15. febrúar 2012
Í morgun átti ég nokkur símtöl meðal annars um Eden og hugmyndir sem uppi er varðandi uppbyggingu í svipuðum dúr og þar var. Þeir eru þónokkrir sem gera sér grein fyrir gildi þessa vörumerkis og þeirrar sérstöðu sem Eden hafði enda fer það ekki framhjá nokkrum manni að eftirspurnin er fyrir hendi. Í dag streyma ferðamenn svo tugum og hundruðum skiptir hingað í Verslunarmiðstöðina við Sunnumörk á hverjum morgni til að heimsækja Almar bakara, Skjálftasýninguna, Upplýsingamiðstöðina og handverksmarkaðinn. Það sýnir að hér vilja rúturnar stoppa á leið sinni áfram Suðurlandið.
Eftir hádegi sótti ég hugarflugsfund um Starfsmenntun á Suðurlandi sem haldinn var á Hótel Rangá. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir fundinum sem sóttur var af fulltrúum hinna ýmsu aðila er boðin var þátttaka. Sveitarstjórnarmenn, skólafólk, fulltrúar stoðþjónustu, aðilar úr atvinnulífinu og nemendur áttu þarna saman mjög góðan dag.
Það sem uppúr stendur er að mikilvægt er að greina þörfina fyrir starfsmenntun á hverju svæði fyrir sig og mæta síðan kröfum atvinnulífsins um fagmenntað starfsfólk. Hér er klárlega þörf á menntun í matvæla og þjónustugreinum þar sem við erum hér í matarkistu Íslands og ekki síður í vöggu ferðamennskunnar. Greinilegt var á viðstöddum að starfsmenntun nýtur ekki þeirrar hylli sem hún svo sannarlega ætti að gera og þörf er á viðhorfsbreytingu alls samfélagsins ef breyting á að verða á því.
Í kjölfar nýfallins dóms Hæstaréttar um ólögmæti vaxtaákvörðunar gengistryggðra lána er óhjákvæmilegt og harla líklegt að þeir sem tóku innlend verðtryggð lán spyrji sig og samfélagið þeirrar spurningar hvort þeir verði þeir einu sem skyldir verða eftir á skuldaklafa í kjölfar hrunsins. Slíkt stuðlar ekki að sátt og samlyndi í þjóðfélaginu, það á örugglega eftir að koma á daginn.
Eftir hádegi sótti ég hugarflugsfund um Starfsmenntun á Suðurlandi sem haldinn var á Hótel Rangá. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir fundinum sem sóttur var af fulltrúum hinna ýmsu aðila er boðin var þátttaka. Sveitarstjórnarmenn, skólafólk, fulltrúar stoðþjónustu, aðilar úr atvinnulífinu og nemendur áttu þarna saman mjög góðan dag.
Það sem uppúr stendur er að mikilvægt er að greina þörfina fyrir starfsmenntun á hverju svæði fyrir sig og mæta síðan kröfum atvinnulífsins um fagmenntað starfsfólk. Hér er klárlega þörf á menntun í matvæla og þjónustugreinum þar sem við erum hér í matarkistu Íslands og ekki síður í vöggu ferðamennskunnar. Greinilegt var á viðstöddum að starfsmenntun nýtur ekki þeirrar hylli sem hún svo sannarlega ætti að gera og þörf er á viðhorfsbreytingu alls samfélagsins ef breyting á að verða á því.
Í kjölfar nýfallins dóms Hæstaréttar um ólögmæti vaxtaákvörðunar gengistryggðra lána er óhjákvæmilegt og harla líklegt að þeir sem tóku innlend verðtryggð lán spyrji sig og samfélagið þeirrar spurningar hvort þeir verði þeir einu sem skyldir verða eftir á skuldaklafa í kjölfar hrunsins. Slíkt stuðlar ekki að sátt og samlyndi í þjóðfélaginu, það á örugglega eftir að koma á daginn.
Comments:
Skrifa ummæli