12. nóvember 2012
Dagurinn byrjaði í Hamarshöllinni en þar er nú unnið að fínstillingu hússins. Það hefur gengið vonum framar og í veðrinu sem gekk yfir í morgun var varla að sjá að það haggaðist. Sigurður og hans fólk í Sporttækni er að leggja lokahönd á línurnar í íþróttagólfinu. Þar er nú komið handboltagólf, 9 badmintonvellir, slatti af körfuboltavöllum og þónokkrir blakvellir bætast við á morgun, eftir því sem ég best veit. Púttvöllur fer á millisvæði og þegar hann er kominn þá verður húsið tekið í notkun. Vonandi í næstu viku. Það eru margir sem bíða ...
Fór yfir óskir forstöðumanna vegna viðhalds mannvirkja árið 2013, þar er óskirnar ærið hærri en fjármagnið sem er í boði. Það er reyndar alltaf þannig. Nú vinna bæjarfulltrúar allir að fjárhagsáætlunargerð og ákveðið hefur verið að setja nokkuð vel til viðhalds á næsta ári þar sem fjárfesting aftur á móti verður með minnsta móti.
Eftir hádegi settumst við Helga yfir fjárhagsáætlun en það sem eftir lifir nóvember mánaðar verður hún í forgrunni. Fyrri umræða mun fara fram þann 29. nóvember.
Fór í sundleikfimi síðdegis í fyrsta sinn eftir pestina sem endaði í lungunum. Það var ansi notalegt. Í kvöld var líflegur fundur bæjarfulltrúa að venju og síðan unnið úr tölvupóstum fram eftir kvöldi. Það er óneitanlega oft ansi góður tími til vinnu !
---------------------
Fór yfir óskir forstöðumanna vegna viðhalds mannvirkja árið 2013, þar er óskirnar ærið hærri en fjármagnið sem er í boði. Það er reyndar alltaf þannig. Nú vinna bæjarfulltrúar allir að fjárhagsáætlunargerð og ákveðið hefur verið að setja nokkuð vel til viðhalds á næsta ári þar sem fjárfesting aftur á móti verður með minnsta móti.
Eftir hádegi settumst við Helga yfir fjárhagsáætlun en það sem eftir lifir nóvember mánaðar verður hún í forgrunni. Fyrri umræða mun fara fram þann 29. nóvember.
Fór í sundleikfimi síðdegis í fyrsta sinn eftir pestina sem endaði í lungunum. Það var ansi notalegt. Í kvöld var líflegur fundur bæjarfulltrúa að venju og síðan unnið úr tölvupóstum fram eftir kvöldi. Það er óneitanlega oft ansi góður tími til vinnu !
---------------------
Comments:
Skrifa ummæli