25. október 2012
Leiðinda pest hefur haldið mér heima síðustu daga en ég skrölti þó hóstandi og kvefuð í vinnuna í dag, allavega sannfærð um að vera hætt að smita.
Dagurinn í dag er viðburðaríkur og sannaði enn og aftur að þetta starf er eitt það fjölbreyttasta sem hægt er að finna. Hin nýbirta rannsókn sem tók til krabbameinstilfella á háhitasvæðum hefur fengið þónokkra umfjöllun í fjölmiðlum en þar telur rannsakandi sig finna vísbendingar um að krabbamein sé meira á háhitasvæðum en á köldum svæðum á Íslandi. Við höfum gert alvarlegar athugasemdir við þá aðferðafræði sem þarna er notuð, til dæmis er ekki tekið tillit til þess hversu lengi þeir aðilar sem hér um ræðir bjuggu í Hveragerði. Ekkert tillit er tekið til lífsstílsþátta, atvinnu eða erfða svo fátt eitt sé talið. Einnig er valið að gera ekki samanburðinn við höfuðborgarsvæðið eða Reykjanes en það er viðurkennt að þar eru tilfelli krabbameina almennt meiri en gengur og gerist. Það er í hæsta máta óeðlilegt að draga þær ályktanir sem þarna hefur verið gert útfrá jafn hæpnum forsendum og lagðar eru. Ég hef í dag fengið að heyra að þarna geti verið um alvarlegar aðferðafræðilegar villur að ræða en væntanlega mun fræðasamfélagið fara betur yfir þau mál síðar. Átti samtal við blaðamann Morgunblaðsins um þetta mál í dag svo áframhaldandi umfjöllun verður um þetta mál í því blaði á morgun.
-----------------------
Átti góðan fund með stjórnendum bæjarins í morgun. Er alltaf jafn þakklát fyrir þann frábæra hóp og jákvæða anda sem ávallt ríkir á þeim fundum. Þarna kynnti ég rekstrarúttekt sem fara mun fram á næstunni á öllum deildum bæjarins. Það er spennandi verkefni en það er alltaf gaman og ekki síður gagnlegt að kafa ofan í einstaka rekstrarþætti.
--------------------------
Búið er að setja upp prjónastöð í holi Grunnskólans. Þar er nú prjónað af kappi svokallað "Prjónagraff". Ætlunin er að byrja að prjóna utan um skiltið sem stendur fyrir framan smiðjuhúsið við Breiðumörkina. Þessi fína mynd náðist af okkur Guðjóni skólastjóra þegar við settumst þarna niður um daginn. Ég náði að prjóna nokkrar umferðir en ég er ekki alveg jafn viss um árangur Guðjóns....
--------------------
Hef undanfarið lesið forystu viðtöl DV með sífellt meiri undrun. Yfirlýsingagleði þeirra sem þar tjá sig er með afbrigðum og greinilegt að stjórnmálamenn láta allt flakka, hversu ógáfulegt sem það nú annars er. Kristín Þóra á Smugunni skrifar frábæra grein um þetta fyrirbrigði íslenskra stjórnmála í dag.
Dagurinn í dag er viðburðaríkur og sannaði enn og aftur að þetta starf er eitt það fjölbreyttasta sem hægt er að finna. Hin nýbirta rannsókn sem tók til krabbameinstilfella á háhitasvæðum hefur fengið þónokkra umfjöllun í fjölmiðlum en þar telur rannsakandi sig finna vísbendingar um að krabbamein sé meira á háhitasvæðum en á köldum svæðum á Íslandi. Við höfum gert alvarlegar athugasemdir við þá aðferðafræði sem þarna er notuð, til dæmis er ekki tekið tillit til þess hversu lengi þeir aðilar sem hér um ræðir bjuggu í Hveragerði. Ekkert tillit er tekið til lífsstílsþátta, atvinnu eða erfða svo fátt eitt sé talið. Einnig er valið að gera ekki samanburðinn við höfuðborgarsvæðið eða Reykjanes en það er viðurkennt að þar eru tilfelli krabbameina almennt meiri en gengur og gerist. Það er í hæsta máta óeðlilegt að draga þær ályktanir sem þarna hefur verið gert útfrá jafn hæpnum forsendum og lagðar eru. Ég hef í dag fengið að heyra að þarna geti verið um alvarlegar aðferðafræðilegar villur að ræða en væntanlega mun fræðasamfélagið fara betur yfir þau mál síðar. Átti samtal við blaðamann Morgunblaðsins um þetta mál í dag svo áframhaldandi umfjöllun verður um þetta mál í því blaði á morgun.
-----------------------
Átti góðan fund með stjórnendum bæjarins í morgun. Er alltaf jafn þakklát fyrir þann frábæra hóp og jákvæða anda sem ávallt ríkir á þeim fundum. Þarna kynnti ég rekstrarúttekt sem fara mun fram á næstunni á öllum deildum bæjarins. Það er spennandi verkefni en það er alltaf gaman og ekki síður gagnlegt að kafa ofan í einstaka rekstrarþætti.
--------------------------
Búið er að setja upp prjónastöð í holi Grunnskólans. Þar er nú prjónað af kappi svokallað "Prjónagraff". Ætlunin er að byrja að prjóna utan um skiltið sem stendur fyrir framan smiðjuhúsið við Breiðumörkina. Þessi fína mynd náðist af okkur Guðjóni skólastjóra þegar við settumst þarna niður um daginn. Ég náði að prjóna nokkrar umferðir en ég er ekki alveg jafn viss um árangur Guðjóns....
--------------------
Hef undanfarið lesið forystu viðtöl DV með sífellt meiri undrun. Yfirlýsingagleði þeirra sem þar tjá sig er með afbrigðum og greinilegt að stjórnmálamenn láta allt flakka, hversu ógáfulegt sem það nú annars er. Kristín Þóra á Smugunni skrifar frábæra grein um þetta fyrirbrigði íslenskra stjórnmála í dag.
Comments:
Skrifa ummæli