28. nóvember 2012
Selfoss snemma morguns og beint á fund í starfshópi sem er að fara yfir samninga um málefni fatlaðra sem gerðir voru þegar málefnið var flutt yfir til sveitarfélaganna þann 1. janúar 2011. Nú er komin nokkur reynsla af málaflokknum og því tímabært að reynt sé að sníða af mestu vankantana sem komið hafa í ljós. Við lukum störfum og nýir samningar verða sendir sveitarfélögunum í lok vikunnar til umfjöllunar og samþykktar.
Vann glærukynningar fyrir bæjarstjórnarfundinn á morgun og átti nokkur góð símtöl vegna hinna ýmsu mála. Síðdegis var stjórnarfundur í Kjörís en núna í nóvember náði fyrirtækið þeim merka áfanga að veltan fór yfir milljarð það sem af er ári. Gott sumar og góð tíð hefur gert að verkum að salan hefur verið góð. Góð vara sem fólk hefur getað treyst í áratugi leikur þarna lykilhlutverk ásamt frábæru starfsfólki.
Eftir fundinn fórum við systkin uppí Hamarshöll að sækja Hauk yngsta son Guðrúnar sem þar var á fyrstu æfingunni sinni í húsinu. Þarna var vægast sagt mikið fjör, krakkarnir kunnu sér ekki læti og hlupu út um allt hús enda leiksvæðið ansi stórt. Ég gat ekki betur séð og heyrt en að allir þeir sem þarna voru væru ánægðir með aðstöðuna og þá gjörbyltingu sem nú hefur orðið á aðstöðu til íþróttaiðkunar hér í bæ.
Sundlaugina áttum við einar sundleikfimikonur sem er harla óvenjulegt en greinilegt var að sunddeildinni hafði verið gefið frí. Tengdasonurinn stóð síðan við eldavélina og töfraði fram dýrindis kebab frá grunni þegar heim var komið, handa Laufeyju, mér og mömmu. Ég er forréttindakona hvað eldhúsverkin varðar, það er víst alveg á hreinu. Síðan bættust Gunna og Svava í hópinn svo það var mikið skrafað og prjónað á Heiðmörkinni í kvöld.
Undir miðnætti var svo farið í að reyna að grynnka á tölvupóstum undanfarinna daga sem hafa hrannast upp í önnum fjárhagsáætlunargerða, það tókst bærilega :-)
Vann glærukynningar fyrir bæjarstjórnarfundinn á morgun og átti nokkur góð símtöl vegna hinna ýmsu mála. Síðdegis var stjórnarfundur í Kjörís en núna í nóvember náði fyrirtækið þeim merka áfanga að veltan fór yfir milljarð það sem af er ári. Gott sumar og góð tíð hefur gert að verkum að salan hefur verið góð. Góð vara sem fólk hefur getað treyst í áratugi leikur þarna lykilhlutverk ásamt frábæru starfsfólki.
Eftir fundinn fórum við systkin uppí Hamarshöll að sækja Hauk yngsta son Guðrúnar sem þar var á fyrstu æfingunni sinni í húsinu. Þarna var vægast sagt mikið fjör, krakkarnir kunnu sér ekki læti og hlupu út um allt hús enda leiksvæðið ansi stórt. Ég gat ekki betur séð og heyrt en að allir þeir sem þarna voru væru ánægðir með aðstöðuna og þá gjörbyltingu sem nú hefur orðið á aðstöðu til íþróttaiðkunar hér í bæ.
Sundlaugina áttum við einar sundleikfimikonur sem er harla óvenjulegt en greinilegt var að sunddeildinni hafði verið gefið frí. Tengdasonurinn stóð síðan við eldavélina og töfraði fram dýrindis kebab frá grunni þegar heim var komið, handa Laufeyju, mér og mömmu. Ég er forréttindakona hvað eldhúsverkin varðar, það er víst alveg á hreinu. Síðan bættust Gunna og Svava í hópinn svo það var mikið skrafað og prjónað á Heiðmörkinni í kvöld.
Undir miðnætti var svo farið í að reyna að grynnka á tölvupóstum undanfarinna daga sem hafa hrannast upp í önnum fjárhagsáætlunargerða, það tókst bærilega :-)
Comments:
Skrifa ummæli