28. febrúar 2012
Við Helga fórum yfir rekstrartölur ársins 2011 í dag. Þetta lítur ágætlega út, tekjur hærri en gert var ráð fyrir en enn á eftir að vinna betur í tölunum og einnig eigum við eftir að sjá hvaða áhrif hærri verðbólga hefur. Það er að verða sú breyta sem almest áhrif hefur á rekstur bæjarfélagsins. Það er ólíðandi að nú skulum við sjá verðbólguna hækka stjórnlaust með tilheyrandi áhrifum á rekstur fyrirtækja, sveitarfélaga og heimila. Hér þýðir hvert prósentustig í verðbólgu að fjármagnsliðir hækka vel á annan tug milljóna. Slíkt er óþolandi!
Hittumst og ræddum gólfefni mjúkhýsisins. Sigurður í Sport tækni hér í Hveragerði átti lægsta tilboð í bæði gervigras og boltagólf. Endanleg ákvörðun bíður stjórnar Fasteignafélagsins sem hittist á allra næstu dögum.
Hittumst og ræddum gólfefni mjúkhýsisins. Sigurður í Sport tækni hér í Hveragerði átti lægsta tilboð í bæði gervigras og boltagólf. Endanleg ákvörðun bíður stjórnar Fasteignafélagsins sem hittist á allra næstu dögum.
Comments:
Skrifa ummæli