7. febrúar 2012
Vann minnisblöð og tillögur fyrir bæjarstjórnarfundinn á fimmtudaginn. Meðal annars er þar ályktun um ræktun Orf á erfðabreyttu byggi að Reykjum, tillaga um íbúafund um hátíðir og viðburði hér í Hveragerði, tillaga um kaup á húsnæðinu við Birkimörk 21-27 og tillaga um fyrirkomulag umhverfis og garðyrkju næsta sumar. Nóg á dagskrá fundarins sem vafalaust verður góður.
Í hádeginu hittist héraðsráð og fór yfir stöðu Héraðsnefndar Árnesinga í ljósi lögformlegrar stöðu nefndarinnar eftir að ný sveitarstjórnarlög í raun lögðu niður héraðsnefndirnar í þeirri mynd sem við þekkjum þær. Við því þarf að bregðast.
Skrapp heim eftir hádegi að hitta sjúklinginn sem vaknaði í dag enn og aftur með hita. Komst til læknis sem betur fer en Albert er kominn með lungnabólgu. Það er nú meira hvað hún stingur sér niður á Heiðmörkinni þetta árið! Enginn skóli út vikuna, aldrei þessu vant var því ekki fagnað!
Hingað hringdi um daginn vinur fjölskyldunnar og benti mér á sniðugt tæki sem gæti nýst vel í Hamarshöllinni. Hér á slóðin á heimasíðu fyrirtækisins sem framleiðir skotvélar fyrir fótbolta.
Í hádeginu hittist héraðsráð og fór yfir stöðu Héraðsnefndar Árnesinga í ljósi lögformlegrar stöðu nefndarinnar eftir að ný sveitarstjórnarlög í raun lögðu niður héraðsnefndirnar í þeirri mynd sem við þekkjum þær. Við því þarf að bregðast.
Skrapp heim eftir hádegi að hitta sjúklinginn sem vaknaði í dag enn og aftur með hita. Komst til læknis sem betur fer en Albert er kominn með lungnabólgu. Það er nú meira hvað hún stingur sér niður á Heiðmörkinni þetta árið! Enginn skóli út vikuna, aldrei þessu vant var því ekki fagnað!
Hingað hringdi um daginn vinur fjölskyldunnar og benti mér á sniðugt tæki sem gæti nýst vel í Hamarshöllinni. Hér á slóðin á heimasíðu fyrirtækisins sem framleiðir skotvélar fyrir fótbolta.
Comments:
Skrifa ummæli