2. október 2012
Komin til Sarajevo eftir ansi langt og strangt ferðalag. Þekki flugvöllinn í Belgrade út og inn eftir að hafa beðið þar í eina 5 tíma áður en flogið var áfram til Sarajevo. Þurfti líka að bíða í Frankfurt en ekki svona skrambi lengi. Reyndar er ég fyrir nokkru búin að uppgötva lúxusinn sem felst "business lounge" og á döprum flugvöllum er það hrein snilld. Hótelið er í miðbænum og ég horfi beint niður á fallega mosku úr herbergisglugganum, spurning hvort ég vakni við bænaköll i fyrramálið. Hér iðaði allt af lífi undir hótelgluggunum rétt áðan en nú þegar klukkan nálgast miðnætti er eins og stormur hafi dottið af húsi. Allir farnir heim!
Var samferða konu inní borgina af flugvellinum sem vissi allt um kosningarnar á sunnudaginn. Hún og leigubílstjórinn lögðu heilmikið á sig til að fara yfir flokka og framboð en það skipulag virðist ekki alveg einfalt. Við fáum tveggja daga fundahöld til að setja okkur inní málin áður en kosið verður. Það er nauðsynlegt.
Var samferða konu inní borgina af flugvellinum sem vissi allt um kosningarnar á sunnudaginn. Hún og leigubílstjórinn lögðu heilmikið á sig til að fara yfir flokka og framboð en það skipulag virðist ekki alveg einfalt. Við fáum tveggja daga fundahöld til að setja okkur inní málin áður en kosið verður. Það er nauðsynlegt.
Comments:
Skrifa ummæli