25. mars 2014
Oft höldum við að verkefni okkar samfélags séu einstök og enginn annar glími við það sama. En það er nú oftast alls ekki reyndin. Danir glíma til dæmis við mikla fólksfækkun í smærri samfélögum og reyndar fjölgar ekki nema í stærstu bæjum. Samkeppnin er mikil um bæði fólk og fyrirtæki. Það var athyglisvert að sjá í þessu áhugaverða myndbandi að andlegu mörkin fyrir akstri til og frá heimili og vinnustað eru við 30 mínútur hvora leið. Það gefur okkur hér í Hveragerði ákveðnar væntingar um framtíðina verandi í nákvæmlega 30 mínútna fjarlægð frá miðju höfuðborgarsvæðisins. En áhugasamir geta séð þetta myndband dönsku sveitarfélagasamtakanna hér. http://www.youtube.com/watch?v=lDamGRp0fGE#t=10
Comments:
Skrifa ummæli