<$BlogRSDUrl$>

26. október 2012

Dagurinn byrjaði á fundi í NOS, nefnd oddvita og sveitarstjóa um velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var hér í Hveragerði. Margt rætt og þónokkrar ákvarðanir teknar.

Kjartan Ólafsson leit við en hann undirbýr nú framboð í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Áttum við hið besta spjall.

Var komin til Reykjavíkur kl. 12 á fund í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem í boði voru óvanalegar glæsilegar veitingar í tilefni af því að hér var á ferðinni 800 fundur stjórnarinnar. Málefni á borði stjórnar eru ávallt ærin og ótrúlega mörg þeirra snúa að samskiptum ríkis og sveitarfélaga.
-----------------------------
Á mánudaginn næsta opnar ný líkamsrækt hér í Hveragerði Cross Fit Hengill, í kjallara íþróttahússins. Þarna verður opið hús á morgun svo það eru um að gera að kíkja við. Ég leit á þau í dag og fékk að sjá sýnishorn af æfingunum. Þetta er hrikalega spennandi en ég er ekki alveg sannfærð um að maður sé kandidat í æfingarnar, þetta með handstöðupressuna fór alveg með mig :-)



25. október 2012

Leiðinda pest hefur haldið mér heima síðustu daga en ég skrölti þó hóstandi og kvefuð í vinnuna í dag, allavega sannfærð um að vera hætt að smita.

Dagurinn í dag er viðburðaríkur og sannaði enn og aftur að þetta starf er eitt það fjölbreyttasta sem hægt er að finna. Hin nýbirta rannsókn sem tók til krabbameinstilfella á háhitasvæðum hefur fengið þónokkra umfjöllun í fjölmiðlum en þar telur rannsakandi sig finna vísbendingar um að krabbamein sé meira á háhitasvæðum en á köldum svæðum á Íslandi. Við höfum gert alvarlegar athugasemdir við þá aðferðafræði sem þarna er notuð, til dæmis er ekki tekið tillit til þess hversu lengi þeir aðilar sem hér um ræðir bjuggu í Hveragerði. Ekkert tillit er tekið til lífsstílsþátta, atvinnu eða erfða svo fátt eitt sé talið. Einnig er valið að gera ekki samanburðinn við höfuðborgarsvæðið eða Reykjanes en það er viðurkennt að þar eru tilfelli krabbameina almennt meiri en gengur og gerist. Það er í hæsta máta óeðlilegt að draga þær ályktanir sem þarna hefur verið gert útfrá jafn hæpnum forsendum og lagðar eru. Ég hef í dag fengið að heyra að þarna geti verið um alvarlegar aðferðafræðilegar villur að ræða en væntanlega mun fræðasamfélagið fara betur yfir þau mál síðar. Átti samtal við blaðamann Morgunblaðsins um þetta mál í dag svo áframhaldandi umfjöllun verður um þetta mál í því blaði á morgun.
-----------------------
Átti góðan fund með stjórnendum bæjarins í morgun. Er alltaf jafn þakklát fyrir þann frábæra hóp og jákvæða anda sem ávallt ríkir á þeim fundum. Þarna kynnti ég rekstrarúttekt sem fara mun fram á næstunni á öllum deildum bæjarins. Það er spennandi verkefni en það er alltaf gaman og ekki síður gagnlegt að kafa ofan í einstaka rekstrarþætti.
--------------------------

Búið er að setja upp prjónastöð í holi Grunnskólans. Þar er nú prjónað af kappi svokallað "Prjónagraff". Ætlunin er að byrja að prjóna utan um skiltið sem stendur fyrir framan smiðjuhúsið við Breiðumörkina. Þessi fína mynd náðist af okkur Guðjóni skólastjóra þegar við settumst þarna niður um daginn. Ég náði að prjóna nokkrar umferðir en ég er ekki alveg jafn viss um árangur Guðjóns....
--------------------
Hef undanfarið lesið forystu viðtöl DV með sífellt meiri undrun. Yfirlýsingagleði þeirra sem þar tjá sig er með afbrigðum og greinilegt að stjórnmálamenn láta allt flakka, hversu ógáfulegt sem það nú annars er. Kristín Þóra á Smugunni skrifar frábæra grein um þetta fyrirbrigði íslenskra stjórnmála í dag.

17. október 2012

Nú er undirbúningur fyrir SASS þing í fullum gangi en fundurinn hefst í fyrramálið austur á Hellu. Héðan fara í þetta sinn 5 fulltrúar svo það er fullmannað.

Fundargögnin væru gríðarstór stafli ef þau hefðu komið útprentuð eins og áður hefur verið en nú er treyst á tæknina og allt sett á læsta vefgátt. Bráðsniðugt en maður þarf aðeins að venja sig á ný vinnubrögð við að glósa þegar ekki er hægt að krota í gögnin.

