16. nóvember 2012
Fjárhagsáætlun fyrir hádegi en eftir hádegi var ég boðuð á fund með starfsmönnum Sambands íslenskra sveitarfélaga,fulltrúum ráðherra og Sjúkratrygginga Íslands til að ræða málefni barna sem þurfa á talkennslu að halda. Þau mál hafa verið í ólestri og hart deilt um hver á að greiða fyrir þessa nauðsynlegu þjónustu. Fulltrúar sveitarfélaga telja að ríkisvaldinu beri að greiða en þar standa Sjúkratryggingar fastar fyrir og eru ekki sammála því. Um þetta atriði er nú rætt og vonandi er þessi fundur upphafið að viðræðum sem leiða til góðrar niðurstöðu, fyrst og fremst fyrir þau börn sem hér um ræðir og þurfa nauðsynlega á þessari þjónustu að halda.
Fór beint austur og tók á móti meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem hér unnu málefnavinnu á föstudaginn. Þau vildu fá að skoða Hamarshöllina og var það auðsótt mál.
Um kvöldið fórum við systkinin ásamt mömmu og þeim sem Kjörís hefur menntað sem mjólkurfræðinga og mökum þeirra uppí Grímsnes í kvöldverð á veitingastaðnum Grímsborgir. Mjög skemmtilegur staður og góður matur. Félagsskapurinn var líka góður og tilefnið ærið en þarna voru mættir 5 mjólkurfræðingar sem allir hafa verið á samning hjá Kjörís. Vildum við með þessum hætti óska þeim til hamingju með þennan árangur og áfangi í námi.
Fór beint austur og tók á móti meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem hér unnu málefnavinnu á föstudaginn. Þau vildu fá að skoða Hamarshöllina og var það auðsótt mál.
Um kvöldið fórum við systkinin ásamt mömmu og þeim sem Kjörís hefur menntað sem mjólkurfræðinga og mökum þeirra uppí Grímsnes í kvöldverð á veitingastaðnum Grímsborgir. Mjög skemmtilegur staður og góður matur. Félagsskapurinn var líka góður og tilefnið ærið en þarna voru mættir 5 mjólkurfræðingar sem allir hafa verið á samning hjá Kjörís. Vildum við með þessum hætti óska þeim til hamingju með þennan árangur og áfangi í námi.
Comments:
Skrifa ummæli