sér stað.
Við ræddum þarna um framtíð þessa reits og munum við Ari í framhaldinu taka málið upp við framkvæmdastjórn Héraðsnefndar.

Við hittum einnig framkvæmdastjóra Landverndar á mjög góðum fundi til að ræða framtíð Alviðru og Öndverðarness en þessi lönd eru í sameiginlegri eigu Landverndar og Héraðsnefndar. Það er löngu orðið brýnt að koma þessu landi í einhver not sem samrýmst geta skilyrðum i gjafabréfinu sem jörðinni fylgdi.

Náði austur á nokkuð góðum tíma og undirbjó fundarboð bæjarstjórnarfundar. Fór síðan í heimsókn í opið hús hjá Myndlistarfélagi Árnessýslu sem nú hefur fengið inni í "Gamla barnaskólanum". Þetta var afar skemmtileg heimsókn og gaman að sjá hversu vel þau hafa hreiðrað um sig á hæðinni. Allir gestir sem komu til þeirra fengu að spreyta sig á silkimálun sem er afskaplega skemmtilegt. Ég tók mig nú bara ansi vel út finnst mér og var ánægð með afraksturinn. Sæunn, Óskar og Ásta sem sjást þarna á hinni myndinni nýta öll vinnuaðstöðuna ásamt fleirum.

Brunaði síðan beint á Selfoss með Helgu skrifstofustjóra á fund um hagstjórnina og spá greiningardeildar Arion banka. Mjög gagnlegur fundur og það var gaman að sjá og heyra hversu jákvæður tónn var þarna sleginn.

Þurfti að vera mætt á Hótel Örk kl. 19 og rétt náði því. Bauð mömmu með í kvöld en undanfarna þriðjudaga hef ég rabbað við gesti Sparidaga og haft af því mikið gaman.

8. mars 2014

Verð að deila þessu bréfi með ykkur lesendum mínum hér... En þessa sendingu fékk Valdimar bróðir í síðustu viku frá fyrrverandi markaðsstjóra Kjörís, Skorra Andrew Aikman !

-----------------------------------------------
Sæll elskulegur,

Frá því að ég hætti að vinna hjá Kjörís hef ég fylgst með ykkur, af áhuga, úr fjarska. Mér hefur litist vel á flesta hluti sem frá fyrirtækinu hefur komið og því ekki séð ástæðu til þess að skipta mér af. Ég hef getað verið afslappaður gagnvart þessu afskiptaleysi mínu þar til í morgun þegar ég las Morgunblaðið. Þar gat ég ekki betur séð en að systir þín, Guðrún Hafsteinsdóttir, hafi verið í viðtali.
Ég hef ýmislegt við þetta viðtal að athuga:

-Í fyrsta lagi getur hún þess ekki að blómatími Kjörís hafi verið frá miðjum síðasta áratugs til septembers á því herrans ári 2007. Hvort þið Hafsteinsbörn áttið ykkur á því af hverju það hafi verið get ég ekki sagt. Viljir þú komast að því skaltu skoða starfsmannaskrá félagsins á þessu tímabili og spyrja þig síðan að því – hvaða starfsmann vantar ? Ersaég ??

-Mér varð það ljóst þegar ég renndi yfir þessa grein í blaðinu að málið snérist um framboð æðstu manna í Kjörís til formannssetu af einhverjum toga. Ég áætlaði strax að þú, Valdimar Hafsteinsson, værir nú að bjóða þig fram og að kynþokki systur þinnar væri þarna hafður í forgrunni til að laða að atkvæði. Mér brá því heldur betur í brún þegar mér varð ljóst að hún væri að bjóða sig fram. Ég fylltist óhugnaði og hætti eðlilega lestri umsvifalaust. Ég hef ekki enn fengið mig til þess að ljúka lestri greinarinnar. Ef mér hefur skjátlast – og að þú sért í raun í framboði – biðst ég afsökunar á þessum viðbrögðum mínum. Ef systur þínar ætla að trana sér frekar fram hef ég eftirfarandi um málið að athuga:
oHvað er eiginlega í gangi – hefur þú enga stjórn á hlutunum?

o Heldur þú að forfeður þínir væru stoltir fyrir þessu stjórleysi sem á sér stað í Kjörís – já og í Hveragerði – því mér skilst að eldri systir þín sé að vinna á bæjarskrifstofunum !!

o Haldið þið Hafsteinsbörn að allir karlmenn þjóðarinnar séu svo uppteknir að þeir geti ekki mannað þessa stöðu?

o Ef þetta framboð er einhverskonar grín – þá gott og vel. Ég er bara ekki viss um að menn átti sig á því og telji í alvöru að Guðrún sé að bjóða sig fram í þetta embætti. Bentu henni vinsamlegast á að þarna er staða forMANNS um að tefla – við erum að tala um stjórnunarstöðu – for crying out lout !!!

o Væri ekki viturlegra að hún einbeitti sér að heimilisstörfum – þörfum mannsins síns – og hugsanlega þrifum í fyrirtækinu !!!

o Ég veit að ég hef áður ritað um þessar nýmóðins skoðanir systra þinna um að þær geti sinnt þessu. Hugsanlega er þessi staða ekki svo mikilvæg að allt fari á aðra hliðina í landinu við það eitt að hún hlyti kosningu. Það breytir því ekki að þetta upphlaup er bara óviðeigandi og sviptir hana öllum kvenleika. Ég fer að halda að kvennfók Hveragerðis séu að breytast í einhverja skeggapa !!

Reyndu nú að koma skikk á hlutina svo ég þurfi ekki að mæta til að laga til eftir þetta upphlaup. Sannarlega vona ég að um misskilning sé að ræða – nú eða að þetta sé bara mislukkaður brandari.

Þú lætur mig kannski vita hvernig þér tekst til að fá hlýðni í systurnar.

Með bróðurlegri kveðju,

Skorri Andrew Aikman.

-------------------------------------------
Okkar kæra vini Skorra til ómældrar armæðu hefur Guðrún systir nú hlotið kosningu í þetta umrædda embætti. Við vonum svo innilega að hann taki nú gleði sína fljótlega því skemmtilegri maður er vandfundinn. Það muna líka starfsmenn Kjörís eldri en tvævetur :-)

Mundi allt í einu eftir þessari stórglæsilegu mynd af okkur Skorra sem er tekin í einni af mörgum utanlandsreisum okkar á meðan að Unilever var og hét. Hér erum við í Búkarest í Rúmeníu fyrir tæpum 10 árum :-)

7. mars 2014

Eins og oft áður hafa fundir um sorp og endurvinnslu verið nokkrir undanfarið. Meðal annars fór ég ásamt Ara og Aðalsteini fyrir hönd Sorpstöðvar Suðurlands á fund með fulltrúum Sorpu til að ræða gang þeirra viðræðna sem nú eru í gangi milli aðila. Svo sem fátt nýtt að frétta þaðan, en mér fannst samt Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi eiga athugsemd dagsins þegar hann benti á þá staðreynd að þarna værum við stödd með ÖLLUM bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu, það er honum sjálfum :-)

Annan dag fórum við Ari og Guðmundur og heimsóttum Gámaþjónustuna sem var lægstbjóðandi í útboði um sorphirðu í Hveragerði. Þeir eru með góða aðstöðu í Hafnarfirði sem var athyglisvert að skoða. Allir sem halda því fram að það sem við flokkum sé urðað ættu að heimsækja annað hvort Gámaþjónustuna eða Íslenska gámafélagið og hitta fólkið sem vinnur við að flokka plastið okkar, dósirnar, blöðin og pappann. Þarna eru fólgin verðmæti sem ekkert endurvinnslufyrirtæki myndi nokkurn tíma urða. Gámaþjónustan mun hefja þjónustu hér í bæ þann 1. apríl en til stendur að senda kynningar og fræðslusefni til bæjarbúa fyrir þann tíma.

Í dag fórum við yfir leigusamninginn í Sunnumörkinni en breyttar forsendur þar verða kynntar innan skamms. Við Guðmundur og Jóhanna hittumst og fórum yfir forsendur, óskir og væntingar vegna framkvæmda við sundlaugina Laugaskarði en á árinu eru settar 15,5 mkr til nýframkvæmda og viðhalds þar. Greinargerð verður síðan lögð fram á fundi bæjarstjórnar í næstu viku.

6. mars 2014

Frétt dagsins stór og ánægjuleg en Guðrún systir var í dag kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Glæsielg niðurstaða og ég veit að hún mun standa sig vel í þessu sem öðru sem hún tekur sér fyrir hendur.

Annars var bæjarráðsfundur í morgun þar sem helsta málið var lóðaúthlutun í Dalsbrún. Það kom öllum á óvart að það skyldu berast annars vegar 7 og hins vegar 5 umsóknir og allar um sömu lóðirnar. Merkilegt þar sem í þessari sömu götu eru þónokkrar aðrar lóðir þar sem byggja má sambærileg hús. Einhver myndi jafnvel segja að þær lóðir væru ekki síðri verandi nær miðbænum. En bæjarráð ákvað með ítarlegum rökstuðningi að úthluta báðum lóðunum til sama aðilans. Hvet ég fólk til að lesa fundargerð bæjarráðs og sjá hvaða rök liggja að baki þeirri ákvörðun.

Vann greinargerð um Sundlaugina í Laugaskarði og eyddi nokkrum tíma í að skoða höfundarrétt arkitekta meðal annars. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir fjármunum til hönnunar á endurbótum á húsinu og vonandi duga þeir til hugmyndavinnu á útisvæðinu einnig. Sundlaugin er miklu meiri perla en við gerum okkur flest grein fyrir og mikilvægt að henni sé sýndur sómi.This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet