24. mars 2014
Mánudagur og nú rignir sem aldrei fyrr. Ekki dettur manni nú til hugar að kvarta yfir því enda laus undan snjómokstri og hálkuvörnum sem er nú með því hvimleiðasta sem bæjarfélög þurfa að sinna. Afar mikilvægt að það sé vel gert en forgengileiki verkanna er algjör :-)
Robert Dell kom og kvaddi en hann er mjög öflugur og á tveimur dögum er hann búinn að koma víða við, heimsækja marga og hingað kom hann með margar góðar hugmyndir varðandi Hveragarðinn í miðbænum. Hann kemur aftur í júní og þá með stúdentana sína, frá Coopers Union, með sér.
Nú hafa öll áform um sameiningu Landbúnaðarháskólans og Háskóla Íslands verið slegin af. Í staðinn berast fregnir af stífri kröfu um aðhald og niðurskurð í rekstri stofnana. Nú er brýnt að Sunnlendingar fylki sér um Landbúnaðarháskólann á Reykum og standi vörð um framtíð náms í garðyrkju. Það verður verkefni næstu vikna.
Robert Dell kom og kvaddi en hann er mjög öflugur og á tveimur dögum er hann búinn að koma víða við, heimsækja marga og hingað kom hann með margar góðar hugmyndir varðandi Hveragarðinn í miðbænum. Hann kemur aftur í júní og þá með stúdentana sína, frá Coopers Union, með sér.
Nú hafa öll áform um sameiningu Landbúnaðarháskólans og Háskóla Íslands verið slegin af. Í staðinn berast fregnir af stífri kröfu um aðhald og niðurskurð í rekstri stofnana. Nú er brýnt að Sunnlendingar fylki sér um Landbúnaðarháskólann á Reykum og standi vörð um framtíð náms í garðyrkju. Það verður verkefni næstu vikna.
Comments:
Skrifa ummæli