11. mars 2014
Tók eftir því þegar ég renndi yfir eldri færslur að nú verði ég að fara að aðgreina Arana sem ég vinn með. Annars vegar er það Ari Thorarensen sem er formaður stjórnar Sorpstöðvar og hins vegar Ari Eggertsson umhverfisfulltrúi.
------------------------
Í dag sinntum við Ari Thor Héraðsnefnd Árnesinga, fyrst fórum við á fund stjórnar Árnesingafélagsins til að ræða Áshildarmýri á Skeiðum. Þar á Árnesingafélagið nokkuð stóra landspildu þar sem ræktaður hefur verið skógur og þar stendur einnig minnismerki um atburði sem þarna hafa átt sér stað.
Við ræddum þarna um framtíð þessa reits og munum við Ari í framhaldinu taka málið upp við framkvæmdastjórn Héraðsnefndar.
Við hittum einnig framkvæmdastjóra Landverndar á mjög góðum fundi til að ræða framtíð Alviðru og Öndverðarness en þessi lönd eru í sameiginlegri eigu Landverndar og Héraðsnefndar. Það er löngu orðið brýnt að koma þessu landi í einhver not sem samrýmst geta skilyrðum i gjafabréfinu sem jörðinni fylgdi.
Náði austur á nokkuð góðum tíma og undirbjó fundarboð bæjarstjórnarfundar. Fór síðan í heimsókn í opið hús hjá Myndlistarfélagi Árnessýslu sem nú hefur fengið inni í "Gamla barnaskólanum". Þetta var afar skemmtileg heimsókn og gaman að sjá hversu vel þau hafa hreiðrað um sig á hæðinni. Allir gestir sem komu til þeirra fengu að spreyta sig á silkimálun sem er afskaplega skemmtilegt. Ég tók mig nú bara ansi vel út finnst mér og var ánægð með afraksturinn. Sæunn, Óskar og Ásta sem sjást þarna á hinni myndinni nýta öll vinnuaðstöðuna ásamt fleirum.
Brunaði síðan beint á Selfoss með Helgu skrifstofustjóra á fund um hagstjórnina og spá greiningardeildar Arion banka. Mjög gagnlegur fundur og það var gaman að sjá og heyra hversu jákvæður tónn var þarna sleginn.
Þurfti að vera mætt á Hótel Örk kl. 19 og rétt náði því. Bauð mömmu með í kvöld en undanfarna þriðjudaga hef ég rabbað við gesti Sparidaga og haft af því mikið gaman.
------------------------
Í dag sinntum við Ari Thor Héraðsnefnd Árnesinga, fyrst fórum við á fund stjórnar Árnesingafélagsins til að ræða Áshildarmýri á Skeiðum. Þar á Árnesingafélagið nokkuð stóra landspildu þar sem ræktaður hefur verið skógur og þar stendur einnig minnismerki um atburði sem þarna hafa átt sér stað.
Við ræddum þarna um framtíð þessa reits og munum við Ari í framhaldinu taka málið upp við framkvæmdastjórn Héraðsnefndar.
Við hittum einnig framkvæmdastjóra Landverndar á mjög góðum fundi til að ræða framtíð Alviðru og Öndverðarness en þessi lönd eru í sameiginlegri eigu Landverndar og Héraðsnefndar. Það er löngu orðið brýnt að koma þessu landi í einhver not sem samrýmst geta skilyrðum i gjafabréfinu sem jörðinni fylgdi.
Náði austur á nokkuð góðum tíma og undirbjó fundarboð bæjarstjórnarfundar. Fór síðan í heimsókn í opið hús hjá Myndlistarfélagi Árnessýslu sem nú hefur fengið inni í "Gamla barnaskólanum". Þetta var afar skemmtileg heimsókn og gaman að sjá hversu vel þau hafa hreiðrað um sig á hæðinni. Allir gestir sem komu til þeirra fengu að spreyta sig á silkimálun sem er afskaplega skemmtilegt. Ég tók mig nú bara ansi vel út finnst mér og var ánægð með afraksturinn. Sæunn, Óskar og Ásta sem sjást þarna á hinni myndinni nýta öll vinnuaðstöðuna ásamt fleirum.
Brunaði síðan beint á Selfoss með Helgu skrifstofustjóra á fund um hagstjórnina og spá greiningardeildar Arion banka. Mjög gagnlegur fundur og það var gaman að sjá og heyra hversu jákvæður tónn var þarna sleginn.
Þurfti að vera mætt á Hótel Örk kl. 19 og rétt náði því. Bauð mömmu með í kvöld en undanfarna þriðjudaga hef ég rabbað við gesti Sparidaga og haft af því mikið gaman.
Comments:
Skrifa ummæli