17. mars 2014
Var að hugsa um að deila þessu á facebook en hætti við og set þetta frekar hér þar sem færri eru viðstaddir.
Yfirleitt deili ég nú ekki svona fréttum en hér stendur mér málið örlítið nærri eftir að ég lenti í margra mánaða veikindum af völdum streptókokka sem enduðu með því að ég varð gjörsamlega ósjálfbjarga og í hjólastól um tíma. Er því svo yfir mig ánægð með heilsuna í dag þó að liðirnir hafi kannski ekki alveg orðið eins aftur. En það er svo óendanlega smávægilegt miðað við það sem hefði getað gerst! Streptókokkar eru svo miklu, miklu hættulegri en við höldum...
Yfirleitt deili ég nú ekki svona fréttum en hér stendur mér málið örlítið nærri eftir að ég lenti í margra mánaða veikindum af völdum streptókokka sem enduðu með því að ég varð gjörsamlega ósjálfbjarga og í hjólastól um tíma. Er því svo yfir mig ánægð með heilsuna í dag þó að liðirnir hafi kannski ekki alveg orðið eins aftur. En það er svo óendanlega smávægilegt miðað við það sem hefði getað gerst! Streptókokkar eru svo miklu, miklu hættulegri en við höldum...
Comments:
Skrifa ummæli