<$BlogRSDUrl$>

29. febrúar 2012

Óli á Hvoli og Sigurður Einar mættu hingað frá Hestamannafélaginu Ljúfi til að ræða nýjan þjónustusamning í stað þess gamla sem rann út um áramótin. Hestamannafélagið er afar virkt en innan þess eru dugmiklir einstaklingar sem knýja vel á um að vel sé gert við félagið. Það er algjörlega eðlilegt en auðvitað fá ekki allir alltaf allt sem óskað er eftir :-) En hér í kringum Hveragerði er búið að byggja upp gríðarlega gott net reiðvega sem eru einn liður í því að gera hestamennskuna að þeirri miklu atvinnugrein sem hún er, félagið vill eðlilega sjá framhald á þeirri vinnu.

Hingað kom góður Hvergerðingur sem búið hefur hér í áratugi til að eiga við mig orð og þótti mér vænt um það. Til mín berast ýmis erindi og ekki alltaf eingöngu tengd bæjarfélaginu. Ég reyni að leysa úr málum eftir bestu getu og oft tekst það bærilega!

Við Guðmundur Baldursson renndum inní Dal að líta á vegstæði nýs göngustígs sem tengja á Hamarshöllina og Laufskógana. Held að tillagan sem komin er fram sé ákaflega góð og tryggi gott aðgengi að hinu nýja íþróttahúsi. Við litum auðvitað ofan í skurðina hjá Hamarshöllinni um leið en þar er nú verið að járnabinda sökkla. Heilmikill gangur í verkinu þrátt fyrir að vatn í skurðum sé að gera verktakanum lífið leitt. Samkvæmt mælum í vatnsbólum Hveragerðisbæjar er grunnvatnsstaðan núna 2 metrum hærri en hún var á sama tíma í fyrra. Það er mjög mikill munur og skýrist auðvitað af hinni miklu úrkomu sem hér hefur verið undanfarna mánuði.

Hringdi síðdegis í nokkra aðila og skipulagði fundi vegna framboðsins til 2. varaformanns. Mér er hvarvetna vel tekið og ég skemmti mér allavega vel við þetta. Það er gaman að heyra í svona mörgu fólki og fróðlegt að heyra þau sjónarmið sem uppi eru gagnvart flokknum og stjórnmálum á landinu almennt.

Grátlegt að stelpurnar í meistaraflokki skyldu tapa leiknum gegn Njarðvík í kvöld og það með einu stigi! Voru búnar að vera yfir allan tímann en óheppnin elti þær undir lokin. Æsispennandi og góð skemmtun þó úrslitin hefðu mátt vera betri.

28. febrúar 2012

Við Helga fórum yfir rekstrartölur ársins 2011 í dag. Þetta lítur ágætlega út, tekjur hærri en gert var ráð fyrir en enn á eftir að vinna betur í tölunum og einnig eigum við eftir að sjá hvaða áhrif hærri verðbólga hefur. Það er að verða sú breyta sem almest áhrif hefur á rekstur bæjarfélagsins. Það er ólíðandi að nú skulum við sjá verðbólguna hækka stjórnlaust með tilheyrandi áhrifum á rekstur fyrirtækja, sveitarfélaga og heimila. Hér þýðir hvert prósentustig í verðbólgu að fjármagnsliðir hækka vel á annan tug milljóna. Slíkt er óþolandi!

Hittumst og ræddum gólfefni mjúkhýsisins. Sigurður í Sport tækni hér í Hveragerði átti lægsta tilboð í bæði gervigras og boltagólf. Endanleg ákvörðun bíður stjórnar Fasteignafélagsins sem hittist á allra næstu dögum.


27. febrúar 2012

Fundur í morgun með fulltrúum Landbúnaðarháskólans, Ölfusinga, Eldhesta og okkur Hvergerðingum þar sem farið var yfir framkvæmdir í og við Reykjadal en þessi hópur sendi inn umsókn um styrk í framkvæmdasjóð Ferðamálastofu og fékk 3 mkr til þessa verkefnis. Með framlagi frá samstarfsaðilunum dugar þessi upphæð til að hefjast handa og gera strax úrbætur á hættulegustu stöðunum, skipuleggja verkið og ráðast í framkvæmdir þó ekki dugi þetta til að klára verkið, sýnist okkur. Þetta er stórt og mikilvægt verkefni enda er þarna um eina fjölsóttustu gönguleið ferðamanna á landinu að ræða.

Við Helga skrifstofustjóri gerðum víðreist og skoðuðum skátaheimilið sem sífellt verður betra og betra. Nú er búið að smíða forláta sólpall við húsið þannig að aðstaða skátanna er að verða ansi góð. Við heimsóttum líka Hótel Örk og hittum þar Jakob, staðarhaldara, en hann lét vel af sér varðandi bókanir sumarsins. Það var líka skemmtilegt að sjá að hótelið er að fyllast af eldri borgurum sem árlega koma á Örkina til að láta dekra við sig í nokkra daga.

Kíkti við í íþróttahúsinu en þar er búið að mála og lagfæra og í dag var verið að endurnýja teppi á gólfum. Allt annað að sjá innganginn í húsið eftir þessar breytingar.

Í kvöld var fundur meirihlutans þar sem fjallað var um fjölmörg atriði, sum þeirra verða á dagskrá bæjarráðs í vikunni en önnur þurfa meiri yfirlegu, eins og gengur.
------------------------------------------------
Nýverið létust tvær eftirminnilegar konur sem settu svip sinn á bæinn okkar í áratugi. Þær Þórgunnur Björnsdóttir, kennari og Aðalbjörg Jóhannsdóttir (Alla Magga) sem vann lengstum í Grunnskólanum líka. Kynslóðin sem man upphaf byggðar hér í Hveragerði og lagði grunn að því samfélagi sem við njótum í dag er nú óðum að hverfa. Slíkt er gangur lífsins - fjölskyldum þeirra beggja sendi ég samúðarkveðjur.

15. febrúar 2012

Í morgun átti ég nokkur símtöl meðal annars um Eden og hugmyndir sem uppi er varðandi uppbyggingu í svipuðum dúr og þar var. Þeir eru þónokkrir sem gera sér grein fyrir gildi þessa vörumerkis og þeirrar sérstöðu sem Eden hafði enda fer það ekki framhjá nokkrum manni að eftirspurnin er fyrir hendi. Í dag streyma ferðamenn svo tugum og hundruðum skiptir hingað í Verslunarmiðstöðina við Sunnumörk á hverjum morgni til að heimsækja Almar bakara, Skjálftasýninguna, Upplýsingamiðstöðina og handverksmarkaðinn. Það sýnir að hér vilja rúturnar stoppa á leið sinni áfram Suðurlandið.

Eftir hádegi sótti ég hugarflugsfund um Starfsmenntun á Suðurlandi sem haldinn var á Hótel Rangá. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir fundinum sem sóttur var af fulltrúum hinna ýmsu aðila er boðin var þátttaka. Sveitarstjórnarmenn, skólafólk, fulltrúar stoðþjónustu, aðilar úr atvinnulífinu og nemendur áttu þarna saman mjög góðan dag.
Það sem uppúr stendur er að mikilvægt er að greina þörfina fyrir starfsmenntun á hverju svæði fyrir sig og mæta síðan kröfum atvinnulífsins um fagmenntað starfsfólk. Hér er klárlega þörf á menntun í matvæla og þjónustugreinum þar sem við erum hér í matarkistu Íslands og ekki síður í vöggu ferðamennskunnar. Greinilegt var á viðstöddum að starfsmenntun nýtur ekki þeirrar hylli sem hún svo sannarlega ætti að gera og þörf er á viðhorfsbreytingu alls samfélagsins ef breyting á að verða á því.

Í kjölfar nýfallins dóms Hæstaréttar um ólögmæti vaxtaákvörðunar gengistryggðra lána er óhjákvæmilegt og harla líklegt að þeir sem tóku innlend verðtryggð lán spyrji sig og samfélagið þeirrar spurningar hvort þeir verði þeir einu sem skyldir verða eftir á skuldaklafa í kjölfar hrunsins. Slíkt stuðlar ekki að sátt og samlyndi í þjóðfélaginu, það á örugglega eftir að koma á daginn.


14. febrúar 2012

Þurfti að útrétta á Selfossi fyrir hádegi og meðal annars líta við í TRS sem alltaf er skemmtilegt. Hitti þar bæði Gunnar og Ármann auk hennar Jennýjar sem alltaf er jafn frábær.
Mikið yrði ég ánægð ef hægt væri að laga fartölvuna sem hefur verið að gera mér lífið leitt undanfarnar vikur !

Við Helga sendum síðan út fundarboð bæjarráðs fyrir hádegi enda þurftum við á fund í Reykjavík í hádeginu. Heimsóttum þar Motus sem kynntu fyrir okkur þjónustuna sem þar er veitt. Í dag er innheimtuþjónusta Hveragerðisbæjar á vegum Momentum og hefur okkur líkað það vel. En það er svo sem ekki nema sjálfsagt að við kynnum okkur það sem aðrir hafa að bjóða.

Strax eftir fundinn hjá Motus hitti ég Þorvarð, framkvæmdastjóra SASS og Ástu, framkvæmdastjóra Árborgar og fórum við saman uppá Akranes til fundar við bæjarfulltrúa þar. Ræddum við málefni Strætós en Akurnesingar hafa rekið Strætó í lengri tíma en við hér fyrir austan fjall svo sameiginleg mál eru þó nokkur. Núna er mikið rætt um það að í algjörum undantekningartilfellum skuli vera leyft að standa í Strætó enda vagnarnir útbúnir með það fyrir augum og hafa hlotið samþykki Umferðarstofu undir þeim formerkjum. Mér finnst alveg gleymast í þessari umræðu að í áratugi hefur verið staðið í Strætó hér á landi. Vagnarnir aka frá Kjalarnesi og Mosfellsbæ niður í bæ og frá Hafnarfirði og inní Reykjavík á 80-90 km hraða og staðið er í smekkfullum vögnunum. Hér á milli er þetta eingöngu hugsað sem neyðarúrræði þegar farþegar sjá fram á að vera að öðrum kosti skyldir eftir. Allir hafa áfram þann möguleika að bíða frekar eftir næstu ferð vilji þeir það frekar. Einnig finnst mér algjörlega gleymast sú staðreynd að út um alla Evrópu er staðið í vögnum, þegar þess gerist þörf, hvort sem það er á hraðbrautum eða sveitavegum. Þannig er málum til dæmis háttað í Danmörku þar sem margir þekkja nú til!

Í kvöld var farið yfir veldaútreikning og fleira skemmtilegt í stærðfræði 10 bekkjar. Þetta er nokkuð jákvætt fyrir heilabúið sem einnig tók létta æfingu á heimasíðunni www.lumosity.com þar sem æfa má heilann með skemmtilegum æfingum. Eins gott að koma í veg fyrir Alzheimer með öllum ráðum strax :-)

13. febrúar 2012

Lagfærði heimasíðuna og setti inn frétt um Útsvarsliðið um leið og ég sendi örstutta tilkynningu í blöðin fyrir Rauða Krossinn um duglegar tombólu stúlkur. Vona að hún birtist í vikunni í Dagskránni, þegar maður er 8 ára þá er gaman að fá af sér mynd í blaðið, sérstaklega að loknu vel unnu verki.

Fórum yfir tilboðin sem bárust í boltagólfið og gervigrasið í Hamarshöllina. Þar verða valin mjög góð efni en eins og flestir vita skiptir gólfið íþróttamenn miklu máli. Tilboðin sem bárust eru mjög góð og þónokkuð fyrir neðan kostnaðaráætlun sem er líka mikilvægt.

Annars fór vinnudagurinn í undirbúning fyrir bæjarráðsfund í vikunni en þar er fundarboðið þykkt og mikið. Skoðaði útfærslur á búnaði til að senda út fundi bæjarstjórnar á netinu, bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að hefja útsendingar svo nú er framkvæmdin ein eftir.
Á meirihlutafundi í kvöld fæddust hugmyndir sem bætt geta vinnubrögðin á bæjastjórnarfundum svo nú er ætlunin að skoða það nánar.

