13. nóvember 2012
Tveir fundir á Selfossi í morgun. Fyrst í starfshópi um endurskoðun á starfsemi og skipulagi þjónustsvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi en þar er okkur ætlað að koma fram með tillögur um skilvirkara skipulag fyrir 1. desember. Knappur tímarammi en mun ganga. Seinni fundurinn var í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands en þar er nú enn og aftur verið að leita að heppilegum urðunarstað, í þetta sinn þó í samstarfi við önnur sorpsamlög á Suður- og Vesturlandi.
Hitti Harald Líndal Haraldsson sem nú vinnur rekstrarúttekt á öllum stofnunum bæjarins. Þetta er mjög lærdómsríkt ferli og gagnlegt að fara yfir það hvernig við erum að standa okkur í samanburði við aðra. Ég er afar ánægð með þá vinnu sem þarna fer fram og þá staðreynd að víðast hvar er rekstur hér í góðu samræmi við það sem tíðkast annars staðar. En alltaf má gera betur og til þess er leikurinn gerður.
Sundæfing síðdegis, en skriðsundsnámskeiðið breyttist í sundæfingar hjá Magga Tryggva núna í nóvember. Hrikalega gaman og eins og alltaf líflegar umræður í heita pottinum á eftir.
Allir heima í kvöldmat, börn og tengdasonur. Það er alveg hreint yndislegt. Ekki síst er gaman að sjá hversu ört kúlan þeirra Laufeyjar og Ella stækkar.
Það eru spennandi tímar framundan.
------
Nú er nýtt markmið í gangi. Skrifa stutt og oftar á bloggið! Max 10 mínútur á dag, svo það verða örskilaboð hér framvegis :-)
Hitti Harald Líndal Haraldsson sem nú vinnur rekstrarúttekt á öllum stofnunum bæjarins. Þetta er mjög lærdómsríkt ferli og gagnlegt að fara yfir það hvernig við erum að standa okkur í samanburði við aðra. Ég er afar ánægð með þá vinnu sem þarna fer fram og þá staðreynd að víðast hvar er rekstur hér í góðu samræmi við það sem tíðkast annars staðar. En alltaf má gera betur og til þess er leikurinn gerður.
Sundæfing síðdegis, en skriðsundsnámskeiðið breyttist í sundæfingar hjá Magga Tryggva núna í nóvember. Hrikalega gaman og eins og alltaf líflegar umræður í heita pottinum á eftir.
Allir heima í kvöldmat, börn og tengdasonur. Það er alveg hreint yndislegt. Ekki síst er gaman að sjá hversu ört kúlan þeirra Laufeyjar og Ella stækkar.
Það eru spennandi tímar framundan.
------
Nú er nýtt markmið í gangi. Skrifa stutt og oftar á bloggið! Max 10 mínútur á dag, svo það verða örskilaboð hér framvegis :-)
Comments:
Skrifa ummæli