20. nóvember 2012
Í dag voru starfsdagar á leikskólum bæjarins. Mér stóð til boða að heimsækja þá báða og greip ég tækifærið fegins hendi og átti mjög góða fundi á þeim báðum með starfsmönnum. Fórum við yfir starfsmannastefnuna sem bæjarstjórn samþykkti í október. Við þá yfirferð var ýmislegt annað rætt og fannst mér þetta ágætis tækifæri til að heyra sjónarmið starfsmanna um hin ýmsu mál er snerta starfsemina.
Hitti Steinar og Sölva rafvirkja í Hamarshöllinni en þar er nú unnið að tölvutengingum þannig að upplýsingar um húsið verði aðgengilegar á netinu. Það verður mikill munur.
Við Helga unnum síðan í fjárhagsáætlun sem er að nást saman. Á morgun klárum við rekstrarliði í samræmi við tillögur forstöðumanna sem unnu með ramma sem við sendum út fyrir nokkru síðan. Þegar þetta er allt komið inn sjáum við hver niðurstaðan verður og þá kemur í ljós til hvaða aðgerða þarf að grípa í framhaldinu.
Hitti Steinar og Sölva rafvirkja í Hamarshöllinni en þar er nú unnið að tölvutengingum þannig að upplýsingar um húsið verði aðgengilegar á netinu. Það verður mikill munur.
Við Helga unnum síðan í fjárhagsáætlun sem er að nást saman. Á morgun klárum við rekstrarliði í samræmi við tillögur forstöðumanna sem unnu með ramma sem við sendum út fyrir nokkru síðan. Þegar þetta er allt komið inn sjáum við hver niðurstaðan verður og þá kemur í ljós til hvaða aðgerða þarf að grípa í framhaldinu.
Comments:
Skrifa ummæli