26. maí 2011
Tók mér sumarfrísdag í dag. Í morgun var mikið blíðskaparveður þannig margir tímar fóru í garðvinnu. Er í heilögu stríði við risavalmúa sem hefur algjörlega tekið yfir eitt beðið. Er búin að margstinga upp hverja plöntu en þær koma alltaf aftur. Þrautseigjan er gríðarleg í valmúanum og mér! Mun ekki gefast upp.
Klauf líka nokkra burkna en ég er smám saman að dreifa þeim á hina ýmsu skuggastaði í garðinum. Burknar eru miklar uppáhaldsplöntur hjá mér og allir mínir eru ættaðir frá henni Þórunni heitinni á Grund en hún átti svo fallega og stórvaxna burkna.
Eftir hádegi var farið á rúntinn og nýi Suðurstrandarvegurinn prófaður. Verð að játa að mér fannst gamli vegurinn meðfram Hlíðardalsskóla og yfir Selvogsheiðina mun fallegri leið. Þar var meira að sjá og skemmtilegri aðkoman niður í Selvog. En þetta er nú samt skemmtilegur og góður vegur. Enduðum á bráðskemmtilegu kaffihúsi í Grindavík, skoðuðum þar algjörlega frábært tjaldsvæði og kíktum líka inní knattspyrnuhúsið þeirra Grindvíkinga. Það er mikill munur að geta stundað íþróttir innandyra allavega þegar veðrið lætur eins og það gerði í dag.
Jack Sparrow í þrívídd brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, myndin samt ansi dimm og drungaleg en ætli sjóræningjar eigi ekki að vera þannig :-)
Klauf líka nokkra burkna en ég er smám saman að dreifa þeim á hina ýmsu skuggastaði í garðinum. Burknar eru miklar uppáhaldsplöntur hjá mér og allir mínir eru ættaðir frá henni Þórunni heitinni á Grund en hún átti svo fallega og stórvaxna burkna.
Eftir hádegi var farið á rúntinn og nýi Suðurstrandarvegurinn prófaður. Verð að játa að mér fannst gamli vegurinn meðfram Hlíðardalsskóla og yfir Selvogsheiðina mun fallegri leið. Þar var meira að sjá og skemmtilegri aðkoman niður í Selvog. En þetta er nú samt skemmtilegur og góður vegur. Enduðum á bráðskemmtilegu kaffihúsi í Grindavík, skoðuðum þar algjörlega frábært tjaldsvæði og kíktum líka inní knattspyrnuhúsið þeirra Grindvíkinga. Það er mikill munur að geta stundað íþróttir innandyra allavega þegar veðrið lætur eins og það gerði í dag.
Jack Sparrow í þrívídd brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, myndin samt ansi dimm og drungaleg en ætli sjóræningjar eigi ekki að vera þannig :-)
Comments:
Skrifa ummæli