27. febrúar 2012
Fundur í morgun með fulltrúum Landbúnaðarháskólans, Ölfusinga, Eldhesta og okkur Hvergerðingum þar sem farið var yfir framkvæmdir í og við Reykjadal en þessi hópur sendi inn umsókn um styrk í framkvæmdasjóð Ferðamálastofu og fékk 3 mkr til þessa verkefnis. Með framlagi frá samstarfsaðilunum dugar þessi upphæð til að hefjast handa og gera strax úrbætur á hættulegustu stöðunum, skipuleggja verkið og ráðast í framkvæmdir þó ekki dugi þetta til að klára verkið, sýnist okkur. Þetta er stórt og mikilvægt verkefni enda er þarna um eina fjölsóttustu gönguleið ferðamanna á landinu að ræða.
Við Helga skrifstofustjóri gerðum víðreist og skoðuðum skátaheimilið sem sífellt verður betra og betra. Nú er búið að smíða forláta sólpall við húsið þannig að aðstaða skátanna er að verða ansi góð. Við heimsóttum líka Hótel Örk og hittum þar Jakob, staðarhaldara, en hann lét vel af sér varðandi bókanir sumarsins. Það var líka skemmtilegt að sjá að hótelið er að fyllast af eldri borgurum sem árlega koma á Örkina til að láta dekra við sig í nokkra daga.
Kíkti við í íþróttahúsinu en þar er búið að mála og lagfæra og í dag var verið að endurnýja teppi á gólfum. Allt annað að sjá innganginn í húsið eftir þessar breytingar.
Í kvöld var fundur meirihlutans þar sem fjallað var um fjölmörg atriði, sum þeirra verða á dagskrá bæjarráðs í vikunni en önnur þurfa meiri yfirlegu, eins og gengur.
------------------------------------------------
Nýverið létust tvær eftirminnilegar konur sem settu svip sinn á bæinn okkar í áratugi. Þær Þórgunnur Björnsdóttir, kennari og Aðalbjörg Jóhannsdóttir (Alla Magga) sem vann lengstum í Grunnskólanum líka. Kynslóðin sem man upphaf byggðar hér í Hveragerði og lagði grunn að því samfélagi sem við njótum í dag er nú óðum að hverfa. Slíkt er gangur lífsins - fjölskyldum þeirra beggja sendi ég samúðarkveðjur.
Við Helga skrifstofustjóri gerðum víðreist og skoðuðum skátaheimilið sem sífellt verður betra og betra. Nú er búið að smíða forláta sólpall við húsið þannig að aðstaða skátanna er að verða ansi góð. Við heimsóttum líka Hótel Örk og hittum þar Jakob, staðarhaldara, en hann lét vel af sér varðandi bókanir sumarsins. Það var líka skemmtilegt að sjá að hótelið er að fyllast af eldri borgurum sem árlega koma á Örkina til að láta dekra við sig í nokkra daga.
Kíkti við í íþróttahúsinu en þar er búið að mála og lagfæra og í dag var verið að endurnýja teppi á gólfum. Allt annað að sjá innganginn í húsið eftir þessar breytingar.
Í kvöld var fundur meirihlutans þar sem fjallað var um fjölmörg atriði, sum þeirra verða á dagskrá bæjarráðs í vikunni en önnur þurfa meiri yfirlegu, eins og gengur.
------------------------------------------------
Nýverið létust tvær eftirminnilegar konur sem settu svip sinn á bæinn okkar í áratugi. Þær Þórgunnur Björnsdóttir, kennari og Aðalbjörg Jóhannsdóttir (Alla Magga) sem vann lengstum í Grunnskólanum líka. Kynslóðin sem man upphaf byggðar hér í Hveragerði og lagði grunn að því samfélagi sem við njótum í dag er nú óðum að hverfa. Slíkt er gangur lífsins - fjölskyldum þeirra beggja sendi ég samúðarkveðjur.
Comments:
Skrifa ummæli