Meirihlutafundurinn í kvöld var haldinn hér heima og var það ágætis tilbreyting. Fengum góðar fréttir sem glöddu okkur mjög, gaman að því :-)

12. febrúar 2012

Það var mikið spjallað og skeggrætt á opnu húsi með Þorsteini Pálssyni á laugardaginn. Virkilega góður fundur og gaman að hitta aftur okkar fyrrverandi þingmann. Evrópumálin bar á góma, skuldastaða heimilanna, afskriftir, lífeyrismál og fleira og fleira.

Eftir hádegi skrapp ég með Alberti og Bjarna til Rauða Krossins en þar var haldinn 112 dagurinn. Hægt var að fara yfir helstu atriði í skyndihjálp, rifja upp hjartahnoð og fá alls konar kynningarefni. Mjög vel gert hjá félaginu en að ósekju hefðu fleiri mátt nýta sér þessa fínu dagskrá.

Á föstudaginn sótti ég ráðstefnu um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk. Var hún fjölsótt og afar góð en óneitanlega læðist að sveitarstjórnarmanninum ónotatilfinning þegar ríkið núna hefur í huga að setja löggjöf um þessi mál sem aldrei kom til greina þegar málaflokkurinn var á fjárhagslegu forræði ríkisins.

Á föstudaginn var einnig fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem meðal annars var ákveðið að halda flokksráðsfundinn þann 17. mars.

Á föstudagskvöldinu var síðan mætt í Útsvar þar sem okkar fólk stóð sig með miklum ágætum þó Fljótsdalshérað hafi þar rétt marið sigur.

Nú erum við foreldrar unglinganna í körfunni á fullu að auglýsa skyggnilýsingafund með Þórhalli miðli sem haldinn verður hér í Grunnskólanum næstkomandi fimmtudag kl. 20:30. Endilega mæta enda er þetta ágætis skemmtun og góð kvöldstund!

10. febrúar 2012


Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mætir í spjall í opið hús Sjálfstæðisfélag Hveragerðis, laugardaginn 11. febrúar, endilega mætið og eigið líflega morgunstund með góðu og skemmtilegu fólki.

Opnu húsið eru alla laugardagsmorgna í hús félagsins á hæðinni fyrir ofan Café Rose. Boðið er uppá morgunmat að hætti hússins milli kl. 10:30 og 12.

Allir alltaf velkomnir !

7. febrúar 2012

Vann minnisblöð og tillögur fyrir bæjarstjórnarfundinn á fimmtudaginn. Meðal annars er þar ályktun um ræktun Orf á erfðabreyttu byggi að Reykjum, tillaga um íbúafund um hátíðir og viðburði hér í Hveragerði, tillaga um kaup á húsnæðinu við Birkimörk 21-27 og tillaga um fyrirkomulag umhverfis og garðyrkju næsta sumar. Nóg á dagskrá fundarins sem vafalaust verður góður.

Í hádeginu hittist héraðsráð og fór yfir stöðu Héraðsnefndar Árnesinga í ljósi lögformlegrar stöðu nefndarinnar eftir að ný sveitarstjórnarlög í raun lögðu niður héraðsnefndirnar í þeirri mynd sem við þekkjum þær. Við því þarf að bregðast.

Skrapp heim eftir hádegi að hitta sjúklinginn sem vaknaði í dag enn og aftur með hita. Komst til læknis sem betur fer en Albert er kominn með lungnabólgu. Það er nú meira hvað hún stingur sér niður á Heiðmörkinni þetta árið! Enginn skóli út vikuna, aldrei þessu vant var því ekki fagnað!

Hingað hringdi um daginn vinur fjölskyldunnar og benti mér á sniðugt tæki sem gæti nýst vel í Hamarshöllinni. Hér á slóðin á heimasíðu fyrirtækisins sem framleiðir skotvélar fyrir fótbolta.

6. febrúar 2012

Flensan herjar á heimilisfólk en Albert Ingi er búinn að liggja síðan á miðvikudag í síðustu viku. Ekkert lát á, greinilega mikill ófögnuður þessi flensa í ár!

En annars var annasamt í vinnunni eins og oft er. Dagurinn byrjaði á fundi í Fasteignafélagi Hveragerðis kl. 7:45. Fyrir bæjarfulltrúa sem eru að sinna fundasetu með annarri vinnu getur oft verið erfitt að finna fundartíma sem henta og því er stundum brugðið á það ráð að funda snemma, nú eða seint, til að fjarvera frá vinnu sé eins lítil og hægt er! Ný sveitarstjórnarlög sem tóku gildi nú um áramót gera það reyndar að skyldu atvinnurekenda að gefa frí til að sinna störfum í sveitarstjórn svo það hefur sem betur fer breyst.

Vann síðan í málum varðandi Heimilið við Birkimörk en bæjarstjórn þarf að ákveða á fimmtudaginn hvort húsnæðið verður keypt eða leigt.

Nú er unnið að gerð manntals á Íslandi og koma sveitarfélögin mikið að því verkefni. Fyrsta manntalið hér á landi var gert árið 1703 og er það elsta varðveitta heimildin um heila þjóð. Eftir að Þjóðskrá var sett á laggirnar minnkaði þörfin fyrir gerð manntals enda erum við öll vel skráð þar. En Evrópusambandið setti árið 2008 reglugerð sem skuldbatt aðildarlöndin og síðar EES löndin til að framkvæma sérstakt manntal og er sú vinna nú í fullum gangi. Við þurfum sem betur fer ekki að banka uppá í hverjum bæ en það er samt heilmikið sem þarf að kanna og aldrei að vita nema einhver hús verði heimsótt!

Dagur leikskólans er í dag. Ég hitti börnin á Undralandi sem börðust gegn rigningunni niður að ræsinu yfir Varmá þar sem þau hentu flöskuskeytum í ánna með skilaboðum til þeirra sem þau finna. Vonandi berast þau langt út á haf og finnast á framandi slóðum, það er svo skemmtilegt! Krakkarnir voru alveg yndisleg öll svo vel dúðuð og dugleg að labba. Þau vorkenndu mér óskaplega þar sem mér var svo kalt enda ekki í peysu og illa klædd eins og þau vinsamlegast bentu mér á :-)

Í hádeginu komu hingað leikskólakennarar frá Undralandi og Óskalandi og afhentu mér fyrir hönd bæjarstjórnar plakat sem gefið var út í tilefni af Degi leikskólanna, það var skemmtileg heimsókn. Við erum svo heppin að eiga svona góða leikskóla hér í Hveragerði þar sem unnið er faglega og af miklum metnaði í þágu yngstu borgara hér í bæ. Slíkt er dýrmætara en við gerum okkur grein fyrir.

Sat yfir ýmsum málum tengdum bæjarstjórnarfundinum næstkomandi fimmtudag en á morgun þarf að ganga frá fundarboðinu svo þá þarf allt að vera klárt.

Meirihlutafundur í kvöld. Full mæting og eins og alltaf líflegar og góðar umræður. Tekist á um ýmis mál eins og á að gera í svona góðum hópi og síðan náð lendingu sem allir geta sætt sig við. Fundurinn endaði síðan á sýnikennslu forseta bæjarstjórnar sem stundar núna jóga af miklum móð. Vek athygli á því að hann snertir ekki vegginn, okkur fannst hann bara ansi góður! Hvað finnst þér?
2. febrúar 2012

Bæjarráð hittist í morgun kl. 8. Ýmis mál voru þar til afgreiðslu og umræðu. Má þar meðal annars nefna erindi frá Rarik þar sem þeir bjóða Hveragerðisbæ ljósastaura bæjarins til eignar. Bæjarráð var ekki sannfært um gæði gjafarinnar enda staurarnir margir hverjir lélegir og gamlir, auk þess liggur fyrir að endurnýja þarf perurnar fljótlega þegar núverandi perur verða ekki lengur leyfilegar. Ef við þyggjum ekki staurana er jafn ljóst að Rarik mun leggja á enn meira viðhaldsgjald en nú þegar er raunin svo hér má segja að valkostirnir séu ekki sérlega fýsilegir! Ákveðið var að funda með Rarik mönnum og heyra þeirra sjónarmið áður en ákvörðun verður tekin.

Erindi barst frá eigendum Frosts og funa þar sem þau óska eftir að þegar verði lagt bundið slitlag á götuna að hótelinu. Það má auðvitað færa sannfærandi rök fyrir því að þessi vegstubbur verði lagður slitlagi enda ekki sérlega dýr framkvæmd. Bæjarráð samþykkti að kostnaðurinn yrði kannaður og ákvörðun um framkvæmdir teknar í framhaldi af því.

Áhugasamir geta kíkt á fundargerð bæjarráðs hér.

Eftir fundinn fékk ég heimsókn frá aðilum sem eiga útgerð sem skráð er til lögheimilis hér í Hveragerði. Báturinn er aftur á móti skráður í Þorlákshöfn. Við úthlutun byggðakvótans margumrædda eru þessir aðilar skyldir útundan þar sem lögheimilisskráning útgerðarinnar í sjávarbyggð er gerð að skilyrði. Mér finnst allt ruglið í kringum byggðakvótann alveg hreint með ólíkindum en á flestum stöðum veldur úthlutun hans sveitarstjórnarmönnum miklu hugarangri. Það að örfá sveitarfélög skuli síðan vera sniðgengin þegar þessum brauðmolum er úthlutað er gjörsamlega óþolandi. Hvers vegna mega íbúar í Hveragerði ekki eiga úterð og njóta þeirra gæða sem ríkisstjórnin úthlutar, spyr sú sem ekki veit ?

Merkilegt nokk átti ég síðan í kvöld annað símtal austur á Höfn en þar var byggðakvótinn margumræddi enn og aftur til umræðu. Umræða um kvótamál tvisvar á dag fyrir Hvergerðing er nú bara vel yfir meðallagi :-)

Átti nokkur símtöl við Noreg vegna mjúkhýsisins en unnið er að bankaábyrgð fyrir greiðslunni út. Um leið og því máli er lokið fer húsið í framleiðslu og þá er allt ferlið komið í gang.

Vann í málefnum tengdum Garðyrkju- og blómasýningunni Blóm í bæ en væntanlega verður minnisblað um framkvæmd verka tengdum sýningunni kynnt bæjarstjórn í næstu viku.

Eftir vinnu hringdi ég í nokkra aðila vegna framboðsins til annars varaformanns. Verst að ég er svo lengi að hringja því mér finnst svo gaman að heyra í öllu þessu góða fólki og heyra af þeim verkefnum sem í gangi eru vítt og breytt um landið.
-------------------------------
Albert Ingi nældi sér í flensuna sem hrelldi mig um daginn, 40 stiga hiti í kvöld svo það er alveg útséð um skóla þessa vikuna. Þetta hlýtur að vera flensan sem stingur sér svona kröftuglega niður, meiri ófögnuðurinn !
1. febrúar 2012

Byrjaði á að sofa yfir mig sem var ekki gott upphaf á góðum degi! Undirbjó síðan fund sem ég og forseti bæjarstjórnar, Eyþór, áttum með umhverfisráðherra fyrir hádegi. Þar fórum við ítarlega yfir þau mál sem helst brenna á okkur Hvergerðingum. Mikilvægt er að verndum Bitru og Ölkelduháls verði að veruleika, mengun af völdum virkjana verður að halda í skefjum og manngerðir jarðskjálftar er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við. Við fengum góðan tíma í ráðuneytinu og gátum komið sjónarmiðum okkar vel á framfæri. Það er gaman að segja frá því að aðstoðarmaður Svandísar var einnig á fundinum Andrés Jónsson, frá Hjarðarbóli í Ölfusi.

Ég brunaði beint austur eftir fundinn enda þurfti ég að undirbúa mig fyrir fund stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. Hann var í lengra lagi enda komu gestir á fundinn frá Sorpu til að ræða samskipti milli aðila í kjölfar bréfaskrifta Íslenska gámafélagsins vegna umdeilds samnings sem leggur auka álögur á íbúa Hveragerðisbæjar, Skeiða- og Gnúpverja og Flóahrepps þar sem í þessum sveitarfélögum er flokkað meira en annars staðar og samningar í gildi við fyrirtæki sem ekki skilar endurvinnanlegum efnum til Sorpu. Mikið óréttlæti sem er til komið vegna mikillar pressu sem þessi sveitarfélög voru undir á sínum tíma. Það mun seint nást eining um þessa samninga.

Þurfti aftur að fara í vinnuna eftir Selfoss fundahöldin og undirbúa fund bæjarráðs sem hefst í fyrramálið kl. 8. Eins gott að sofa ekki yfir sig aftur !
-----------------------------
Horfði eins og mikill meirihluti þjóðarinnar á viðtalið við Eirík Inga Jóhannson í Kastljósi í kvöld. Hann sýndi ótrúlegan styrk og miðlaði með aðdáunarverðum hætti lífsreynslu sem er ofar mannlegum skilningi. Þetta viðtal verður lengi í minnum haft !
-----------------------------
Laufey Sif og Elvar fljúga í dag frá Singapore til Ástralíu þar sem þau gista eina nótt áður en þau halda áfram yfir til Chile í Suður Ameríku. Næsti áfangi er tekinn við í heimsferðinni og Asía að baki :-)

Gekk frá fundarboði bæjarráðs sem fór út síðdegis í dag. Óvanalega þykkt en kannski ekki jafn innihaldsríkt og maður gæti haldið! Fjölmargt lagt fram, sumt til afgreiðslu en einnig margt til kynningar þar á meðal fundargerðir stýrihópsins sem nú starfar vegna jarðskjálftanna sem urðu við Húsmúla í haust. Sá hópur hittist vikulega og vinnur nú ötullega að skýringum og leiðum til lausna.

Ræddi við leikskólastjóra beggja leikskólanna og fór yfir fjölda barna á deildum, starfsmannahald og fleira. Í gærkvöldi ræddi meirihlutinn ýmis atriði er snúa að fræðslumálum bæði leik- og grunnskóla. Málaflokkurinn er viðamikill og ekki alltaf einfaldur, ríflega helmingur tekna bæjarins fer til fræðslumála svo það er mikilvægt að haldið sé vel á spöðunum.

Íbúar eru mjög duglegir við að hafa samband út af ýmsum málum. Ég sinni öllum eftir bestu getu eða kem erindunum í réttan farveg og oftast er hægt að leysa úr erindum fólks með góðum hætti. Það líður ekki sá dagur að einhver hafi ekki samband og þykir mér óskaplega vænt um hversu duglegir íbúar eru að hafa samband, það heldur manni á tánum!

Eftir hádegi settumst við Jóhanna niður og ræddum um mjúkhýsið, menningarmál og bæjarhátíðir. Höfum oft verið öflugri í heilastorminum! Fundum samt leið til að bæta heilaspunann sem við ætlum að vinna aðeins betur úr. Erum að leita að nýjungum fyrir Blóm í bæ og Blómstrandi daga. Áhugasamir lesendur mega gjarnan senda okkur hugmyndir sínar, allt er vel þegið.

Eftir vinnu var sest við fjáröflunarhugmyndir vegna æfingabúða sem Albert og félagar eru að fara í næsta sumar. Við höfum ákveðið að endurtaka stórskemmtilegt kvöld sem hér var haldið í haust og fá hingað Þórhall Guðmundsson, miðil, með skyggnilýsingu. Starfsfólk Undralands stóð fyrir svona kvöldi síðasta haust og var það sérlega vel heppnað. Ég efast ekki um að fullt af fólki muni mæta fimmtudagskvöldið 16. febrúar og eiga saman skemmtilega kvöldstund.

Kvöldið var vel nýtt við hringingar til félaga minna í Sjálfstæðisflokknum vítt og breytt um landið. Hvarvetna er mér vel tekið svo ég er full bjartsýni ...

Náði reyndar að setjast niður og hlusta á nokkur vel valin lög með Bjartmari Guðlaugssyni. Bjarni Rúnar er galinn áhugamaður um vinyl plötur og er að koma sér upp ansi skemmtilegu safni. Í dag eignaðist hann eintök með Bjartmari sem gerðu að verkum að hann á nú allt hans efni á vinyl.
Ég var alveg búin að gleyma hvað þetta er skemmtileg tónlist :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet