4. október 2012
Byrjuðum daginn á fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka sem kynntu fyrir okkur pólitíska stöðu hér í Bosníu Herzegovinu. Hittum líka nokkuð stóran hóp sendiherra sem einnig fóru yfir pólitískt ástand. Þá var einnig fundað með varaforseta sambandsríkjanna í Bosníu en hér eru í raun tvö "ríki", Bosnia Herzegovina og Republica Srpska. Í Bosniu eru þrjú stjórnsýslustig en í Srpska eru tvö. Hér eru þjóðarbrotin þrjú stjórnarskrárbundin, Bosníakkar, Serbar og Króatar og öll framboðin tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Bosnia líður fyrir það að í Dayton samkomulaginu var búið til mjög flókið fyrirkomulag sem fáir áttu von á að myndi gilda enn í dag árið 2012. Flækjustigið er gríðarlegt og sem dæmi þá eru 83 flokkar í boði í 142 sveitarfélögum, 30.000 manns er í framboði, þar af um 500 til bæjar/borgarstjóra. Jafnrétti er ekki mjög ofarlega í huga kjósenda en þær eru teljandi á fingrum annarrar handar þær konur sem bjóða sig fram til bæjarstjóra.
Búið er að skipa í hópa og mun ég fara ásamt fulltrúa frá Írlandi til borga sem eru hér vestan við Sarajevo. Túlkur og bílstjóri verða í hverjum bíl sem aðstoða við að velja þá staði sem við munum heimsækja.
Siðdegis fylltist hótelið af lögreglu og lífvörðum. Ég gekk síðan svo til í flasið á borða og stjörnum prýddum manni í mótttökunni og þá var þar kominn forseti Makedóníu.
Hér voru líka heilmikil mótmæli í dag þar sem "Þjóðminjasafninu" var lokað vegna fjárskorts. Námsmenn og fleiri hlekkjuðu sig við húsið og mótmæltu kröftuglega. Það gengur greinilega mikið á !
Annars er þetta draumaland hvað verðlag varðar. Fórum út að borða í kvöld og borgaði ég 10 EUR fyrir þriggja rétta máltið með hvítvíni á góðum veitingastað. Hótelið er reyndar þónokkuð dýrara en hér rétt handan við hornið er veitingahúsahverfi og þar eru verðin með þessum hætti. Ekki leiðinlegt. Borgaði síðan 8 KM fyrir hádegismatinn, þjóðarréttinn Cevap og vatn með. Það eru heilar 4 Evrur! Hingað á maður að fara í frí næst. Hef alltaf sagt þetta, Balkan skaginn er málið :-)
Búið er að skipa í hópa og mun ég fara ásamt fulltrúa frá Írlandi til borga sem eru hér vestan við Sarajevo. Túlkur og bílstjóri verða í hverjum bíl sem aðstoða við að velja þá staði sem við munum heimsækja.
Siðdegis fylltist hótelið af lögreglu og lífvörðum. Ég gekk síðan svo til í flasið á borða og stjörnum prýddum manni í mótttökunni og þá var þar kominn forseti Makedóníu.
Hér voru líka heilmikil mótmæli í dag þar sem "Þjóðminjasafninu" var lokað vegna fjárskorts. Námsmenn og fleiri hlekkjuðu sig við húsið og mótmæltu kröftuglega. Það gengur greinilega mikið á !
Annars er þetta draumaland hvað verðlag varðar. Fórum út að borða í kvöld og borgaði ég 10 EUR fyrir þriggja rétta máltið með hvítvíni á góðum veitingastað. Hótelið er reyndar þónokkuð dýrara en hér rétt handan við hornið er veitingahúsahverfi og þar eru verðin með þessum hætti. Ekki leiðinlegt. Borgaði síðan 8 KM fyrir hádegismatinn, þjóðarréttinn Cevap og vatn með. Það eru heilar 4 Evrur! Hingað á maður að fara í frí næst. Hef alltaf sagt þetta, Balkan skaginn er málið :-)
Comments:
Skrifa ummæli