18. nóvember 2012
Opið hús á laugardagsmorgni þar sem Halldór í Holti fór á kostum. Nú koma hingað frambjóðendur á hverjum laugardagsmorgni. Því miður eru laugardagarnir ekki nógu margir fyrir alla fram að prófkjöri og því held ég að það væri ráð að skipuleggja prófkjörskynningar. Elínborg formaður verður að vinna í því :-)
Í hádeginu á laugardag hitti ég Lionsmenn á Örkinni en Kristinn Kristjánsson er fjölumdæmisstjóri og fundaði hér með sínu fólki.
Eftir hádegi fengum við góða gesti og því var setið og spjallað fram eftir degi.
Basar hjá Dvalarheimilinu Ási er fastur liður í tilverunni og þar var margt um manninn eins og venjan er. Notalegt og margt að skoða og sjá. Við röltum þarna uppeftir, ég mamma, Ingibjörg og Óskar og komum síðan við í Blómaborg á leiðinni heim þar sem er orðið ansi jólalegt um að litast.
-----------------
Prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er lokið og þar varð niðurstaðan harla fyrirsjáanleg hvað varðar efstu tvö sætin. Arna Ýr sem vinnur hér á bæjarskrifstofunni tvo daga í viku náði þriðja sæti og er það frábær árangur, við Hvergerðinar eignum okkur hana að stóru leyti enda tengdadóttir Hveragerðisbæjar :-)
Í hádeginu á laugardag hitti ég Lionsmenn á Örkinni en Kristinn Kristjánsson er fjölumdæmisstjóri og fundaði hér með sínu fólki.
Eftir hádegi fengum við góða gesti og því var setið og spjallað fram eftir degi.
Basar hjá Dvalarheimilinu Ási er fastur liður í tilverunni og þar var margt um manninn eins og venjan er. Notalegt og margt að skoða og sjá. Við röltum þarna uppeftir, ég mamma, Ingibjörg og Óskar og komum síðan við í Blómaborg á leiðinni heim þar sem er orðið ansi jólalegt um að litast.
-----------------
Prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er lokið og þar varð niðurstaðan harla fyrirsjáanleg hvað varðar efstu tvö sætin. Arna Ýr sem vinnur hér á bæjarskrifstofunni tvo daga í viku náði þriðja sæti og er það frábær árangur, við Hvergerðinar eignum okkur hana að stóru leyti enda tengdadóttir Hveragerðisbæjar :-)
Comments:
Skrifa ummæli