3. október 2012
Í dag mættu hingað fleiri kosningaeftirlitsmenn og fórum við saman út að borða í kvöld. Vinnan hefst síðan á morgun. Ég aftur á móti þrammaði Sarajevo þvera og endilanga i dag, skoðaði moskur, kirkjur og merka staði. Rölti um gamla bæinn og basarinn svo fátt eitt sé talið. Þetta er afskaplega notaleg borg og undarlegt að ímynda sér að fyrir réttum 15 árum hafi dunið hér stöðug skothríð og þúsundir hafi látið lífið.
Það var óneitanlega sérstakt að ganga yfir Latin brúna en hún er einn frægasti staður borgarinnar en þar voru þau Franz Ferdinand, erkihertogi og erfðaprins Austurríska og Ungverska keisrardæmisisn og Sophia kona hans myrt árið 1914, sá atburður er talinn marka upphafið að fyrri heimstyrjöldinni. Í umsátrinu um Sarajevo sem stóð í rúm 3 ár varð þessi brú síðan aftur heimsfræg vegna annarra morða sem þar voru framin.
-------------
Gaman að segja frá því að í hópnum er maður frá Bretlandi sem er gangandi tvífari Hálfdáns fyrrverandi bæjarstjóra, hversu skrýtin getur ekki tilveran verið :-)
Það var óneitanlega sérstakt að ganga yfir Latin brúna en hún er einn frægasti staður borgarinnar en þar voru þau Franz Ferdinand, erkihertogi og erfðaprins Austurríska og Ungverska keisrardæmisisn og Sophia kona hans myrt árið 1914, sá atburður er talinn marka upphafið að fyrri heimstyrjöldinni. Í umsátrinu um Sarajevo sem stóð í rúm 3 ár varð þessi brú síðan aftur heimsfræg vegna annarra morða sem þar voru framin.
-------------
Gaman að segja frá því að í hópnum er maður frá Bretlandi sem er gangandi tvífari Hálfdáns fyrrverandi bæjarstjóra, hversu skrýtin getur ekki tilveran verið :-)
Comments:
Skrifa ummæli