<$BlogRSDUrl$>

29. nóvember 2012

Fundur með starfsmönnum sundlaugarinnar í Laugaskarði í dag. Þar fór ég yfir helstu þætti nýrrar starfsmannastefnu og ræddi ýmis önnur mál sem brenna á starfsmönnum. Fundurinn var afar léttur og skemmtilegur enda hvernig má annað vera með þessum hópi.

Þar var líka mættur umsjónarmaður Hamarshallarinnar sem nú gegnir hinu virðulega heiti Baron von Lufthausen. Það finnst mér reyndar mjög flott og mun betra heldur en ýmis önnur svipuð sem ég hef heyrt að undanförnu og mun ekki hafa eftir hér :-)
Reyndar vona ég að Steinar verði nú sem mest sjálfum sér líkur þó hann hafi nú fengið þetta glæsta viðurnefni, þannig viljum við helst hafa hann :-)

Bæjarstjórnarfundur síðdegis þar sem fjárhagsáætlun var vísað til síðari umræðu og þriggja ára áætlun einnig. Það urðu litlar umræður eins og við mátti búast þegar bæjarstjórn vinnur áætlunina saman.

Í greinargerð minni á fundinum kom meðal annars fram að við munum ná markmiðum bæjarstjórnar um að skilyrði nýrra sveitarstjórnarlaga verði uppfyllt en í því felst m.a. að:

-Samanlögð rekstrarniðurstaða samstæðu A/B hluta skal vera jákvæð á hverju þriggja ára tímabili.
- Heildarskuldir og skuldbindingar séu ekki hærri en sem nemur 150% af tekjum.

Afborganir langtímalána verða rúmlega 156 mkr og engin ný lántaka mun eiga sér stað á árinu 2013. Í lok árs 2013 verða langtímaskuldir samstæðu 2.154 mkr. Þar af er lífeyrisskuldbinding sveitarsjóðs 360 mkr. Skuldir og skuldbindingar Hveragerðisbæjar í lok ársins 2013 munu verða 139% af árstekjum. Skv. fjármálareglum sveitarfélaga er heimilt að draga frá skuldum skuldbindingu vegna lífeyris sem fellur til eftir 15 ár og síðar. Sé það gert myndi skuldahlutfallið batna enn frekar og mun það sjást í ársreikningi. Er skuldastaða sveitarfélagsins því vel undir skuldaþakinu sem lögfest hefur verið í nýjum sveitarstjórnarlögum.

Einnig kom fram að:

•Útsvarsprósenta verður óbreytt eða 14,48%.
•Álagningarprósentur fasteignagjalda verða með þeim hætti að álögur á íbúðaeigendur munu eingöngu hækka um sem nemur hækkun fasteignamats. Breyting er gerð á innbyrðis prósentum sem ekki hefur áhrif á heildaálagninguna.
•Gert er ráð fyrir að framlag Jöfnunarsjóðs hækki frá áætlaðri niðurstöðu ársins 2012 og byggir áætlun ársins 2013 á rauntölum ársins 2012.

•Gjaldskrár hækka almennt miðað við verðlagsþróun undanfarins ár eða um 4,19%. Í öllum tilfellum er hagur bæjarbúa hafður að leiðarljósi og hækkunum stillt í hóf eins og mögulegt er.
•Fjárhagsáætlanir einstakra deilda eru unnar í góðri samvinnu við forstöðumenn stofnana og ber að þakka þann einlæga vilja og jákvæðni sem starfsmenn hafa sýnt við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Ætlast er til að forstöðumenn sýni ýtrustu hagræðingu bæði í innkaupum og í starfsmannahaldi.
•Lögð er rík áhersla á endurbætur eigna árið 2013 og í fjárfestingu er meðal annars gert ráð fyrir klæðningu handmenntahúss og viðhaldi skólamannvirkja, fráveitu og vatnslögnum í og við sundlaugina Laugaskarði, parket á gólf íþróttahússins við Skólamörk ennfremur er gert ráð fyrir kaupum á bifreið fyrir áhaldahús og áframhaldandi uppbyggingu göngustígakerfis bæjarins.28. nóvember 2012

Selfoss snemma morguns og beint á fund í starfshópi sem er að fara yfir samninga um málefni fatlaðra sem gerðir voru þegar málefnið var flutt yfir til sveitarfélaganna þann 1. janúar 2011. Nú er komin nokkur reynsla af málaflokknum og því tímabært að reynt sé að sníða af mestu vankantana sem komið hafa í ljós. Við lukum störfum og nýir samningar verða sendir sveitarfélögunum í lok vikunnar til umfjöllunar og samþykktar.

Vann glærukynningar fyrir bæjarstjórnarfundinn á morgun og átti nokkur góð símtöl vegna hinna ýmsu mála. Síðdegis var stjórnarfundur í Kjörís en núna í nóvember náði fyrirtækið þeim merka áfanga að veltan fór yfir milljarð það sem af er ári. Gott sumar og góð tíð hefur gert að verkum að salan hefur verið góð. Góð vara sem fólk hefur getað treyst í áratugi leikur þarna lykilhlutverk ásamt frábæru starfsfólki.

Eftir fundinn fórum við systkin uppí Hamarshöll að sækja Hauk yngsta son Guðrúnar sem þar var á fyrstu æfingunni sinni í húsinu. Þarna var vægast sagt mikið fjör, krakkarnir kunnu sér ekki læti og hlupu út um allt hús enda leiksvæðið ansi stórt. Ég gat ekki betur séð og heyrt en að allir þeir sem þarna voru væru ánægðir með aðstöðuna og þá gjörbyltingu sem nú hefur orðið á aðstöðu til íþróttaiðkunar hér í bæ.

Sundlaugina áttum við einar sundleikfimikonur sem er harla óvenjulegt en greinilegt var að sunddeildinni hafði verið gefið frí. Tengdasonurinn stóð síðan við eldavélina og töfraði fram dýrindis kebab frá grunni þegar heim var komið, handa Laufeyju, mér og mömmu. Ég er forréttindakona hvað eldhúsverkin varðar, það er víst alveg á hreinu. Síðan bættust Gunna og Svava í hópinn svo það var mikið skrafað og prjónað á Heiðmörkinni í kvöld.

Undir miðnætti var svo farið í að reyna að grynnka á tölvupóstum undanfarinna daga sem hafa hrannast upp í önnum fjárhagsáætlunargerða, það tókst bærilega :-)

27. nóvember 2012

Byrjaði daginn með Jóhönnu og Helgu í Hamarshöllinni þar sem verið er að leggja lokahönd á frágang innanhúss. Síðdegis í dag mættu síðan fyrstu iðkendur hússins sem beðið hafa að þeim finnst alltof lengi eftir að komast þarna inn. Í húsinu er hálfur gervigrasvöllur, 1000 m2 íþróttagólf með línum fyrir körfuboltavelli, handboltavöll, 9 badmintonvell, blakvelli, boccia og fleira. Á lokametrunum var síðan ákveðið að setja þarna inn ansi skemmtilegan púttvöll sem golfarar geta nýtt sér sem og aðrir gestir hússins. Inni í húsinu var 20 gráðu hiti í dag enda logn og gott veður.

Við Helga undirbjuggum síðan bæjarstjórnarfund og fundarboðið. Útbjó fjölda skjala með gjaldskrárbreytingum sem senda þarf síðan til Stjórnartíðinda til birtingar. Nokkur gestagangur var á skrifstofunni í dag. Hítti meðal annarra Ásmund Friðriksson fyrrum bæjarstjóra í Garðinum sem bíður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hann er okkur Hvergerðingum að góðu kunnur en hann hefur verið formaður hollvinasamtaka Heilsustofnunar um árabil. Fundur á Selfossi sem kynnti leitina að nýjum urðunarstað hófst kl. 16 Vel mætt og gagnlegur fundur en leitin mun klárlega halda áfram, eins og einhver komst að orði: Þessi leit er svo sannarlega "The never ending story" !

Eftir fundahöld dagsins tók við bráðskemmtileg kertagerð samstarfskvenna í vinnunni. Töfruðum fram alls konar kerti og skreytingar og skemmtum okkur vel. Erum ótrúlega klárar og listrænar, allavega að eigin mati :-)

26. nóvember 2012

Í síðustu viku var unnið langleiðina að miðnætti meira og minna öll kvöld og því lítill tími fyrir blogg færslur. Fjárhagsáætlun ársins 2013 er aftur á móti komin á lokastig en hún verður lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Hef venju samkvæmt líka útbúið snaggaralega glærusýningu með helstu niðurstöðum til kynningar fyrir bæjarfulltrúa. Ágætlega gekk að ná fjárhagsáætlun saman þetta árið enda rekstur stofnana bæjarins yfirleitt í góðu jafnvægi. Í úttekt Haraldar Líndal hafa þó komið fram þónokkur atriði þar sem við getum gert enn betur og þess sér merki í áætluninni. Hveragerðisbær var strax við gildistöku nýrra fjármálareglna fyrir sveitarfélög undir hinu margumtalaða skuldaþaki og það verðum við áfram þrátt fyrir miklar framkvæmdir á árinu sem nú er að líða. Lækkun skulda sem hlutfall af tekjum er mikilvæg forsenda góðs rekstrar og þar stendur Hveragerðisbær vel. Ekki má gleyma því að rekstrarniðurstaða er jákvæð sem er önnur mikilvæg stærð í nýjum fjármálareglum. Á næsta ári verður mikil áhersla lögð á viðhaldsverkefni bæði við skólamannvirki og sundlaug en ennfremur er gert ráð fyrir malbikun og lýsingu göngustíga svo fátt eitt sé talið.

Í liðinni viku gafst nú samt tími til að taka á móti sendinefnd frá Eistlandi sem hér var á vegum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Dvaldi hópurinn hér dagpart og fór ég með þá góðan rúnt um bæinn. Byrjuðum á fyrirlestri um Hveragerði, skoðuðum síðan bananahúsið á Landbúnaðarháskólanum, hverasvæðið og mannvirki Orkuveitunna og enduðum í hádegismat hjá Óla og Önnu Maríu þar sem borðaður var hverasoðnir þorskhnakkar og í eftirrétt hveraelduð súkkulaðiterta. Á myndinni má sjá innanríkisráðherra Eistlands sem var hinn viðkunnanlegasti maður.

Á hinni myndinni má sjá Fagráð Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands sem fundaði í síðustu viku. Þar erum við að sjá gríðarlega aukningu heimsókna en gestakomur eru þegar komnar í rúmlega 46.000 það sem af er ári sem er mikil aukning frá því sem áður var. Ljóst er að breytingin sem gerð var á húsnæði og staðsetningu er að virka vel. Þetta Fagráð hefur starfað í rúm 6 ár en nú verður breyting á þar sem Steingerður Hreinsdóttir hverfur nú til annarra starfa. Það er eftirsjá að jafn öflugri konu og henni.

Tapaði mér í garðinum um daginn og grisjaði rifsberjarunnana. Eins og sést greinilega á myndinni var svolítið lítið eftir af þeim en það veitti svo sannarlega ekki af :-)

20. nóvember 2012

Í dag voru starfsdagar á leikskólum bæjarins. Mér stóð til boða að heimsækja þá báða og greip ég tækifærið fegins hendi og átti mjög góða fundi á þeim báðum með starfsmönnum. Fórum við yfir starfsmannastefnuna sem bæjarstjórn samþykkti í október. Við þá yfirferð var ýmislegt annað rætt og fannst mér þetta ágætis tækifæri til að heyra sjónarmið starfsmanna um hin ýmsu mál er snerta starfsemina.

Hitti Steinar og Sölva rafvirkja í Hamarshöllinni en þar er nú unnið að tölvutengingum þannig að upplýsingar um húsið verði aðgengilegar á netinu. Það verður mikill munur.

Við Helga unnum síðan í fjárhagsáætlun sem er að nást saman. Á morgun klárum við rekstrarliði í samræmi við tillögur forstöðumanna sem unnu með ramma sem við sendum út fyrir nokkru síðan. Þegar þetta er allt komið inn sjáum við hver niðurstaðan verður og þá kemur í ljós til hvaða aðgerða þarf að grípa í framhaldinu.


18. nóvember 2012

Opið hús á laugardagsmorgni þar sem Halldór í Holti fór á kostum. Nú koma hingað frambjóðendur á hverjum laugardagsmorgni. Því miður eru laugardagarnir ekki nógu margir fyrir alla fram að prófkjöri og því held ég að það væri ráð að skipuleggja prófkjörskynningar. Elínborg formaður verður að vinna í því :-)

Í hádeginu á laugardag hitti ég Lionsmenn á Örkinni en Kristinn Kristjánsson er fjölumdæmisstjóri og fundaði hér með sínu fólki.

Eftir hádegi fengum við góða gesti og því var setið og spjallað fram eftir degi.

Basar hjá Dvalarheimilinu Ási er fastur liður í tilverunni og þar var margt um manninn eins og venjan er. Notalegt og margt að skoða og sjá. Við röltum þarna uppeftir, ég mamma, Ingibjörg og Óskar og komum síðan við í Blómaborg á leiðinni heim þar sem er orðið ansi jólalegt um að litast.
-----------------

Prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er lokið og þar varð niðurstaðan harla fyrirsjáanleg hvað varðar efstu tvö sætin. Arna Ýr sem vinnur hér á bæjarskrifstofunni tvo daga í viku náði þriðja sæti og er það frábær árangur, við Hvergerðinar eignum okkur hana að stóru leyti enda tengdadóttir Hveragerðisbæjar :-)


16. nóvember 2012

Fjárhagsáætlun fyrir hádegi en eftir hádegi var ég boðuð á fund með starfsmönnum Sambands íslenskra sveitarfélaga,fulltrúum ráðherra og Sjúkratrygginga Íslands til að ræða málefni barna sem þurfa á talkennslu að halda. Þau mál hafa verið í ólestri og hart deilt um hver á að greiða fyrir þessa nauðsynlegu þjónustu. Fulltrúar sveitarfélaga telja að ríkisvaldinu beri að greiða en þar standa Sjúkratryggingar fastar fyrir og eru ekki sammála því. Um þetta atriði er nú rætt og vonandi er þessi fundur upphafið að viðræðum sem leiða til góðrar niðurstöðu, fyrst og fremst fyrir þau börn sem hér um ræðir og þurfa nauðsynlega á þessari þjónustu að halda.

Fór beint austur og tók á móti meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem hér unnu málefnavinnu á föstudaginn. Þau vildu fá að skoða Hamarshöllina og var það auðsótt mál.

Um kvöldið fórum við systkinin ásamt mömmu og þeim sem Kjörís hefur menntað sem mjólkurfræðinga og mökum þeirra uppí Grímsnes í kvöldverð á veitingastaðnum Grímsborgir. Mjög skemmtilegur staður og góður matur. Félagsskapurinn var líka góður og tilefnið ærið en þarna voru mættir 5 mjólkurfræðingar sem allir hafa verið á samning hjá Kjörís. Vildum við með þessum hætti óska þeim til hamingju með þennan árangur og áfangi í námi.

15. nóvember 2012

Fundur bæjarráðs í morgun þar sem fjölbreytt málaflóra var til umfjöllunar. Einna hæst bar kynning á niðurstöðum samræmdra prófa í Hveragerði þar sem nemendur stóðu sig frábærlega. Bæjarráð bókaði enda eftirfarandi:

Bæjarráð óskar nemendum, foreldrum, forráðamönnum, kennurum og starfsliði Grunnskólans í Hveragerði til hamingju með afburða árangur í samræmdum prófum í haust. Nemendur skólans voru í öllum bekkjum yfir bæði landsmeðaltali og Suðurlandsmeðaltali nema í stærðfræði í 10. bekk þar sem einkunn var yfir Suðurlandsmeðaltali og jöfn landsmeðaltali. Full ástæða er til að gleðjast þegar svo góður árangur næst.

Niðurstöður prófanna má sjá í fundargerð bæjarráðs á heimasíðu Hveragerðisbæjar
. Einnig er gaman að geta þess að tveir ungir menn náðu þeim frábæra árangri að fá 10 í stærðfræði í 10. bekk, en þeir Árni Veigar Thorarensen og Guðjón Auðunsson státa af þeim einstaka árangri. Svo sannarlega glæsilegt hjá strákunum og krökkunum öllum.
-----------------
Hitti Margréti og Óla sem rekið hafa tjaldsvæðið með miklum myndarbrag undanfarin ár. Þau hugsa nú til framtíðar og vilja gjarnan gera enn betur varðandi aðstöðu við ferðamenn en nú er.
-----------------------
Ræddi við Arkar bændur sem létu vel af rekstri hótelsins í sumar og bókunum næsta árs. Ég tel að við munum sjá mikla aukningu ferðamanna hér á næstu árum þegar það spyrst út hversu einstakt umhverfið hér, gönguleiðir fjölbreyttar og stutt í alla helstu ferðamannaperlur Suðurlands.
--------------------------
Eftir hádegi átti ég þess kost að heimsækja Sjálandsskóla ásamt ýmsum forystumönnum úr skólasamfélaginu. Þar fengum við frábæra kynningu á starfsemi skólans sem nýtir fjölbreytta kennsluhætti til hins ýtrasta í skemmtilegum skóla. Þar er ekki unnið eftir hefðbundnum kjarasamningi kennara heldur hefur verið gert samkomulag í anda bókunar 5 sem gefur möguleika á teymisvinnu og samstarfi með allt öðrum hætti en hinn almenni kjarasamningur gerir auk þess sem launakjör eru betri. Það var gaman að heyra viðhorf kennara og stjórnenda og ekki síður að finna hinn góða anda sem þarna ríkir. Skemmtilegt var að það voru hvorki stjórnendur skólans eða kennarar sem gengu með hópnum um ganga og sýndu húsnæðið heldur voru það fjórir nemendur úr 9. bekk sem það gerðu með ákaflega góðum og skilmerkilegum hætti. Góður siður sem venur ungmennin á að taka á móti gestum.
-------------------------------
Við Helga, skrifstofustjóri, sátum síðan fram undir kl. 23 og unnum í fjárhagsáætlun. Fórum ferlega ánægðar heim eftir ansi hreint öflugan dag...

14. nóvember 2012

Líflegur og hressandi morgun í vinnunni, eftir hádegi fórum við María til Reykjavíkur á fund um vinnumarkaðsúrræði til handa þeim sem nú munu detta út af atvinnuleysisbótum á næstunni, hafa því verið lengur en 3 ár atvinnulausir. Hef skilning á því að bregðast verður við þeirri stöðu sem orðin er staðreynd en störf verða ekki til með þessum hætti. Þau verða til útí atvinnulífinu og það er lífsspursmál að koma hjólum þess í gang sem allra allra fyrst.

Síðdegið og kvöldið ekki hvað síst viðburðaríkt. Fór í sundleikfimi, aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans var kl. 20 en þar var skrifað undir samning milli Hveragerðisbæjar og félagsins. Fór beint þaðan á samkomu á vegum íþróttafélagsins Hamars sem fagnaði útgáfu á veglegu afmælisriti sem gefið var út í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Virkilega vandað og flott blað. Þaðan fórum við Eyþór, til fundar við aðila frá Duol og Scandi hall en þeir eru annars vegar framleiðandi og hins vegar söluaðili Hamarshallarinnar. Áttum við hina ágætustu kvöldstund þar sem umræðuefnið eðli máls samkvæmt var Höllin uppí Dal.

Þið sem hafið aðgang að facebook þurfið endilega að komast í myndasafnið hennar Hrafnhildar Þorsteinsdóttur en þar hefur hún nú birt 30 myndir teknar í Hveragerði um og uppúr 1970. Ótrúlega skemmtilegar og gaman að rifja upp hvernig bærinn okkar leit út á þessum tíma og hversu mikið hann hefur breyst.

13. nóvember 2012

Tveir fundir á Selfossi í morgun. Fyrst í starfshópi um endurskoðun á starfsemi og skipulagi þjónustsvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi en þar er okkur ætlað að koma fram með tillögur um skilvirkara skipulag fyrir 1. desember. Knappur tímarammi en mun ganga. Seinni fundurinn var í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands en þar er nú enn og aftur verið að leita að heppilegum urðunarstað, í þetta sinn þó í samstarfi við önnur sorpsamlög á Suður- og Vesturlandi.

Hitti Harald Líndal Haraldsson sem nú vinnur rekstrarúttekt á öllum stofnunum bæjarins. Þetta er mjög lærdómsríkt ferli og gagnlegt að fara yfir það hvernig við erum að standa okkur í samanburði við aðra. Ég er afar ánægð með þá vinnu sem þarna fer fram og þá staðreynd að víðast hvar er rekstur hér í góðu samræmi við það sem tíðkast annars staðar. En alltaf má gera betur og til þess er leikurinn gerður.

Sundæfing síðdegis, en skriðsundsnámskeiðið breyttist í sundæfingar hjá Magga Tryggva núna í nóvember. Hrikalega gaman og eins og alltaf líflegar umræður í heita pottinum á eftir.

Allir heima í kvöldmat, börn og tengdasonur. Það er alveg hreint yndislegt. Ekki síst er gaman að sjá hversu ört kúlan þeirra Laufeyjar og Ella stækkar.
Það eru spennandi tímar framundan.
------
Nú er nýtt markmið í gangi. Skrifa stutt og oftar á bloggið! Max 10 mínútur á dag, svo það verða örskilaboð hér framvegis :-)


12. nóvember 2012

Dagurinn byrjaði í Hamarshöllinni en þar er nú unnið að fínstillingu hússins. Það hefur gengið vonum framar og í veðrinu sem gekk yfir í morgun var varla að sjá að það haggaðist. Sigurður og hans fólk í Sporttækni er að leggja lokahönd á línurnar í íþróttagólfinu. Þar er nú komið handboltagólf, 9 badmintonvellir, slatti af körfuboltavöllum og þónokkrir blakvellir bætast við á morgun, eftir því sem ég best veit. Púttvöllur fer á millisvæði og þegar hann er kominn þá verður húsið tekið í notkun. Vonandi í næstu viku. Það eru margir sem bíða ...

Fór yfir óskir forstöðumanna vegna viðhalds mannvirkja árið 2013, þar er óskirnar ærið hærri en fjármagnið sem er í boði. Það er reyndar alltaf þannig. Nú vinna bæjarfulltrúar allir að fjárhagsáætlunargerð og ákveðið hefur verið að setja nokkuð vel til viðhalds á næsta ári þar sem fjárfesting aftur á móti verður með minnsta móti.

Eftir hádegi settumst við Helga yfir fjárhagsáætlun en það sem eftir lifir nóvember mánaðar verður hún í forgrunni. Fyrri umræða mun fara fram þann 29. nóvember.

Fór í sundleikfimi síðdegis í fyrsta sinn eftir pestina sem endaði í lungunum. Það var ansi notalegt. Í kvöld var líflegur fundur bæjarfulltrúa að venju og síðan unnið úr tölvupóstum fram eftir kvöldi. Það er óneitanlega oft ansi góður tími til vinnu !
---------------------This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet