<$BlogRSDUrl$>

28. maí 2011

Morgnarnir eru bestir hér í Hveragerði. Það sannaði dagurinn í dag. Glampandi sól og blíða fram yfir hádegi en svo fór að rigna og hefur varla stytt upp síðan. Þess vegna var ég ótrúlega heppin að vakna ókristilega snemma í dag. Var búin í langri stafgöngu uppúr kl. 9 og hreinsaði síðan beð og snyrti til í garðinum fram yfir hádegi. Langþráð tiltekt í fjölskyldugeymslunni útí Steingerði eftir hádegi. Þar var varla hægt að opna hurðina en núna er þarna heilmikið gólfpláss og semsagt, kæru systkini, hægt að hrúga inn fullt af dóti nú þegar :-)

Síðdegis þurfti að snurfusa húsið fyrir kvöldið en þá mætti hingað heill hellingur af körlum í fordrykk áður en haldið var á karlakvöld Hamars. Þess vegna tók ég tilboð lögreglunnar fegins hendi um að halda þeim selskap á skrifstofunni á meðan að þeir skoðuðu upptökur úr eftirlitsmyndavélunum. Þessar vélar eru hrein snilld og lögreglan notar þær heilmikið þurfi að leita að glæponum sem eru á ferðinni.

27. maí 2011

Dagurinn byrjaði á viðtölum við umsækjendur um starf félagsmálastjóra í hinu nýja þjónustusvæði Árnessýslu (utan Árborgar). Alls sóttu sjö um stöðuna en þrír voru boðaðir í viðtal. Niðurstaða varðandi ráðninguna mun væntanlega liggja fyrir um miðja næstu viku.

Ljósmyndari mætti hér á svæðið fyrir hádegi og tók endalaust magn af myndum af þeirri sem þetta ritar fyrir kynningarblað sem Heilsustofnun NLFÍ er að gefa út. Það er alltaf gaman að sjá afrakstur svona myndatöku og það er víst örugglega ekki við ljósmyndarann að sakast ef myndefnið kemur ekki nógu vel út :-)

Eftir hádegi var fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var heilmikið umræðu um nýgerðan kjarasamning við grunnskólakennara og stöðuna í þeirri samningagerð sem enn er ólokið. Einnig var rætt um málefni fatlaðra og hvernig yfirfærsla málaflokksins gengi. Enn eru byrjunarörðugleikar sérstaklega í yfirfærslu fjármuna til rekstursins en vonandi skýrist það fljótlega. Síaukin fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna var einnig tilefni mikillar umræðu enda mikilvægt að vel sé haldið utan um þann stóra málaflokk, ekki síst núna þegar harðnað hefur á dalnum svo um munar.

26. maí 2011

Tók mér sumarfrísdag í dag. Í morgun var mikið blíðskaparveður þannig margir tímar fóru í garðvinnu. Er í heilögu stríði við risavalmúa sem hefur algjörlega tekið yfir eitt beðið. Er búin að margstinga upp hverja plöntu en þær koma alltaf aftur. Þrautseigjan er gríðarleg í valmúanum og mér! Mun ekki gefast upp.
Klauf líka nokkra burkna en ég er smám saman að dreifa þeim á hina ýmsu skuggastaði í garðinum. Burknar eru miklar uppáhaldsplöntur hjá mér og allir mínir eru ættaðir frá henni Þórunni heitinni á Grund en hún átti svo fallega og stórvaxna burkna.

Eftir hádegi var farið á rúntinn og nýi Suðurstrandarvegurinn prófaður. Verð að játa að mér fannst gamli vegurinn meðfram Hlíðardalsskóla og yfir Selvogsheiðina mun fallegri leið. Þar var meira að sjá og skemmtilegri aðkoman niður í Selvog. En þetta er nú samt skemmtilegur og góður vegur. Enduðum á bráðskemmtilegu kaffihúsi í Grindavík, skoðuðum þar algjörlega frábært tjaldsvæði og kíktum líka inní knattspyrnuhúsið þeirra Grindvíkinga. Það er mikill munur að geta stundað íþróttir innandyra allavega þegar veðrið lætur eins og það gerði í dag.

Jack Sparrow í þrívídd brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, myndin samt ansi dimm og drungaleg en ætli sjóræningjar eigi ekki að vera þannig :-)

25. maí 2011

Góður dagur á skrifstofunni í dag. Fullt af verkefnum og nóg að gera. Gekk frá ýmsum málum fyrir bæjarráð í næstu viku og eins fyrir alla fundina sem framundan eru.
Þar sem ég í raun átti að vera á Sauðárkróki þá voru engin viðtöl og engir fundir í dag og það er ansi gott að geta náð heilum degi á skrifstofunni, þá grynnkar hratt í bunkanum.

Í hádeginu skrapp ég upp í skógrækt en þar var bekkurinn hans Alberts að ljúka vetrarstarfinu með grillveislu eftir góðan útivistardag. Þarna er núna verið að vinna í að koma upp grillskjóli og setja upp ýmis leiktæki þannig að það er orðið ansi notalegt í skóginum. Guðrún Guðmunds benti mér á furðulegt náttúrufyrirbrigði í skóginum en þar var víst um nýlega alveg morandi af sniglum með stóra kuðunga á bakinu. Í dag var þarna krökkt af kuðungum en allir tómir. Sniglarnir virðast hafa gufað upp. Náttúrufræðiþekking mín nær ekki svo langt að ég geti ímyndað mér hvað hafi orðið um sniglana. Hafa þessi kvikindi hamskipti eða hvað? Hér er mynd af kuðungunum sem við týndum í skóginum...

Í kvöld fórum við Lárus í langan hjólatúr um bæinn. Það er yndislegt veður þó enn vanti uppá hitastigið til að það sé notalegt.

Búið er að ákveða að landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn dagana 17. - 20. nóvember. Þá liggur ljóst fyrir hvar maður verður þá daga.

24. maí 2011

Fundi bæjarsjóra sem hefjast átti á Sauðárkrók í fyrramálið kl. 9 hefur verið frestað til haustsins. Alltof margir höfðu afboðað sig, áttu ekki heimangengt af ýmsum orsökum; snjór, eldgos og öskufall hvetur nú ekki til langferða. Verð í vinnunni á morgun og föstudag en breyti fimmtudeginum í sumarfrísdag í staðinn. Ætla síðan að reyna að vera í fríi í næstu viku en verð þó í vinnu á miðvikudaginn sýnist mér. Hafði hugsað mér að eyða gæðastundum í garðvinnu í þessu fríi en veðráttan er nú ekki hvetjandi til útiverka allavega ekki þessa stundina. Getum þó ekki kvartað á þessum landshluta, hér er allavega ekki allt á kafi í snjó!

23. maí 2011

Yndisleg helgi en viðburðarík að baki. Hópur fyrirmyndar pilta hér á föstudagskvöldið og öll nánasta fjölskylda hér í gær til að samfagna nýstúdentinum á bænum.

Eldgosið í Grímsvötnum þó efst í huga allra. Hamfarirnar eru miklar og nær því ómögulegt fyrir okkur sem erum utan hamfarasvæðisins að gera okkur í hugarlund hvernig ástandið er í Skaftafellssýslu. Það verður mikið átak að þrífa og byggja upp samfélögin að nýju þegar gosið er afstaðið. Vonandi að það verði sem fyrst svo hægt sé að hefja endurreisnarstarf.

Hér höfum við orðið vör við nokkra ösku þó ekki sé nokkur ástæða til að kvarta yfir því og það sé varla til að hafa orð á. Samt er þetta með því mesta sem hér hefur sést hingað til og segir manni nokkuð um hversu umfangsmikið gosið er.

En annars hófst dagurinn með Strætó ferð til Reykjavíkur á fund landslagsarkitekta rétt fyrir kl. 8. Það er hreinn draumur að taka Strætó og geta ekið áhyggjulaus yfir heiðina. Ef ég tæki strætó til vinnu myndi ég næla mér í auka svefn í hálftíma eða lesa blöðin í rólegheitum á morgnana. Það væri hreint frábært :-)

Komin austur undir hádegi og við tóku hin ýmsu mál þar til haldið var til Þorlákshafnar þar sem enn og aftur var unnið í málefnum nýrrar félagsþjónustu. Síðdegis var meirihlutafundur sem fór að stórum hluta í spjall um daginn og veginn. Það er líka nauðsynlegt öðru hverju.

Núna er hitinn að nálgast frostmark og snjóflyksur í loftinu. Í fréttunum er talað um ófærð fyrir austan og norðan og síðan er eldgos í kaupbæti. Hver pantaði eiginlega þessa óáran alla? Það á víst að heita að það sé komið vor !

20. maí 2011

Fundur niður í Ölfusi í morgun þar sem farið var yfir umsóknir sem borist hafa um nýja stöðu félagsmálastjóra hér í Árnessýslu. Við erum ánægð með þann áhuga sem sýndur er á stöðunni en sex umsóknir bárust í dag. Enn geta auðvitað umsóknir borist sem póstlagðar voru í dag svo við munum hittast aftur eftir helgi til að taka stöðuna aftur.

Eftir hádegi í dag útskrifaðist Bjarni Rúnar sem stúdent frá FSu. Útskriftin var hátíðleg eins og vera ber. Stór hópur myndarlegra ungmenna fékk þarna skírteini um lokna námsáfanga og eins og alltaf var gaman að sjá hvað þau voru glöð og ánægð með þetta stóra skref. Héðan frá Hveragerði útskrifuðust 7 nemendur og fannst mér það reyndar óvanalega fámennur hópur. Það er þó gaman að geta þess að í þeim hópi var fyrsti skrúðgarðyrkju meistarinn sem FSu hefur útskrifað, Pétur Reynisson. Glæsilegur árangur enda fagmaður mikill þar á ferð.

Í kvöld bauð svo nýstúdentinn vinum sínum til grillveislu og á sunnudag hittist stórfjölskyldan. Það er gaman að þessu...

19. maí 2011

Fundur í morgun með forsvarsmönnum Kambalands vegna frágangs á mön og byggingasvæðinu vestan við byggðina. Nú nýtum við næstu tvær vikur í að fá lendingu í þetta mál og voru allir aðilar sammála um nauðsyn þess. Vonandi er að það gangi eftir.

Var í samskiptum við Íslandspóst vegna málefna tengdum póstþjónustu bæjarins.

Ræddi við lögmenn vegna samninga sem gerðir voru árið 1994 og eru ansi íþyngjandi fyrir bæinn um stöðuleyfi vegna húss . Það mál verður að klára því það hefur verið óleyst í of langan tíma. Vonandi verður hægt að ganga frá því í byrjun júní þannig að allir verði sáttir.

Blakarar hafa verið í sambandi við bæinn vegna strandblaksvallar. Sjálfstæðismenn voru með slíkan völl á stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar og því er framtak blakmanna í góðum takti við vilja meirihlutans. Mikilvægt er að finna slíkum velli skjólgóðan stað í nágrenni við helstu íþróttamannvirki ef þess er nokkur kostur. Væntanlega mun bæjarráði berast erindi vegna þessa á næstunni.

Fundur í bæjarráði nú síðdegis. Þar var kynnt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið yfirtaki framhaldsnám í tónlist og mið- og framhaldsnám í söng. Á móti munu sveitarfélögin taka að sér verkefni fyrir svipaða upphæð. Bæjarráð lagði áherslu á að þau verkefni myndu ekki auka kostnað sveitarfélaga þegar upp væri staðið. En það er ánægjulegt að nú hefur náðst lending varðandi málefni tónlistarnema og þeir nemendur sem hér stunduðu nám og höfðu fengið bréf um að Hveragerðisbær myndi ekki lengur greiða með þeirra námi eiga að geta haldið áfram námi sínu með óbreyttum hætti.

Bæjarráð samþykkti einnig að hefja nú þegar gerð nýrrar heimasíðu fyrir bæinn. Nú ætlum við að auka skilvirkni og upplýsingaflæði við íbúa og aðra notendur heimasíðunnar en núverandi síða er orðin ansi lúin og afar erfitt er að uppfæra efni og til dæmis svo til vonlaust að koma inn myndum.

Í gærkvöldi opnaði Menningarverðlaunahafi Árborgar 2011, Jón Ingi Sigurmundsson, afar fallega myndlistarsýningu í Eden. Mjög vel unnar og fallegar myndir og margar þarna sem ég gæti hugsað mér að eiga eða gefa.

18. maí 2011

Strákarnir í meistaraflokki Hamars í körfu urðu bikarmeistarar HSK í kvöld. Flott lið eingöngu skipað heimamönnum. Það verður gaman að fylgjast með þessum hópi í fyrstu deildinni næsta vetur. Til hamingju strákar með góaðn árangur í dag.

Hef verið að vinna að ýmsum ferðatengdum málefnum undanfarið og vonandi að það fari allt að skýrast fljótlega. Eftir hádegi fórum við Ásta Camilla í viðtal vegna Garðyrkju- og blómasýningarinnar. Það viðtal mun birtast í sérblaði með Morgunblaðinu sem Garðyrkjufélag Íslands gefur út. Nú er sýningin öll að fá á sig mynd og hver hópurinn af öðrum er farinn að leggja drög að sinni vinnu. Blómaskreytarnir eru afar áhugasamir og hugmyndir að skreytingum koma nú á færibandi. Það er gaman af því.

Flokksstjórar Vinnuskólans eru komnir til starfa svo nú fer virkilega að sjást munur á bæjarfélaginu. Þeir settu niður heil ósköp af páskaliljulaukum í dag en við erum svo heppin að fá að nýta laukana eftir uppskeru hvers vors í gróðurhúsunum. Þannig getum við smám saman búið til breiður af páskaliljum sem svo sannarlega setja núna mark sitt á bæinn.

Síðdegis kynntu ferðaþjónustu aðilar hér í Hveragerði þjónustu sína fyrir erlendum ferðakaupendum í Hveragarðinum. Það var góð stemning á svæðinu þegar ég kíkti þar við en Davíð Samúelsson og Markaðsstofa Suðurlands höðfu veg og vanda af kynningunni.

Í kvöld fór síðan sundleikfimin í sjósund í Nauthólsvík. Það var gríðarlega kalt en samt ótrúlega notalegt. Gæti alveg hugsað mér að prófa þetta aftur, sérstaklega í aðeins betra veðri. Vinkonurnar verða örugglega ekki ánægðar með myndbirtingu dagsins en ég læt þessa huggulegu mynd af bakhlutum sunddrottninganna samt flakka :-)

17. maí 2011

Dagurinn byrjaði á stórum fundi í Almannavarnanefnd Árnessýslu þar sem Víðir og Rögnvaldur frá Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins fóru yfir hluverk aðgerðastjórna komi til almannavarnaástands. Það var afskaplega gott að skerpa á hlutverkum hvers og eins þannig að allir gera sér góða grein fyrir sínu hlutverki ef eitthvað gerist. Vonum auðvitað að seint komi til þess að þetta verði notað. En fundurinn var haldinn í glæsilegum húsakynnum Hjálparsveitar skáta hér í Hveragerði þar sem búið er að koma upp góðum búnaði til að takast á við hvers konar neyðarástand.

Fékk símtal frá Tryggva Þór forstjóra Rarik og Sunnlenskrar orku. Nú hefur Orkustofnun veitt Sunnlenskri orku leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum við Grændal í Ölfusi

Í tilkynningu frá Orkustofnun segir:
Við undirbúning leyfisveitingarinnar var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis, sem leitaði umsagnar Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Þá var leitað umsagnar hjá sveitarfélögunum Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Umsagnar var einnig leitað hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Leyfið felur í sér heimild til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu sem og almennra umhverfisrannsókna sem nauðsynlegar eru til að kanna áhrif hugsanlegrar nýtingar á umræddar auðlindir, í samræmi við rannsóknaráætlun leyfishafa. Leyfið gildir frá 10. maí 2011 til 31. desember 2018.

Leyfið felur ekki í sér heimild til nýtingar á jarðrænum auðlindum á rannsóknarsvæðinu. Komi til nýtingar þarf leyfishafi að sækja um sérstakt virkjunarleyfi og/eða nýtingarleyfi og ná samkomulagi við umráðahafa réttinda á svæðinu um endurgjald fyrir auðlindina eða afla sér eignarnámsheimildar.


Enn og aftur erum við Hvergerðingar áhrifslausir í málum tengdum nýtingu jarðhitans hér í kringum okkur. Þrátt fyrir að áhrifin séu óhjákvæmilega mest hér. Þetta mál verður skoðað betur.

Ræddi einnig í dag við forsvarsmenn Kambalands en það er löngu orðið aðkallandi að ganga frá möninni við þjóðveginn og gera úrbætur á þessu svæði þannig að þokkalegur sómi sé að. Við munum hitta þá á fimmtudaginn og vonandi þokast þetta mál áleiðis þá.

16. maí 2011

Rósóttur dagur í vinnunni kallaði að sjálfsögðu einnig á sandala. Þegar fór að snjóa í skamma stund og hitastigið fór niður í 3 gráður var algjörlega tímabært að skipta aftur í vetrarfötin! Þetta blessaða sumar ætlar að láta bíða eftir sér þetta árið.

Tölvupósti svarað og símtölum sinnt ásamt því að unnið var í málum fyrir bæjarráðsfund vikunnar. Fór yfir mál tengd Blómum í bæ og sumarstörfum barna og unglinga. Fréttabréf Hveragerðisbæjar kom úr prentun, troðfullar 8 síður af ýmsum tilkynningum og fréttum af starfi bæjarfélagsins. Fjölmargir starfsmenn eiga þarna greinar um hin ýmsu mál. Hef þá trú að íbúar vilji gjarnan fá þessar upplýsingar og því er fréttabréfið gefið út með þessum hætti. Ætti að berast bæjarbúum með póstinum á morgun.

Eftir hádegi var fundur um almenningssamgöngur á Suðurlandi. Við erum að færast nær endanlegri lausn og væntanlega mun stjórn SASS skipa vinnuhóp til að forma tillögur um framtíðarskipan almenningssamgangna sem miða að enn betri þjónustu við íbúa þessa svæðis.

Góður meirihlutafundur síðdegis þar sem farið var yfir dagskrá bæjarráðsfundarins næstkomandi fimmtudag.

Tveir svona fuglar voru í garðinum okkar um daginn. Létu mjög undarlega og líkaði örugglega ekki við íslenskt vorveður. Frétti af fleirum þessarar sömu tegundar á sama tíma, bæði á Þurá og að Kjarri. Merkilegt! En þetta munu vera landsvölur. Myndinni var nappað af netinu ;-)

5. maí 2011

Átti góðan fund í morgun með Birni G. Björnssyni leikmyndahönnuði þar sem við fórum yfir ákveðna hugmynd sem hefur verið að þróast undanfarnar vikur. Björn er afar frjór og líflegur maður og ekki að undra að hann hafi verið fenginn til að hanna flestar bestu sýningar landsins undanfarin ár. Nú þarf helst að gefast svolítið góður tími til að pússla saman öllu því sem hefur verið að gerjast og kanna hvort allir þræðir raðist rétt saman. Það er verkefni næstu viku.

Fór upp í Grunnskóla fyrir hádegi og hitti þar bæði deildarstjóra sérkennslu en átti líka afar gott samtal við Ernu og Viktoríu og endaði síðan hjá Guðjóni skólastjóra. Nú er verið að fara yfir umsóknir sem borist hafa um stöður grunnskólakennara. Mér sýndist að umsóknirnar væru um 24 og svo til allar frá afar hæfu réttindafólki. Það er ánægjulegt að kennarar skuli sækja jafn fast og raun ber vitni eftir stöðum við skólann.

Hitti fulltrúa frá Steypustöðinni eftir hádegi ásamt Ástu Camillu og Guðmundi. Þeir voru að kynna vörur sínar og þá möguleika sem þar eru. Ég var alveg heilluð af frábærri viðhaldslausn fyrir hellulagnir þar sem maður losnar við mosann með einu handtaki og með öðru þá glansa þær eins og nýjar. Þetta verður prufað :-)
Við ræddum líka mögulega aðkomu þeirra að sýningunni Blóm í bæ og voru þeir afar jákvæðir fyrir myndarlegri aðkomu að henni.

Síðdegis var rólegur fundur í bæjarráði þar sem hæst bar samþykkt viðbótarsamnings við Golfklúbbinn en þeir sjá um slátt á fótboltavöllum bæjarins. Ýmislet annað var þarna tekið fyrir en fundargerðin í heild sinni er á heimasíðu bæjarins.

Í kvöld var afar góður aðalfundur í Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis. Þar var Eyjólfur Kolbeins endurkjörinn formaður og reyndar stjórnin öll eins og hún lagði sig. Til hamingju með kjörið öll sömul !

4. maí 2011

Lagt var af stað snemma héðan frá Hveragerði til að ná inn á Hótel Sögu kl. 8:15. Með í för voru Jóhanna, Helga og Guðmundur en tilgangurinn var að skrifa undir samning við Duol um kaupin á Hamarshöllinni. Eyþór hitti síðan hópinn í Reykjavík. Þetta var hin hátíðlegasta stund en forsetar Slóveníu og Íslands voru viðstaddir undirritunina auk fjölda íslenskra og slóvenskra gesta og viðskiptamanna. Þessi samningur hefur vakið mikla athygli og það er eiginlega alveg sama við hvern maður ræðir það vita allir af þessu húsi, svo sem ekki skrýtið enda er þetta afar spennandi verkefni.

Annars var þetta erilsamur dagur þegar austur var komið. Það fer mikill tími í símtöl og að svara tölvupóstum en núna berast svo til öll erindi með þeim hætti.

Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni tók eftir því að hverirnir á hverasvæðinu eru farnir að hegða sér afar undarlega. Lítið hveragat við hlið göngustígsins ólgar og kraumar með miklum látum með reglulegu millibili og þá tæmast aðrir hverir á meðan. Þetta er stórfurðulegt.

Í kvöld setti ég saman nokkrar smærri greinar í fréttabréf bæjarins sem við stefnum á að koma út í næstu viku.

3. maí 2011

Hitti Ástu Camillu, umhverfisráðgjafa, Guðmund Baldursson skipulags- og byggingafulltrúa og Harald Guðmundsson umsjónarmann garða og grænna svæða á fundi í morgun. Fórum við ítarlega yfir allt það sem framundan er í umhirðu og útliti bæjarins en nú er mikilvægt að nýta allar stundir til að snurfusa og gera bæinn fallegan. Að loknum fundi fórum við í bílferð um bæinn og skoðuðum það sem betur má fara og það sem vel er gert. Þetta er kannski ekki besti árstíminn svona útlitslega séð, þegar bærinn er að koma undan vetri og gróður hefur ekki tekið við sér en akkúrat núna sér maður nákvæmlega það sem þarf að gera og það er ágætt.

Kíktum við í nýju útistofunni undir Hamrinum. Þar vinnur hópur ungmenna undir styrkri stjórn Haraldar, Ara, Jónasar og Guðjóns kennara að því að koma upp grillskjóli og leiktækjum sem unnin eru úr trjám. Þetta á eftir að verða afskaplega skemmtilegt þegar verkinu verður lokið.

... svo er rétt að minna á að í opna húsinu næsta laugardag munu Bjarni Benediktsson og Ólöf Norðdal koma í heimsókn og ræða það sem efst er á baugi í þjóðmálunum. Það verður vafalaust fróðlegt svo nú er um að gera að fjölmenna.

2. maí 2011

Gönguferð í morgunsárið var afar hressandi.

Fundur í stjórn Sorpstöðvar kl. 10 þar sem fjallað var um endurskoðun fjárhagsáætlunar sem nauðsynleg er vegna breyttra forsendna í rekstri en sorpmagn hefur minnkað gríðarlega frá hruni. Samráðs og kynningarfundur á málefnum stöðvarinnar er áætlaður þann 10. maí.

Í hádeginu hittust oddvitar/sveitarstjórar í Árnessýslu ef undan er skilin Árborg til að undirrita samninga um sameiginlega yfirstjórn velferðarþjónustu í þessum sveitarfélögum. Afar ánægjuleg stund í miklu blíðskaparveðri á Flúðum. Fékk far með Ólafi Erni, bæjarstjóra í Ölfusi, niður eftir aftur og skoðaði uppsveitirnar betur en ég hafði átt von á :-) En nú er um að gera að sameinast í bíla þegar farið er af bæ, enda bensínverðið orðið svívirðilegt og hjóla síðan í vinnuna á morgun !

Fundur um Hamarshöllina með Per THore þegar komið var niður eftir aftur þar sem farið var yfir ýmsa verkfræðilega þætti með þeim aðilum sem hanna munu undirstöður fyrir höllina. Forseti Slóveníu kemur á morgun og á miðvikudagsmorgun verður formleg undirritun að viðstöddum forsetunum á Hótel Sögu.

Meirihlutafundur að þessu loknu og heimferð ekki fyrr en undir níu sem er alltof seint þegar þarf að fara yfir erfðir mannsins fyrir próf í fyrramálið...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet