1. febrúar 2012
Byrjaði á að sofa yfir mig sem var ekki gott upphaf á góðum degi! Undirbjó síðan fund sem ég og forseti bæjarstjórnar, Eyþór, áttum með umhverfisráðherra fyrir hádegi. Þar fórum við ítarlega yfir þau mál sem helst brenna á okkur Hvergerðingum. Mikilvægt er að verndum Bitru og Ölkelduháls verði að veruleika, mengun af völdum virkjana verður að halda í skefjum og manngerðir jarðskjálftar er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við. Við fengum góðan tíma í ráðuneytinu og gátum komið sjónarmiðum okkar vel á framfæri. Það er gaman að segja frá því að aðstoðarmaður Svandísar var einnig á fundinum Andrés Jónsson, frá Hjarðarbóli í Ölfusi.
Ég brunaði beint austur eftir fundinn enda þurfti ég að undirbúa mig fyrir fund stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. Hann var í lengra lagi enda komu gestir á fundinn frá Sorpu til að ræða samskipti milli aðila í kjölfar bréfaskrifta Íslenska gámafélagsins vegna umdeilds samnings sem leggur auka álögur á íbúa Hveragerðisbæjar, Skeiða- og Gnúpverja og Flóahrepps þar sem í þessum sveitarfélögum er flokkað meira en annars staðar og samningar í gildi við fyrirtæki sem ekki skilar endurvinnanlegum efnum til Sorpu. Mikið óréttlæti sem er til komið vegna mikillar pressu sem þessi sveitarfélög voru undir á sínum tíma. Það mun seint nást eining um þessa samninga.
Þurfti aftur að fara í vinnuna eftir Selfoss fundahöldin og undirbúa fund bæjarráðs sem hefst í fyrramálið kl. 8. Eins gott að sofa ekki yfir sig aftur !
-----------------------------
Horfði eins og mikill meirihluti þjóðarinnar á viðtalið við Eirík Inga Jóhannson í Kastljósi í kvöld. Hann sýndi ótrúlegan styrk og miðlaði með aðdáunarverðum hætti lífsreynslu sem er ofar mannlegum skilningi. Þetta viðtal verður lengi í minnum haft !
-----------------------------
Laufey Sif og Elvar fljúga í dag frá Singapore til Ástralíu þar sem þau gista eina nótt áður en þau halda áfram yfir til Chile í Suður Ameríku. Næsti áfangi er tekinn við í heimsferðinni og Asía að baki :-)
Ég brunaði beint austur eftir fundinn enda þurfti ég að undirbúa mig fyrir fund stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. Hann var í lengra lagi enda komu gestir á fundinn frá Sorpu til að ræða samskipti milli aðila í kjölfar bréfaskrifta Íslenska gámafélagsins vegna umdeilds samnings sem leggur auka álögur á íbúa Hveragerðisbæjar, Skeiða- og Gnúpverja og Flóahrepps þar sem í þessum sveitarfélögum er flokkað meira en annars staðar og samningar í gildi við fyrirtæki sem ekki skilar endurvinnanlegum efnum til Sorpu. Mikið óréttlæti sem er til komið vegna mikillar pressu sem þessi sveitarfélög voru undir á sínum tíma. Það mun seint nást eining um þessa samninga.
Þurfti aftur að fara í vinnuna eftir Selfoss fundahöldin og undirbúa fund bæjarráðs sem hefst í fyrramálið kl. 8. Eins gott að sofa ekki yfir sig aftur !
-----------------------------
Horfði eins og mikill meirihluti þjóðarinnar á viðtalið við Eirík Inga Jóhannson í Kastljósi í kvöld. Hann sýndi ótrúlegan styrk og miðlaði með aðdáunarverðum hætti lífsreynslu sem er ofar mannlegum skilningi. Þetta viðtal verður lengi í minnum haft !
-----------------------------
Laufey Sif og Elvar fljúga í dag frá Singapore til Ástralíu þar sem þau gista eina nótt áður en þau halda áfram yfir til Chile í Suður Ameríku. Næsti áfangi er tekinn við í heimsferðinni og Asía að baki :-)
Comments:
Skrifa ummæli