Í kvöld hittumst við Unnur og Róbert til að fara yfir tillögur og efni fundarins. Þetta er stór og mikill fundur og margt sem þarf að ákveða. Til dæmis verður tekin til umfjöllunar tillaga um sameiningu SASS og Atvinnuþróunarfélagsins sem vaæntanlega verður samþykkt. Aðgerð sem verið hefur í umræðunni í mörg ár og nú er komin til framkvæmda.

Í dag hittum við Helga fulltrúa frá Vodafone og fórum við yfir ýmis atriði varðandi símamál bæjarfélagsins, það er mikill frumskógur en þar má alltaf gera betur og hagræða.

Dagurinn hófst aftur á móti með fundi í bæjarráði þar sem helsta málið var samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta breytingum sem orðið hafa í rekstri stofnana á árinu.

Fór í tvígang uppí Hamarshöll í dag en þar er nú búið að planta hundruðum trjáa í gríðarmikið belti sem til framtíðar á að mynda þar þéttan skóg. Nú verður áskorunin fólgin í því að halda þessum sprotum á lífi. Innandyra er frágangi boltagólfs að seinka og erum við ekki par hrifin af þeirri staðreynd. Vonuðumst til að húsið yrði tekið í notkun ekki seinna en 1. nóv. en nú er spurning hvort að að takist. Inni í húsinu voru í dag um 20 gráður svo það var ansi notalegt í samanburði við napurt veðrið utandyra.

Þriðja skiptið í vikunni í sund, en nú hljóðar dagskráin uppá fjórar sundferðir í viku að lágmarki. Skriðsundsnámskeiðið var hrein snilld svo við sömdum við Magga Tryggva sem nú stýrir æfingum í hópnum góða tvisvar í viku. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt :-)

15. október 2012

Löngu komin heim frá Bosníu Herzegóvínu og verið nóg að gera síðan.

Rétt samt að segja að kosningadagurinn hófst fyrir allar aldir í Sarajevo en við vorum mætt á kjörstað áður en opnað var með pompi og pragt og yfirlýsingu um allt væri rétt undirbúið og sýningu á tómum kjörkössunum. Í það stóra heila fór allt vel fram á flestum stöðum. Það eru auðvitað annmarkar þarna eins og víða er og sá stærsti að mati eftirlitsins var að kjörstjórnir væru pólitískt skipaðar. Mér varð auðvitað hugsað til okkar kjörnefnda hér á fróni sem allar eru skipaðar af pólitískum flokkum en sveitarstjórnir velja hér fólk í kjörnefndir. Það þykir ekki góð latína útí hinum stóra heimi. Annað sem vakti athygli mína var að þarna gátu þeir sem þurfa aðstoð í kjörklefa valið sér aðstoðarmann en viðkomandi aðili mátti skv. lögum eingöngu aðstoða 2 aðila við að kjósa. Hér erum við búin að lögfesta þennan rétt en án þessa fyrirvara um fjölda þeirra sem einn aðili getur aðstoðað. Held það væri ráð að koma því ákvæði inní lögin.

En ég myndaði teymi með Stewart Dickson frá Írlandi og fórum við um 150 km norður af Sarajevo og heimsóttu kjörstaði allan daginn. Það var mjög fróðlegt enda aðstæður víða með allt öðrum hætti en við eigum að venjast. Hvert teymi var með bílstjóra og túlk svo við gátum allst staðar átt samskipti við heimamenn sem hvarvetna tóku okkur vel. Hvergi þó jafn vel og í smábænum Lapsunj þar sem allir pólitískur flokkarnir og kjörnefndin undribjuggu í sameiningu grill á lóðinni þar sem heilt lamb með haus og hala hringsneríst yfir opnum eldi. Þarna var alvöru fjör í vændum....

Síðasta daginn var haldinn fjölsóttur blaðamannafundur en að honum loknum fóru fulltrúarnir að týnast heim nema ég sem fékk ekki flug alla leið fyrr en daginn eftir. Gat því nýtt síðdegis í að skoða Sarajevo sem er afskaplega falleg borg. Fékk skemmtilega fylgd túlks og bílstjóra sem fyrir lítinn pening tóku að sér að sýna mér borgina og marga merka staði. Ógleymanlegt að heimsækja "war tunnel" sem eru göng sem grafin voru undir flugvöllin í Sarajevo í stríðinu en þau tryggðu einu tengsl borgarinnar við umheiminn í umsátrinu sem stóð í rúm 3 ár.

Eftir þessa ferð erum við Lárus harðákveðin í að heimsækja Bosniu síðar og keyra um landið. Er með fallegri stöðum sem hægt er að heimsækja og ekki spillir verðlagið fyrir...

4. október 2012

Byrjuðum daginn á fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka sem kynntu fyrir okkur pólitíska stöðu hér í Bosníu Herzegovinu. Hittum líka nokkuð stóran hóp sendiherra sem einnig fóru yfir pólitískt ástand. Þá var einnig fundað með varaforseta sambandsríkjanna í Bosníu en hér eru í raun tvö "ríki", Bosnia Herzegovina og Republica Srpska. Í Bosniu eru þrjú stjórnsýslustig en í Srpska eru tvö. Hér eru þjóðarbrotin þrjú stjórnarskrárbundin, Bosníakkar, Serbar og Króatar og öll framboðin tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Bosnia líður fyrir það að í Dayton samkomulaginu var búið til mjög flókið fyrirkomulag sem fáir áttu von á að myndi gilda enn í dag árið 2012. Flækjustigið er gríðarlegt og sem dæmi þá eru 83 flokkar í boði í 142 sveitarfélögum, 30.000 manns er í framboði, þar af um 500 til bæjar/borgarstjóra. Jafnrétti er ekki mjög ofarlega í huga kjósenda en þær eru teljandi á fingrum annarrar handar þær konur sem bjóða sig fram til bæjarstjóra.

Búið er að skipa í hópa og mun ég fara ásamt fulltrúa frá Írlandi til borga sem eru hér vestan við Sarajevo. Túlkur og bílstjóri verða í hverjum bíl sem aðstoða við að velja þá staði sem við munum heimsækja.

Siðdegis fylltist hótelið af lögreglu og lífvörðum. Ég gekk síðan svo til í flasið á borða og stjörnum prýddum manni í mótttökunni og þá var þar kominn forseti Makedóníu.
Hér voru líka heilmikil mótmæli í dag þar sem "Þjóðminjasafninu" var lokað vegna fjárskorts. Námsmenn og fleiri hlekkjuðu sig við húsið og mótmæltu kröftuglega. Það gengur greinilega mikið á !

Annars er þetta draumaland hvað verðlag varðar. Fórum út að borða í kvöld og borgaði ég 10 EUR fyrir þriggja rétta máltið með hvítvíni á góðum veitingastað. Hótelið er reyndar þónokkuð dýrara en hér rétt handan við hornið er veitingahúsahverfi og þar eru verðin með þessum hætti. Ekki leiðinlegt. Borgaði síðan 8 KM fyrir hádegismatinn, þjóðarréttinn Cevap og vatn með. Það eru heilar 4 Evrur! Hingað á maður að fara í frí næst. Hef alltaf sagt þetta, Balkan skaginn er málið :-)

3. október 2012

Í dag mættu hingað fleiri kosningaeftirlitsmenn og fórum við saman út að borða í kvöld. Vinnan hefst síðan á morgun. Ég aftur á móti þrammaði Sarajevo þvera og endilanga i dag, skoðaði moskur, kirkjur og merka staði. Rölti um gamla bæinn og basarinn svo fátt eitt sé talið. Þetta er afskaplega notaleg borg og undarlegt að ímynda sér að fyrir réttum 15 árum hafi dunið hér stöðug skothríð og þúsundir hafi látið lífið.

Það var óneitanlega sérstakt að ganga yfir Latin brúna en hún er einn frægasti staður borgarinnar en þar voru þau Franz Ferdinand, erkihertogi og erfðaprins Austurríska og Ungverska keisrardæmisisn og Sophia kona hans myrt árið 1914, sá atburður er talinn marka upphafið að fyrri heimstyrjöldinni. Í umsátrinu um Sarajevo sem stóð í rúm 3 ár varð þessi brú síðan aftur heimsfræg vegna annarra morða sem þar voru framin.
-------------
Gaman að segja frá því að í hópnum er maður frá Bretlandi sem er gangandi tvífari Hálfdáns fyrrverandi bæjarstjóra, hversu skrýtin getur ekki tilveran verið :-)

2. október 2012

Komin til Sarajevo eftir ansi langt og strangt ferðalag. Þekki flugvöllinn í Belgrade út og inn eftir að hafa beðið þar í eina 5 tíma áður en flogið var áfram til Sarajevo. Þurfti líka að bíða í Frankfurt en ekki svona skrambi lengi. Reyndar er ég fyrir nokkru búin að uppgötva lúxusinn sem felst "business lounge" og á döprum flugvöllum er það hrein snilld. Hótelið er í miðbænum og ég horfi beint niður á fallega mosku úr herbergisglugganum, spurning hvort ég vakni við bænaköll i fyrramálið. Hér iðaði allt af lífi undir hótelgluggunum rétt áðan en nú þegar klukkan nálgast miðnætti er eins og stormur hafi dottið af húsi. Allir farnir heim!
Var samferða konu inní borgina af flugvellinum sem vissi allt um kosningarnar á sunnudaginn. Hún og leigubílstjórinn lögðu heilmikið á sig til að fara yfir flokka og framboð en það skipulag virðist ekki alveg einfalt. Við fáum tveggja daga fundahöld til að setja okkur inní málin áður en kosið verður. Það er nauðsynlegt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet